Föstudagurinn 15. janúar 2021

Þriðjudagurinn 22. október 2013

«
21. október

22. október 2013
»
23. október
Fréttir

Fyrrverandi flotaforingi Bandaríkjanna og yfirmaður her­stjórnar NATO hvetur til aukinna bandarískra umsvifa á norðurslóðum

James Stavridis, fyrrverandi yfirmaður her­stjórnar NATO og foringi í bandaríska flotanum, er nú deildar­forseti við +Tufts University's Fletcher School of Law and Diplomac+. Hann skrifaði grein um þróun mála á norðurslóðum á vefsíðu tímaritsins Foreign Policy, FP National Security mánudaginn 21. ...

Amnesty gagnrýnir þýsk stjórnvöld fyrir aðild að drón-árásum CIA - segir að líkja megi sumum við stríðsglæpi

Þjóðverjar veittu CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna, aðstoð við árásir með drónum (fjarstýrðum flugförum) á skotmörk í Pakistan segir í skýrslu sem Amnesty International birti þriðjudaginn 22. október. Hvetur Amnesty þýsku ríkis­stjórnina til að gera hreint fyrir sínum dyrum en í skýrslunni er sumum á...

ESB og Tyrkland: Þriggja ára viðræðuhléi lýkur í nóvember

Þráðurinn í aðildarviðræðum Tyrkja við ESB verður tekinn upp að nýju í næsta mánuði eftir þriggja ára hlé. Þjóðverjar hafa fallið frá andstöðu sinni við framhald viðræðnanna þrátt fyrir harðræði tyrkneskra yfirvalda í garð mótmælenda sl. sumar.

Njósnir NSA í Frakklandi: Bandarískir fjölmiðlar hæðast að Frökkum og saka þá um hræsni

Ráðamenn í Frakklandi lýstu undrun og reiði mánudaginn 21. október þegar Le Monde birti úttekt á víðtækri njósnastarfsemi Þjóðaröyggis­stofnunar Bandaríkjanna (NSA) í Frakklandi. Barack Obama Bandaríkja­forseti og John Kerry, utanríkis­ráðherra Bandaríkjanna, leituðust við að milda viðbrögð Frakka „gam...

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkja snúast gegn þrýstingi Rússa í garð Úkraníu, Moldóvu og Georgíu

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkjanna mæltust til þess við Rússa mánudaginn 21. október að þeir hættu að nota viðskiptasamninga til leggja stein í götu ríkja í Austur-Evrópu sem vildu nánari samskipti við Evrópu­sambandið með því að gera sérstaka viðskipta- eða samstarfssamninga. Evrópu­sambandið stefnir a...

Grænland: Tillaga um að Brattahlíð og Garðar fari á heimsminjaskrá UNESCO

Umræður fara nú fram á Grænlandi um að tilnefna forna landnámsbyggð norrænna manna, staðina Brattahlíð (Qassiarsuk) og Garðar (Igaliku), á heimsminjaskrá UNESCO. Eiríkur rauði nam land í Brattahlíð um 985 og biskupssetur var í Görðum. Mánudaginn 21. október var efnt til fundar með íbúum í Brattahl...

ESB: Njósnir Bandaríkjamanna til umræðu á leiðtogafundi ESB

Leiðtogar ESB-ríkja koma saman til fundar í Brussel á fimmtudag. Búast má við að njósnir Bandaríkjamanna hjá bandalagsþjóðum í Evrópu verði þar á dagskrá að því er fram kemur í euobserver. Hollande, Frakklands­forseti, hringdi í Obama, Bandaríkjaforseta, vegna málsins í gær. Laurent Fabius, utanríkis­ráðherra Frakklands segir hlerun Bandaríkjamanna á símtölum í Frakklandi sé óviðunandi.

Bretland: Útlendingar kosta heilbrigðiskerfið 2 milljarða punda á ári

Læknismeðferð útlendinga kostar Breta um 2 milljarða sterlingspunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu. Heilbrigðis­ráðherra landsins, Jeremy Hunt, segir að hægt væri að auka tekjur um 500 milljónir punda með því að taka greiðslu af útlendingum, sem leiti til heilbrigðiskerfisins í Bretlandi. Hann segir að slík gjaldtaka mundi greiða kostnað við 4000 lækna og 8500 hjúkrunar­fræðinga.

Leiðarar

Össur gengur erinda Brusselmanna

Einkennilegar umræður hófust hér á landi eftir að Ṥtefan Füle, stækkunar­stjóri ESB, gaf til kynna að minna bæri á milli fulltrúa Íslands og ESB í óleystum aðlögunarmálum en ætla mætti. Talsmenn ESB-aðildar á Íslandi létu eins og þessi orð stækkunar­stjórans gæfu til kynna að ótímabært hefði verið að gera hlé á viðræðunum.

Í pottinum

Össur tvísaga

Sýnt er fram á það með afgerandi hætti í Morgunblaðinu í dag að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra hefur orðið tvísaga í málum, sem varða Evrópu­sambandið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS