Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Fimmtudagurinn 17. október 2013

«
16. október

17. október 2013
»
18. október
Fréttir

Makríldeilan: Írski sjávar­útvegs­ráðherrann leggst gegn hugmyndum Damanaki um 12% aflahlut­deild til Íslendinga

Simone Coveney, sjávar­útvegs­ráðherra Írlands, leggst gegn áformum framkvæmda­stjórnar ESB um að friðmælast við Íslendinga og Færeyinga í hinni langvinnu deilu um makríl í Norðaustur-Atlantshafi segir í The Irish Times fimmtudaginn 17. október. Bent er á að þremur mánuðum eftir að Maria Damanaki, s...

Gunnar Bragi boðar frestun á úttekt - segir Füle ekki fara með rétt mál

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra segir í yfirlýsingu sem hann birti fimmtudaginn 17. október á vefsíðu sinni að úttektarskýrsla um stöðu samskipta Íslands og ESB verði ekki birt fyrr en á nýju ári. Til þessa hefur ráðherrann sagt að úttektin mundi liggja fyrir í haust. Í yfirlýsingunni kemur...

Le Monde: Stefan Füle gengur á eggjum - efasemdir um réttmæti þess að stækka ESB meira í bili

Ríkin á Balkanskaga auk Tyrklands leggja áherslu á að komast inn í Evrópu­sambandið.

Frakkland: Marine Le Pen er öflugasti andstæðingur forsetans og sósíalista

Tæpur helmingur Frakka (46%) telur að Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, yrði best til að leiða andstöðu við François Hollande Frakklandsforseta og Jean-Marc Ayrault, forsætis­ráðherra sósíalista.

Kýpur: Fjármála­ráðherra birtir launaseðil sinn-heildarlaun um 1360 þúsund krónur

Fjármála­ráðherra Kýpur, Harris Georgiades hefur birt launaseðil sinn fyrir septembermánuð til þess að bera til baka fréttir um að stjórnmálamenn og æðstu embættismenn hafi ekki fundið fyrir efnahagserfiðleikum Kýpverja. Samkvæmt launaseðlinum eru heildarlaun hans í þeim mánuði 8291 evra eða um1360 þúsund íslenzkar krónur.

Grikkland: Samaras segir frekari niðurskurð óhugsandi

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands hefur gert Thomas Wieser, forsvarsmanni Evruhópsins grein fyrir því að Grikkir geti ekki orðið við kröfu hópsins um 2ja milljarða evra niðurskurð á útgjöldum fjárlaga næsta árs til viðbótar þeim 4 milljarða evra niðurskurði, sem gert er ráð fyrir í fjárlaga­frumvarpinu. Frá þessu er sagt á ekathimerini, gríska vefmiðlinum í morgun.

Írlandi: Grundvallar­breyting á sveitar­stjórnum-fulltrúum fækkað um 700

Írska ríkis­stjórnin kynnir í dag laga­frumvarp, sem á að fækka sveitar­stjórnum og þar með fulltrúum í þeim úr 1650 í 950. Að hluta til er um að ræða afnám eins konar hverfis­stjórna, sem starfa á takmörkuðum sviðum og eru undir viðkomandi sveitar­stjórn settar. En einnig er um sameiningu sveitar­stjórna...

Þýzkaland: Lögfesting lágmarkslauna lykilatriði í viðræðum um stjórnar­myndun

Spurningin um lögfestingu lágmarkslauna í Þýzkalandi er að verða grundvallar­atriði í samningaviðræðum Kristilegra demókrata og jafnaðarmanna í Þýzkalandi um myndun nýrrar ríkis­stjórnar.

Leiðarar

ESB-aðildarsinnar hafa gjörtapað þessari lotu

Árleg skýrsla framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins um stækkunarmál þess var birt miðvikudaginn 16. október. Þar er færri blaðsíðum varið í umfjöllun um Ísland en á undanförnum árum enda er framkvæmda­stjórninni ljóst að viðræðunum við Íslendinga er lokið og að þráðurinn verður ekki tekinn upp að nýju...

Í pottinum
 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS