« 8. október |
■ 9. október 2013 |
» 10. október |
Viviane Reding, dómsmálastjóri ESB, sakar innanríkisráðherra Þýskalands um að flytja „bjórtjaldsræður“ og draga upp of dökka mynd af „velferðartúrisma“ innan ESB. Reding segir hins vegar að ríki hafi heimild til að bregða fæti fyrir þá sem misnota félagslegt tryggingakerfi. Hans-Peter Friedrich, in...
ESB-þingið samþykkir nýjar reglur um vinnutíma flugmanna - þeir segja þær minnka flugöryggi
ESB-þingið samþykkti miðvikudaginn 9. október nýjar reglur um vinnutíma flugmanna að tillögu framkvæmdastjórnar ESB og flugfélaga en í óþökk samtaka flugmanna sem segja reglurnar ekki stuðla að auknu öryggi. Siim Kallas, samgöngustjóri ESB, sagði eftir að 387 þingmenn höfðu sagt já, 281 nei og 66 ...
Rússland: Grænfriðungar sakaðir um að hafa flutt fíkniefni í aðgerðaskipi
Rússneskir rannsakendur hafa fundið fíkniefni um borð í skipi Greenpeace. Arctic Sunrise, í höfninni í Múrmansk.
Hringborð Norðurslóða heldur fjölmennt þing í Hörpu um helgina
Hringborð Norðurslóða heldur fyrsta þing sitt í Hörpu dagana 12.-14. október n.k. að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þingið munu sækja um 900 þátttakendur. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson er í hópi þeirra, sem hafa haft frumkvæði að því að stofna þennan ...
Aðsúgur gerður að Letta og Barroso á Lampedusa
Gerður var aðsúgur að Enrico Letta, forsætisráðherra Ítalíu, og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, þegar þeir lögðu leið sína um ítölsku eyjuna Lampedusa miðvikudaginn 9. október til að kynna sér aðstæður eftir versta sjóslys flóttamanna við strendur Ítalíu. Nú hafa fundist þar 274...
Grikkland: Yfirvöld vilja aðgang að bankareikningum GD
Yfirvöld í Grikklandi vilja fá aðgang að bankareikningum Gullinnar Dögunar, nýnazistaflokks, sem hefur verið skilgreindur í Grikklandi sem glæpasamtök. Fjármálaeftirlitið og sjálfstæð nefnd sem vinnur gegn peningaþvætti hafa verið beðin um að skoða bankareikningana.
Aðvörun AGS: Framundan er tímabil veiks hagvaxtar á heimsvísu
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varaði þjóðir heims við því í gær, að framundan væri tímabil veiks hagvaxtar. Sjóðurinn lækkaði fyrri hagvaxtarspár fyrir yfistandandi ár og næsta ár.
Björgun við banka en ekki þjóðir
Í umræðum síðustu ára um vandamál einstakra evruríkja og björgunaraðgerðir vegna þeirra á vegum Evrópusambandsins, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Seðlabanka Evrópu, hefur því aftur og aftur verið haldið fram, að þessar aðgerðir hafi ekki fyrst og fremst snúizt um að bjarga viðkomandi þjóðum heldur í raun og veru evrópskum bönkum, sem hafi lánað glannalega til þessara ríkja.
Mikilvæg pólitísk yfirlýsing forsætisráðherra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, lýsti þeirri skoðun á Alþingi í gær að takmarka ætti eignarhlut hvers einstaks aðila að bönkum og er þá væntanlega átt við, ef þeir komi á almennan markað á ný. Þetta er afar mikilvæg pólitísk yfirlýsing af hálfu forsætisráðherra. Og nauðsynlegt að henni verði fylgt eftir sem fyrst með lagafrumvarpi á Alþingi.