« 19. október |
■ 20. október 2013 |
» 21. október |
Juncker með öruggt forskot í Lúxemborg - myndar hann stjórn með frjálslyndum?
Fyrstu tölur í þingkosningunum í Lúxemborg sunnudaginn 20. október benda til þess að Kristilegi sósíalistaflokkurinn, CSV (mið-hægriflokkur), Jean-Claudes Junckers forsæstisráðherra hafi tapað nokkrum fjöðrum en fljúgi samt langt á undan öðrum flokkum landsins. Úrslitin gera Juncker kleift að leiða...
Obama óskar Ernu Solberg til hamingju í símtali
Barack Obama Bandaríkjaforseti hringdi til Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, föstudaginn 18. október og óskaði henni til hamingju með að hafa myndað ráðuneyti sitt og tekið við embætti forsætisráðherra. Erna Solberg sagði frá þessu á þennan hátt á fésbókarsíðu sínni: „Í dag hringdi Barack Obam...
Á sérstökum fundi 229 forystumanna Jafnaðarmannaflokks Þýskalands (SPD) var samþykkt sunnudaginn 20. október að ganga formlega til stjórnarmyndunarviðræðna við Angelu Merkel. Viðræðurnar hefjast miðvikudaginn 23. október. Lokaniðurstaða viðræðnanna verður lögð fyrir 470.000 félaga í SPD til samþykkt...
Danmörk: Staða kristinnar trúar jafnsterk og fyrir 30 árum
Ný rannsókn sýnir að Danir eru jafn trúaðir nú og fyrir 30 árum.
Þýskaland: Hneykslismál tengd kaþólskum biskup í Limburg íþyngjandi fyrir kirkjuna segir Merkel
Í Þýskalandi fylgjast menn náið með Franz-Peter Tebartz-van Elst, biskupi kaþólskra í Limburg, sem sætt hefur gagnrýni fyrir íburð og eyðslusemi. Hann fór til Rómar fyrir viku og hefur síðan beðið eftir áheyrn hjá Frans páfa.
Finnland: Höfum dregizt aftur úr í nýtingu Norðurslóða-segir finnskur ráðherra
Lauri Ihalainen, vinnumálaráðherra Finnlands, segir að Finnar hafi dregizt aftur úr öðrum þjóðum á norðurslóðum í að hagnýta sér norðurskautssvæðið. Hann segir Finna hafa margt fram að færa í þessum efnum og að nýting þessara tækifæra mundi skapa mörg störf í Finnlandi. Ráðherrann segir þetta snúast um fleira en olíuleit.
Hvíta-Rússland: ESB veitir fjárstuðning til að þjálfa lögreglusveitir og kaupa tækjabúnað
Evrópusambandið hefur veitt Hvíta-Rússlandi fjárhagslegan stuðning til þess að þjálfa lögreglusveitir landsins og kaupa tækjabúnað fyrir þær og landamæraverði. Brezka dagblaðið Daily Telegraph segir að peningarnir hafi komið úr sjóði sem nefnist EuropeAid og er ætlaður til stuðnings þeim sem minnst hafa í heiminum.
Þýzkaland: Jafnaðarmenn setja fram meginkröfur sínar
Jafnaðarmenn í Þýzkalandi hafa sett fram meginkröfur sínar í aðdraganda formlegra samningaviðræðna við Angelu Merkel um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Þeir halda fund í dag með um 200 lykilmönnum flokksins, þar sem þessar kröfur verða ræddar.
Rúmenía: Þúsundir mótmæla gasvinnslu úr leirsteini
Þúsundir Rúmena mótmæltu í gær, laugardag fyrirætlunum bandaríska olíufyrirtækisins Chevron um að leita að gasi úr leirsteini í austurhluta landsins og áformum kanadísks fyrirtækis um að hefja námuvinnslu á gulli. Fyrirætlanir ríkisstjórnar landsins, sem er vinstri sinnuð um að samþykkja þessar framkvæmdir hafa vakið upp mótmælaöldu í Rúmeníu, sem hefur staðið yfir frá því í september.
Róm: Allt að 70 þúsund manns í mótmælagöngu -kveikt í öskutunnum, reykbombum kastað
Til alvarlegra átaka kom í Róm í dag, þegar tugir þúsunda mótmælenda gengu um götur borgarinnar til að mótmæla atvinnuleysi, niðurskurði og miklum verklegum framkvæmdum, sem mótmælendur segja að taki peninga frá velferðarkerfinu. Skipuleggjendur segja að um 70 þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælunum.
Skuldamál heimilanna ráða úrslitum næsta vor
Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir í samtali við Akureyri vikublað sem RÚV tekur upp að það sem komi til með að gerast í skuldamálum heimilanna muni hafa áhrif á úrslit sveitarstjórnarkosninga næsta vor. Þetta er rétt hjá prófessornum.