Föstudagurinn 22. janúar 2021

Þriðjudagurinn 12. nóvember 2013

«
11. nóvember

12. nóvember 2013
»
13. nóvember
Fréttir

Frakkland getur staðið frammi fyrir þjóð­félags­legri sprengingu

Frakkland getur staðið frammi fyrir þjóð­félags­legri sprengingu segir franskt dagblað, Midi Libre, sem er svæðisbundið dagblað. „Andrúmsloftið er mjög spennt, það er alls staðar eldfimt“, segir Thierry Lepaon, leiðtogi CGT verkalýðs­samtakanna í samtali við Le Figaro í gær. Í blaðinu L'Opinion birtist fyrirsögn, sem sagði: Allt er að fara úr böndum alls staðar.

Varsjá: Pólsk þjóðhátíðarganga breytist í átök við lög­reglu

Pólska lög­reglan lenti í átökum við ungmenni mánudaginn 11. nóvember í Varsjá þegar Pólverjar fögnuðu þjóðhátíðardegi sínum. Þetta er þriðja árið í röð sem kemur til uppþota í skrúðgöngu á þjóðhátíðardeginum. Varsjár-lög­reglan skaut gúmmíkúlum og greip til táragass við þjóðhátíðarhöldin þegar grí...

Lög­fræðingur Tímosjenkó sakaður um heimilisofbeldi - kann að spilla samkomulagi við ESB

Sergij Vlasenko, lög­fræðingi , lög­fræðingi Juliu Tímosjenkó, fyrrverandi forsætis­ráðherra Úkraínu, var stefnt fyrir rétt þriðjudaginn 12. nóvember. Hann er sakaður um að hafa barið fyrrverandi eiginkonu sína á meðan þau voru enn í hjúskap árið 2010. Vlasensko hefur undanfarið unnið að því hörðum h...

Samkomulag næst í Brussel um fjárlög ESB á árinu 2014 - fjórar ríkis­stjórnir telja að meira hefði átt að spara - niðurskurður 6%

Tilkynnt hefur verið að valda­stofnanir Evrópu­sambandsins hafi náð samkomulagi um fjárlög sambandsins á árinu 2014. Aðfaranótt þriðjudags 12. nóvember sömdu fulltrúar ráðherraráðs ESB, framkvæmda­stjórnar ESB og ESB-þingsins um að útgjöld ESB árið 2014 yrðu 135,5 milljarðar evra. Um er að ræða 6% niðu...

ESB beinir athyglinni að viðskiptajöfnuði Þýzkalands og háum sköttum í Frakklandi

Umfjöllun um jákvæðan viðskiptajöfnuð Þjóðverja og háa skatta í Frakklandi verður kjarninn í ráðleggingum framkvæmda­stjórnar ESB í efnahagsmálum sem birtar verða á morgun, miðvikudag. Euobserver segir að það sé mat framkvæmda­stjórnar­innar að þessi tvö ríki ráði úrslitum um efnahagsþróunina í Evrópu.

Enrico Letta: Þjóðverjar verða að hugsa um heildarhagsmuni Evrópu­þjóða-ekki bara eigin hagsmuni

Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítalíu segir að ný ríkis­stjórn í Þýzkalandi verði að hugsa meira um heildarhagsmuni Evrópu en ekki bara um hagsmuni Þýzkalands. Í samtali við ítalska blaðamenn sagði Letta að það væru hagsmunir Þjóðverja sjálfra að önnur ríki í Evrópu næðu sér á strik.

Greenpeace: Aðgerðarsinnar fluttir frá Múrmansk til Pétursborgar

Aðgerðarsinnar á vegum Greenpeace, sem voru handteknir í norðurhöfum fyrir nokkrum vikum voru fluttir í gær frá Murmansk til Pétursborgar. Um er að ræða 28 aðgerðarsinna og tvo blaðamenn að sögn The Moscow Times, sem segir að markmiðið með flutningnum kunni að vera að draga úr alþjóðlegri gagnrýni á rússnesk yfirvöld.

Leiðarar

Staðleysur ESB-sinna um gjaldeyris­höft

Margir íslenskir athafnamenn telja að staða fyrirtækja þeirra muni snarbatna, rekstrarumhverfi verða þeim þægilegra og störf þeirra léttast með aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Þeir líta á aðildina sem leið til að losna úr gjaldeyris­höftum.

Í pottinum

Sigmundur Davíð nýtir sér nýju stjórnar­ráðslögin - Birgitta býsnast yfir siðleysi Ásmundar Einars

Birgitta Jóns­dóttir, þingmaður Pírata, segist setja risastórt spurningarmerki við að Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknar­flokksins, sé ráðinn aðstoðar­maður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar,forsætis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS