« 27. október |
■ 28. október 2013 |
» 29. október |
Bandarískur þingmaður segir fréttir af hlerunum í Evrópu gefa ranga og ófullkomna mynd
Mike Rogers, fulltrúadeildarþingmaður repúblíkana frá Michigan og formaður þingnefndar um leyniþjónustumálefni, segir að fréttir af upplýsinga- og eftirlitsstarfi Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) gefi mjög ranga mynd af starfi stofnunarinnar.
Norðmenn óska skýringa í Washington á njósnum Bandaríkjamanna
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að norsk stjórnvöld muni óska eftir upplýsingum hjá Bandaríkjastjórn um hleranir sem sagt er að farið hafi fram í Evrópu.
NSA safnaði upplýsingum um 60 milljónir símtala Spánverja á einum mánuði
Spænsk stjórnvöld hafa hvatt Bandaríkjastjórn til að gera hreint fyrir sínum dyrum eftir að fréttir bárust um að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hefði fylgst með 60 milljón spænskum símtölum á einum mánuði, frá desember 2012 til janúar 2013. Sendiherra Bandaríkjanna hefur verið kallaður fyrir ESB...
Grikklandsforseti segir þjóðina ekki geta gefið meira - hún láti ekki undan fjárkúgun þríeykisins
Karolos Papoulias, forseti Grikklands, sagði lánardrottnum frá ESB og Alþjóðgjaldeyrissjóðnum mánudaginn 28. október að Grikkir gætu ekki lagt meira af mörkum. Ágreiningur er milli alþjóðlegu lánardrottnana, þríeykisins, og grísku ríkisstjórnarinnar um hve fjárlagagatið verði stórt á árinu 2014 og h...
Svalbarði: Lögregla æfir gegn hryðjuverkum
Lögreglan á Svalbarða efndi í síðustu viku til æfinga gegn hryðjuverkum í Nýja-Álasundi, sem Barents Observer segir að sé nyrzta byggt ból í veröldinni. Æfingarnar eru hluti af víðtækari æfingum norsku lögreglunnar en áður voru stundaðar en teknar upp eftir fjöldamorðin í Noregi.
Madrid: Tugir þúsunda mótmæla úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu
Tugir þúsunda flykktust út á götur Madrid í gær, sunnudag, til þess að mótmæla úrskurði Mannréttindadómstóls Evrópu sem hefur opnað möguleika á að hryðjuverkamenn, nauðgarar og aðrir glæpamenn verði leystir úr haldi áður en þeir hafa tekið út hámarksrefsingu skv. spænskum lögum. Frá þessu segir spænska dagblaðið El País.
Danmörk: Biskupar vilja að ekki sé endilega messað á sunnudögum
Nokkrir biskupar í Danmörku vilja að sunnudagsmessur verði fluttar til annars vikudags til að laga sig að nútíma fjölskyldulífi. Því er haldið fram að þetta yrði mesta breyting á kirkjuhaldi í Danmörku frá siðaskiptum.
NSA: Obama vissi ekkert um njósnir á Merkel og hvatti ekki til þeirra
Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkanna (NSA) neitar að Barack Obama Bandaríkjaforseti hafi vitað að stofnanir á vegum stjórnar sinnar njósnuðu um Angelu Merkel.
Evruríkin standa frammi fyrir vondum kostum
Í fréttaskýringu, sem Reuters-fréttastofan birti nú um helgina eru færð rök að því að möguleikar evruríkjanna til þess að ná sér á strik efnahagslega séu takmarkaðir vegna mikillar skuldabyrði sumra þessara ríkja. Því er haldið fram, að skuldabyrði þeirra sé í sumum tilvikum mun meiri en hún var fyrir fjórum árum.
Stax eftir að sumarþing kom saman að loknum kosningum var lögum um ríkisútvarpið breytt og ákveðið að stjórn þess skyldi kjörin af alþingi. Þá rákum vinstrisinnar upp ramakvein og töldu að pólitík hefði hafið innreið sína í stjórn ríkisútvarpsins, var látið eins og stjórn undir formennsku Bjargar Evu Erlendsdóttur, fulltrúa vinstri-grænna hefði verið ópólitísk.
Hafa stjórnarflokkarnir kjark til að ráðast í kerfisbreytingar?
Á viðskiptavakt Evrópuvaktarinnar í dag er frá því sagt að Seðlabankastjóri Frakklands telji það grundvallaratriði fyrir efnahag Frakka að ráðizt verði í kerfisbreytingar í stað niðurskurðar hér og þar. Það sama á við hér á Íslandi og gagnlegt fyrir okkur að átta okkur á að aðrar þjóðir standa frammi fyrir sömu verkefnum. Hvað eru kerfisbreytingar?