Föstudagurinn 5. mars 2021

Miðvikudagurinn 16. október 2013

«
15. október

16. október 2013
»
17. október
Fréttir

Íslenskur lagaprófessor tekur málstað Grænlendinga í úranmálinu - málið sé þeirra sé farið að alþjóða­lögum

Guðmundur Alfreðsson, lagaprófessor við Háskólann á Akureyri, segir að það sé á valdi Grænlendinga að taka ákvarðanir um vinnslu og sölu á úrani svo framarlega sem þeir taki tillit til aðildar Danmerkur að alþjóða­samningum. Aleqa Hammond, formaður grænlensku land­stjórnar­innar, segist almennt sammála mati Guðmundar.

Füle setur Íslendingum engin tímamörk - þráðurinn yrði tekinn upp þar sem frá var horfið

Framkvæmda­stjórn ESB kynnti miðvikudaginn 16. október árlega skýrslu sína um stækkunarmál sambandsins. Á blaðamannafundi sagði Ṥtefan Füle stækkunar­stjóri að ESB virti ákvörðun Íslendinga um að gera hlé á aðildarviðræðunum og væri reiðubúið að taka upp þráðinn að nýju hvenær sem Íslendingar vi...

Ný ríkis­stjórn í Noregi

Erna Solberg (52 ára), nýr forsætis­ráðherra Noregs, kynnti nýja samsteypu­stjórn Hægri­flokksins og Framfara­flokksins miðvikudaginn 16. október. Solberg er önnur konan sem sest í stól forsætis­ráðherra Noregs. Hún kemur frá Bergen en þaðan hefur ekki komið forsætis­ráðherra Noregs síðan árið 1935. Þá f...

Angela Merkel sögð á mála hjá eigendum BMW vegna þaks á útblástur

Angela Merkel Þýskalandskanslari sætti ámæli þriðjudaginn 15. október vegna 690.000 evru (113 m. ISK) fjárstuðnings við kristilega demókrata (CDU) frá fjölskyldunni að baki BMW á sama tíma og þýska ríkis­stjórnin beitti sér gegn þaki á CO2 útblástur frá bílum. Quandt-fjölskyldan – Johanna og börn h...

Moskva: Lög­regla handtók í gærkvöldi nær 300 manns, sem stefndu á óeirða­svæði

Lög­reglan í Moskvu handtók í gærkvöldi nær 300 manns, sem voru á leið í það hverfi Moskvu-borgar, þar sem óeirðir hafa orðið frá því fyrir helgi. Frá þessu segir The Moscow News. Að sögn blaðsins kom hópur fólks saman á Prazhskaya lestarstöðinni í Moskvu um kl. 7 í gærkvöldi að Moskvutíma og ætlaði að fara til Biryulyovo-hverfis, þar sem óeirðir hafa verið og handtökur hafa farið fram.

Noregur: Aili Keskitalo kjörin forseti þings Sama

Aili Keskitalo, hinn nýi forseti þings Sama í Noregi, segir að eitt helzta verkefni sitt verði samstarf við frumbyggja í Rússlandi. Við eigum bræður og systur í Rússlandi segir Keskitalo. Þing Sama í Noregi var sett á fimmtudag í síðustu viku. Þar sitja 39 fulltrúar sem kjörnir eru til fjögurra ára í senn. Samar búa í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi. Þeir eru samtals um 80 þúsund.

Rússland: Dómur yfir Navalny staðfestur en fullnustu frestað

Áfrýjunardómstóll í Rússlandi hefur staðfest dóm yfir Alexei Navalny, einum helzta leiðtoga stjórnar­andstöðunnar í Rússlandi en frestað fullnustu fangelsisdóms, þannig að Navalny er frjáls ferða sinna.

Þýzkaland: Græningjar útiloka frekari viðræður við Kristilega

Græningjar hafa útilokað frekari viðræður við Angelu Merkel um stjórnar­myndun að því er fram kemur á Reuters. Eftir sex klukkustunda ítarlegar umræður komust fulltrúar þeirra að þeirri niðurstöðu að þeir ættu ekki nægilega margt sameiginlegt með Merkel og Kristilegum demókrötum um málefni á borð við orku, loftslagsbreytingar og skatta til þess að frekari viðræður gætu skilað árangri.

Leiðarar

Fjarvera Norðmanna og samskiptin við Norðurlandaþjóðirnar

Norskur stjórnmála­fræðingur, sem sótti norðurslóðaráð­stefnuna í Hörpu um síðustu helgi veltir því fyrir sér í grein í norska blaðinu Klassekampen, hvers vegna enginn fulltrúi frá opinberum aðilum í Noregi hafi verið á mælendaskrá ráð­stefnunnar. Jafnratmt telur stjórnmála­fræðingurinn að tímabært kunni að vera fyrir Norðmenn að rækta betur sambandið við Ísland.

Í pottinum

Tekizt verður á um tvö meginsjónarmið innan þing­flokka stjórnar­flokkanna

Margir velta því fyrir sér hvernig Alþingi ætli að finna þá 3 milljarða, sem samstaða virðist vera um í þinginu að Land­spítalinn þurfi að fá til viðbótar við það, sem fjárlaga­frumvarpið geri ráð fyrir. Erfitt er að sjá hvernig það verði gert án þess að skera niður annars staðar, því að ólíklegt má telja, að núverandi stjórnar­flokkar fari þá leið að hækka skatta.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS