Þriðjudagurinn 9. ágúst 2022

Sunnudagurinn 3. nóvember 2013

«
2. nóvember

3. nóvember 2013
»
4. nóvember
Fréttir

Bretland: Engir iPadar eða farsímar á ríkis­stjórnar­fundum - óttast njósnir Kínverja

Breskar öryggis­stofnanir óttast að erlendar njósna­stofnanir hafi þróað tækni til að breyta tækjum eins og farsímum og spjaldtölvum í hlustunartæki án þess að eigandinn hafi um það hugmynd og þannig sé unnt að hlera trúnaðarfundi.

Þýska njósna­stofnunin BND viðurkennir samskipti við aðra en ekki bort gegn þýskum lögum

Þýska stofnunin Bundesnachrichtendienst (BND) sem stundar njósnir utan landamæra Þýskalands hefur staðfest réttmæti frétta um að hún skiptist á upplýsingum við evrópskar systur­stofnanir sem safna miklu magni upplýsinga með leynd. Talsmaður stofnunarinnar neitar því hins vegar að hún hafi í samvinnu Breta leitað leiða til að fara í kringum þýsk lög.

Öfgafullum íslamistum fjölgar í Noregi - vilja að sett verði sharialög

Í norska blaðinu Dagbladet segir laugardaginn 2. nóvember að það fjölgi í öfgahópum íslamista í Noregi. Talið að nú séu um 200 íslamistar í landinu. Þeir eigi eitt sameiginlegt markmið: að sett verði sharialög í Noregi. Dagbladet segir að flestir hinna öfgafyllstu í hópi íslamistanna hafi alþjóðl...

Nýtt pla­stefni gegn bakteríum og sveppum - auðveldar geymslu á brauði og ostum

Vísindamenn hafa þróað plastpoka sem geta komið í veg fyrir að brauð og ostur mygli eftir aðeins fárra daga geymslu. Með nýrri gerð af plasti er unnt að koma í veg fyrir að bakteríur og sveppir myndist og er þar með unnt að geyma mat lengur. Brauð yrði nýtanlegt nokkrum dögum lengur og ostur yrði myglulaus vikum saman.

Finnland: Hitler kom í heimsókn á 75 ára afmæli Mannerheims

Adolf Hitler kom í leynilega heimsókn til Finnlands sumarið 1942 í tilefni af 75 ára afmæli Carl Gustaf Mannerheim, marskálks. Til er lítill minnisvarði um heimsóknina.

The Moscow Times: Rússar og Kínverjar brutust inn í tölvukerfi utanríkis­ráðuneytis Finnlands

The Moscow Times (dagblað sem gefið er út á ensku í Moskvu og er í eigu Sanomat, hins finnska útgefanda Helsingin Sanomat) segir á vefsíðu sinni að grunur leiki á að Rússar og Kínverjar hafi hakkað sig inn í tölvukerfi finnska utanríkis­ráðuneytisins og kunni að hafa fylgzt með umferð þar í nokkur ár. Utanríkis­ráðherra Finna, Erkki Tuomioja hefur staðfest þetta.

Grikkland: Stóðu borgar-skæruliðar fyrir morðunum?

Lög­reglan í Grikklandi grunar svo­nefnda borgar skæruliða um morðin á tveimur meðlimum Gullinnar Dögunar en slíkir skæruliðahópar hafa látið að sér kveða í Grikklandi á undanförnum árum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS