Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Þriðjudagurinn 8. október 2013

«
7. október

8. október 2013
»
9. október
Fréttir

Lampedusa-sjóslysið: Framkvæmda­stjórn ESB vill efla Frontex til leitar og björgunar á Miðjarðarhafi

Framkvæmda­stjórn ESB hvatti þriðjudaginn 8. október til þess að lagt yrði meira fé af mörkum til að efla leitar- og björgunarþjónustu á Miðjarðarhafi eftir sjóslysið við Lampedusa fimmtudaginn 3. október. Þá fórust rúmlega þrjú hundruð flóttamenn frá Afríku þegar skipi þeirra hvolfdi. Skip­stjórinn h...

ESB-þingið samþykkir ný og hert tóbakslög - raf-rettur seldar sem tóbaksvara en ekki í lyfja­verslunum

ESB-þingmenn samþykktu þriðjudaginn 8. október ný tóbakslög sem ætlað er að sporna gegn reykingum. Settar verða stærri hættu-viðvaranir á vindlingapakka, bragðbættir vindlingar verða að mestu bannaðir og regluverkið vegna raf-rettna verður aukið án þess að banna sölu þeirra utan lyfjaverslana. Fyri...

Nýmæli í danska þinginu vekja óánægju þingmanna frá Færeyjum og Grænlandi

Schmidt forsætis­ráðherra sat í fyrsta sinn fyrir svörum þegar formenn annarra flokka lögðu fyrir hana óundirbúnar fyrirspurnir. Þingmenn frá Grænlandi og Færeyjum hafa lýst óánægju með að geta ekki spurt forsætis­ráðherrann. Reglurnar um fyrirspurnatímann eru þær að hver flokksleiðtogi fær tvær mínútur til að leggja spurningu fyrir forsætis­ráðherrann sem síðan fær tvær mínútur til að svara.

Ný ríkis­stjórn í Noregi ætlar að fylgja „sóknar­stefnu á norðurslóðum“ - mikilvægustu hagsmunir Noregs á sviði utanríkis­mála

Hin nýja ríkis­stjórn Hægri­flokksins og Framfara­flokksins í Noregi mun fylgja „sóknar­stefnu á norðurslóðum“ eins og segir í stjórnar­sáttmálanum sem birtur var mánudaginn 7. október. Væntanlegir stjórnar­flokkar segja að hvergi hafi Norðmenn mikilvægari hagsmuna að gæta í utanríkis­málum en á norðurslóð...

Nyrztu byggðir Kanada kanna möguleika á sandhverfuveiðum

Nú er unnið að því að kanna möguleika á sandhverfuveiðum fyrir 500 manna sam­félag í þorpinu Qikiqtarjuac, sem er í Nunavut, nyrzta fylki Kanada og liggur beint á móti vesturströnd Grænlands. Samtök íbúa þar og í Grise Fjord, Arctic Bay og Resolute, sem nefnast Arctic Fishery Alliance hafa sent skip sem nefnist Atlantic Prospect til að kanna möguleika á slíkum veiðum.

Fá Finnar aðgang að skjölum KGB um Finnland og Kekkonen?

Finnska þjóðskjalasafnið hefur náð samningum við rússnesk stjórnvöld um aðgang að gögnum, sem gætu opnað aðgang að skjölum KGB sem varða Finnland að því er fram kemur í fréttum Yle-fréttastofunnar finnsku. Það er sérstaklega tímabilið 1953-1956 sem vekur áhuga Finna. Meðal þess sem upplýsingar geta komið fram um eru tengsl sovézkra ráðamanna og Kekkonens, Finnlandsforseta.

Rússland: 46% telja nýtt kalt stríð líklegt-48% að það sé ólíklegt

Ný skoðanakönnun í Rússlandi sýnir að um 46% þeirra, sem spurðir voru telja líklegt að nýtt kalt stríð brjótist út á milli Rússlands og Bandaríkjanna en 48% telja það ólíklegt eða óhugsandi.

Stjórn AGS 2010: Þetta eru frekar björgunaraðgerðir fyrir evrópska banka en Grikkland-sagði fulltrúi Brasilíu

Þegar björgunarlán til Grikklands var til umræðu í stjórn Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins í maí 2010 höfðu margir fulltrúar í stjórn AGS efasemdir um að Grikkland gæti staðið undir því. Ein helzta gagnrýnin var sú að lánið væri fremur hugsað evrópskum bönkum til hagsbóta en Grikklandi.

Írland: 3000 læknar í verkfalli í dag-12 þúsund viðtöl felld niður-3000 aðgerðum frestað

Klukkan sjö í morgun hófst eins dags verkfall lækna á Írlandi sem stendur til miðnættis. Verkfallið nær til lækna á 51 spítala í landinu. Af þessum sökum hefur viðtalstími 12 þúsund sjúklinga á göngu­deildum verið felldur niður og 3000 aðgerðum hefur verið frestað. Bráðavaktir eru opnar.

Leiðarar

Samstiga EES-stefna Noregs og Íslands

Hægri­flokkurinn og Framfara­flokkurinn í Noregi birtu mánudaginn 7. október stefnuyfirlýsingu næstu ríkis­stjórnar Noregs undir forsæti Ernu Solberg, formanns Hægri­flokksins. Þessi tveir flokkar hafa aldrei fyrr starfað saman í ríkis­stjórn og raunar hefur Framfara­flokkurinn setið utan ríkis­stjórnar í ...

Í pottinum

Til hvers leiddi rannsókn MI5 á íslenzku bönkunum?

Það eru vissulega athyglisverðar upplýsingar, sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, kom fram með á ráð­stefnu Rannsóknarseturs um nýsköpun og hagvöxt í gær og Morgunblaðið segir frá í dag, að brezka leyniþjónustan, MI5 hafi á árinu 2005 rannsakað hugsanleg tengsl rússnesku mafíunnar við íslenzku bankana og Morgunblaðið segir frá í dag.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS