Föstudagurinn 17. september 2021

Miđvikudagurinn 23. október 2013

«
22. október

23. október 2013
»
24. október
Fréttir

Páfi leysir ţýskan biskup frá störfum

Frans páfi hefur leyst Franz-Peter Tebartz-van Elst, biskup í Limburg, tímabundiđ frá embćtti vegna gagnrýni sem hann hefur sćtt fyrir ráđstöfun á fé kirkjunnar, međal međ ţví ađ endurgera biskupsgarđinn í Limburg fyrir 31 milljón evra.

Hlera Bandaríkjamenn síma Merkel? Nei, segir Obama

Angela Merkel Ţýskalandskanslari hefur hringt í Barack Obama Bandaríkjaforseta og óskađ skýringa á ásökunum um ađ njósnađ hafi veriđ um hana. Stjórnvöld í Berlin skýrđu frá ţví ađ ţau hefđu fengiđ upplýsingar um ađ farsími kanslarans hefđi veriđ hlerađur. Ţýsku ríkis­stjórninni hefur veriđ skýrt frá ţví ađ bandarískar stofnanir hafi hlerađ farsímasamskipti Angelu Merkel kanslara.

ESB-ţingmenn samţykkja strangari reglur um brjóstapúđa

ESB-ţingmenn samţykktu ţriđjudaginn 22. október ađ settar skyldu strangari reglur um eftirlit međ gangráđum og brjóstapúđum auk rúmlega 10.000 hluta til lćkninga sem seldir eru í Evrópu. Sjúklingar skulu skrá sig og fá „ígrćđslu kort“ međ nákvćmum upplýsingum um ţađ sem grćtt verđi í ţá. Reglur um...

Búlgaría: Bann viđ landakaupum útlendinga framlengt til 2020 - brýtur ESB-ađildarskilmála

Ţing Búlgaríu samţykkti ţriđjudaginn 22. október umdeilt frumvarp um bann viđ sölu á landi til útlendinga fram til 2020. Ríkis­stjórn landsins telur ađ banniđ brjóti í bága viđ ESB-ađildarskilmála ríkisins. Viđ ađild ađ ESB áriđ 2007 sömdu Búlgarar um sjö ára ađlögunatíma varđandi rétt útlendinga se...

Drón til landamćravörslu og í baráttu viđ glćpamenn í Evrópu - utanríkis­mála­stjóri ESB kynnir tillögur

Í skýrslu um hernađar- og öryggis­stefnu ESB sem Catherine Ashton, utanríkis­mála­stjóri ESB, hefur sent frá sér er hvatt til ţess ađ ESB-ríki noti drón (fjarstýrđ flugför) ćtluđ til hernađar til landamćra­eftirlits.

Tékkland: Vaxandi andúđ á Rómafólki-„sendiđ sígauna í gasklefa“

Euoserver, vefmiđill, sem sérhćfir sig í málefnum ESB og ađildarríkja ţess, segir ađ öfgaöfl til hćgri og nýnazistar hafi efnt til samrćmdra ađgerđa gegn Róma-fólki um allt Tékkland. Frá byrjun ţessa árs hafi veriđ 30 mótmćlagöngur gegn Rómafólki í Tékklandi og framundan séu ađrar tíu. Í Tékklandi sé djúpstćđ andúđ á Róma-fólki, sem auđvelt sé ađ virkja.

Finnland: Sannir Finnar nćst stćrsti flokkurinn

Samkvćmt nýrri könnun, sem finnska dagblađiđ Helsingin Sanomat, birtir í morgun njóta Sannir Finnar nú meira fylgis en Sameinađi ţjóđar­flokkurinn, flokkur Jyrki Katainen, forsćtis­ráđherra. Miđ­flokkurinn sem er í stjórnar­andstöđu er eftir sem áđur stćrsti flokkurinn skv. könnunum. Jafnađarmenn eru í fjórđa sćti. Ţađ var Gallup sem gerđi ţessa könnun.

Sjálfstćtt Skotland mundi auka samskipti viđ Ísland, Noreg og Danmörku

Skozka dagblađiđ The Scotsman fjallar í frétt um heimsókn Angus Robertson, talsmanns skozka ţjóđernissinna­flokksins í utanríkis- og varnarmálum, hingađ til Íslands og segir ađ auk fyrirlestrar viđ Háskóla Íslands hafi hann átt fundi međ fulltrúum bćđi stjórnar­flokka og stjórnar­andstöđu.

Grikkland: Gullin Dögun svipt fjárstuđningi úr ríkis­sjóđi

Gríska ţingiđ hefur samţykkt međ yfirgnćfandi meirihluta atkvćđa ađ stöđva greiđslur úr ríkis­sjóđi til Gullinnar Dögunar. Samkvćmt nýjum lögum er stjórnvöldum heimilt ađ frysta ţegar í stađ greiđslur til flokka ef forystumenn ţeirra liggja undir ákćrum um glćpastarfsemi eđa hryđjuverk. Lögin voru samţykkt međ 235 atkvćđum gegn engu í gćr.

Leiđarar

Hvítbók um ESB-viđrćđur

Misvísandi yfirlýsingar um samskipti okkar viđ Evrópu­sambandiđ síđustu ár kalla á ađ gefin verđi út Hvítbók um ţau samskipti.

Í pottinum

Spegill ríkisútvarpsins fastur í ESB-ađildaráróđri

Arnar Páll Hauksson fréttamađur fór mikinn í Spegli fréttastofu ríkisútvarpsins miđvikudaginn 23. október ţegar hann rćddi viđ tvo ESB-ađildarsinna, Svönu Helen Björnsdóttur, formann Samtaka iđnađarins, og Margréti Guđmundsdóttur, for­stjóra Icepharma, eftir fund međ Bjarna Benediktssyni, fjármála- o...

VG greip ekki tćkifćriđ-Hvađ gerir Bezti flokkur/Björt Framtíđ?

Ţótt töluverđur mundur sé á milli kannana Félagsvísinda­stofnunar Háskóla Íslands og MMR fer ţó ekki á milli mála, ađ ţađ tćkifćri sem Vinstri grćnir augljóslega höfđu í kjölfar kosninga til ţess ađ verđa leiđandi afl á vinstri vćng stjórnmálanna hefur gengiđ ţeim úr greipum. Ţeir gripu ekki ţađ tćkifćri, sem blasti viđ. Hvers vegna ekki?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS