« 15. október |
■ 16. október 2013 |
» 17. október |
Guðmundur Alfreðsson, lagaprófessor við Háskólann á Akureyri, segir að það sé á valdi Grænlendinga að taka ákvarðanir um vinnslu og sölu á úrani svo framarlega sem þeir taki tillit til aðildar Danmerkur að alþjóðasamningum. Aleqa Hammond, formaður grænlensku landstjórnarinnar, segist almennt sammála mati Guðmundar.
Füle setur Íslendingum engin tímamörk - þráðurinn yrði tekinn upp þar sem frá var horfið
Framkvæmdastjórn ESB kynnti miðvikudaginn 16. október árlega skýrslu sína um stækkunarmál sambandsins. Á blaðamannafundi sagði Ṥtefan Füle stækkunarstjóri að ESB virti ákvörðun Íslendinga um að gera hlé á aðildarviðræðunum og væri reiðubúið að taka upp þráðinn að nýju hvenær sem Íslendingar vi...
Erna Solberg (52 ára), nýr forsætisráðherra Noregs, kynnti nýja samsteypustjórn Hægriflokksins og Framfaraflokksins miðvikudaginn 16. október. Solberg er önnur konan sem sest í stól forsætisráðherra Noregs. Hún kemur frá Bergen en þaðan hefur ekki komið forsætisráðherra Noregs síðan árið 1935. Þá f...
Angela Merkel sögð á mála hjá eigendum BMW vegna þaks á útblástur
Angela Merkel Þýskalandskanslari sætti ámæli þriðjudaginn 15. október vegna 690.000 evru (113 m. ISK) fjárstuðnings við kristilega demókrata (CDU) frá fjölskyldunni að baki BMW á sama tíma og þýska ríkisstjórnin beitti sér gegn þaki á CO2 útblástur frá bílum. Quandt-fjölskyldan – Johanna og börn h...
Moskva: Lögregla handtók í gærkvöldi nær 300 manns, sem stefndu á óeirðasvæði
Lögreglan í Moskvu handtók í gærkvöldi nær 300 manns, sem voru á leið í það hverfi Moskvu-borgar, þar sem óeirðir hafa orðið frá því fyrir helgi. Frá þessu segir The Moscow News. Að sögn blaðsins kom hópur fólks saman á Prazhskaya lestarstöðinni í Moskvu um kl. 7 í gærkvöldi að Moskvutíma og ætlaði að fara til Biryulyovo-hverfis, þar sem óeirðir hafa verið og handtökur hafa farið fram.
Noregur: Aili Keskitalo kjörin forseti þings Sama
Aili Keskitalo, hinn nýi forseti þings Sama í Noregi, segir að eitt helzta verkefni sitt verði samstarf við frumbyggja í Rússlandi. Við eigum bræður og systur í Rússlandi segir Keskitalo. Þing Sama í Noregi var sett á fimmtudag í síðustu viku. Þar sitja 39 fulltrúar sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn. Samar búa í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þeir eru samtals um 80 þúsund.
Rússland: Dómur yfir Navalny staðfestur en fullnustu frestað
Áfrýjunardómstóll í Rússlandi hefur staðfest dóm yfir Alexei Navalny, einum helzta leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi en frestað fullnustu fangelsisdóms, þannig að Navalny er frjáls ferða sinna.
Þýzkaland: Græningjar útiloka frekari viðræður við Kristilega
Græningjar hafa útilokað frekari viðræður við Angelu Merkel um stjórnarmyndun að því er fram kemur á Reuters. Eftir sex klukkustunda ítarlegar umræður komust fulltrúar þeirra að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekki nægilega margt sameiginlegt með Merkel og Kristilegum demókrötum um málefni á borð við orku, loftslagsbreytingar og skatta til þess að frekari viðræður gætu skilað árangri.
Fjarvera Norðmanna og samskiptin við Norðurlandaþjóðirnar
Norskur stjórnmálafræðingur, sem sótti norðurslóðaráðstefnuna í Hörpu um síðustu helgi veltir því fyrir sér í grein í norska blaðinu Klassekampen, hvers vegna enginn fulltrúi frá opinberum aðilum í Noregi hafi verið á mælendaskrá ráðstefnunnar. Jafnratmt telur stjórnmálafræðingurinn að tímabært kunni að vera fyrir Norðmenn að rækta betur sambandið við Ísland.
Tekizt verður á um tvö meginsjónarmið innan þingflokka stjórnarflokkanna
Margir velta því fyrir sér hvernig Alþingi ætli að finna þá 3 milljarða, sem samstaða virðist vera um í þinginu að Landspítalinn þurfi að fá til viðbótar við það, sem fjárlagafrumvarpið geri ráð fyrir. Erfitt er að sjá hvernig það verði gert án þess að skera niður annars staðar, því að ólíklegt má telja, að núverandi stjórnarflokkar fari þá leið að hækka skatta.