Föstudagurinn 22. janúar 2021

Föstudagurinn 18. október 2013

«
17. október

18. október 2013
»
19. október
Fréttir

Norskur Sómali grunaður um aðild að Westgate-hryðjuverkinu í Nairobi

Norðmaður ættaður frá Sómalíu, 23 ára að aldri, er grunaður um aðild að hryðjuverkunum í verslunar­miðstöð í Nairobi í september. Lög­regla í Noregi og Kenya telur hann hafa átt hlut að máli, BBC hefur skýrt frá nafni hans og segir að honum bregði fyrir á myndum úr öryggismyndavélum.

Frí­verslunarsamningur ESB og Kanada handsalaður í Brussel

Gengið hefur verið frá frí­verslunarsamningi milli Evrópu­sambandsins og Kanada. Viðræður hafa staðið yfir í fjögur ár. Samningurinn verður nú lagður fyrir þjóðþing einstakra ESB-ríkja.

Frakkland: Menntaskóla­nemar mótmæla á götum úti vegna brottvísana útlendinga

Þúsundir menntaskóla­nema í París skrópuðu í skólum fimmtudaginn 17. október og gengu fylktu liði að innanríkis­ráðuneytinu til að mótmæla brottvísunum skóla­félaga sinna. Aðgerðir nemendanna eru liður í andófi gegn harðri brottvísunar­stefnu gegn róma-fólki (sígaunum). Athygli nemendanna beinist að tv...

Nýbakaður heiðursborgari fær þýsk friðarverðlaun

Yoko Ono, nýbakaður heiðursborgari Reykjavíkur, fékk fimmtudaginn 17. október virðuleg þýsk friðarverlaun „fyrir langvinnt pólitískt framlag í þágu lista og friðar“. Verðlaunin voru veitt í grennd við Brandenburgar-hliðið í Berlín að viðstöddum Guido Westerwelle, utanríkis­ráðherra Þýskalands. Ono,...

Úkraína: Tymoshenko fær að fara til útlanda í læknismeðferð

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu tilkynnti í fyrradag, að Yulia Tymoshenko, fyrrum forsætis­ráðherra, fengi að fara til útlanda til læknismeðferðar að því er fram kemur á euobserver. Langvarandi viðræður hafa staðið yfir á milli Evrópu­sambandsins og Úkraínu um mál Tymoshenko.

Barentshaf: Vaxandi geislavirkni frá sokknum rússneskum kjarnorkukafbát?

Kvikmynd, sem tekin var á árinu 2007 á hafsbotni í Barentshafi skammt frá Kólaskaga, þar sem rússneskur kjarnorkukafbátur af gerðinni K-159 sökk fyrir tíu árum vekur upp spurningar um hvort geislavirk efni leki úr kafbátnum. Frá þessu segir Barents Observer, sem segir að kvikmyndin hafi fyrst nú verið opinberuð.

Grikkland: Greiðslur úr ríkis­sjóði til Gullinnar Dögunar stöðvaðar

Pólitísk samstaða er komin á milli stjórnar­flokkanna í Grikklandi og SYRIZA, bandalags vinstri manna, sem er helzti stjórnar­andstöðu­flokkurinn í landinu um að fresta öllum greiðslum úr ríkis­sjóði til flokka, hvers leiðogar eða þingmenn liggi undir grun um glæpsamlegt athæfi.

Skotland: Skotar treysta skozka þinginu betur en því brezka, segir Alex Salmond

Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota, sagði í setningarræðu á ársfundi Skozka þjóðernissinna­flokksins í gær, að sú staðreynd að Skotar treysti betur skozka þinginu en því brezka muni leiða til þess að Skotar ákveði að Skotland skuli verða sjálfstætt ríki í þjóðar­atkvæða­greiðslu þar um í september á næsta ári.

Leiðarar

Skýrslu frestað-Hvað veldur?

Það er ekki gott að skýrslu þeirri um stöðu viðræðna við Evrópu­sambandið og um þróun sambandsins, sem kveðið er á um í stjórnar­sáttmála og tilkynnt hafði verið að yrði lögð fyrir Alþingi á þessu hausti, hefur verið frestað fram yfir áramót. Engar skýringar hafa verið gefnar á því af hverju sú frestun stafar.

Í pottinum

Hvað liggur að baki ummælum Stefáns Fule?-Óformlegar viðræður?

Ummæli Stefáns Fule, stækkunar­stjóra Evrópu­sambandsins þess efnis, að ekki hafi verið langt í að fyrir lægi samningur um aðild Íslands að ESB, sem uppfyllti bæði kröfur Íslendinga og væri í samræmi við grundvallar­reglur ESB, hafa vakið athygli og þykja forvitnileg. Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkis­ráðherra segir að stækkunar­stjórinn fari frjálslega með í þessum ummælum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS