« 12. nóvember |
■ 13. nóvember 2013 |
» 14. nóvember |
Spenna hljóp í stjórnarmyndunarviðræðurnar í Þýsklandi mánudaginn 11. og þriðjudaginn 12. nóvember þegar rætt var um gjaldtöku á hraðbrautum, hjúskaparréttindi samkynhneigðra, tvöfaldan ríkisborgararétt, þjóðaratkvæðagreiðslur, lágmarkslaun. Flokkarnir þrír kristilegir demókratar (CDU) kristilegir s...
Yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn tilnefndur næstbesti stjórnmálamaður í heimi
Jafnaðarmaðurinn Frank Jensen, yfirborgarstjóri í Kaupmannahöfn, var miðvikudaginn 13. nóvember tilnefndur næstbesti stjórnmálamaður í heimi vegna þess hve marga fjárfesta honum hefði tekist að laða að borg sinni eða héraði. Ríkisstjórinn í Iowa-ríki í Bandaríkjunum, repúblíkaninn Terry Brandsted...
Framkvæmdastjórn Evrópu ætlar að gera nákvæma úttekt á miklum afgangi á alþjóðaviðskiptum Þjóðverja til að rannsaka hvort mikill útflutningur þeirra skaði ESB-markaði. Þjóðverjar eru sakaðir um að skapa hættulegan efnahagslegan ójöfnuð. Viðskiptajöfnuður birtist í hagtölum. Tölurnar sýna muninn á milli innflutnings og útflutnings á vörum og þjónustu.
Bretland: Takist Cameron að semja um sérlausnir við ESB kann hann að koma í veg fyrir ESB-úrsögn
Takist David Cameron, forsætisráðherra Breta, að semja um nýja aðildarskilmála fyrir Breta að Evrópusambandinu segist meirihluti þeirra vilja vera áfram í ESB. Cameron lofaði að gera slíkan samning og leggja hann undir þjóðina fyrir árslok 2017 og gæti hún ákveðið aðild að ESB eða ekki. Yrði aðild...
Grænlendingar ætla að opna sendiskrifstofu í Wasington
Samþykki grænlenska þingið fjárlagatillögur landstjórnarinnar mun grænlensk sendiskrifstofa verða opnuð í Washington á árinu 2014. Markmiðið er að vekja meiri athygli á Grænlandi á Bandaríkjamarkaði. Nú heldur grænlenska landstjórnin úti tveimur slíkum skrifstofum í Kaupmannahöfn og Brussel. Aleqa...
Þýzkaland: Kristilegir og jafnaðarmenn ræða nútímavæðingu lýðræðis
Kristilegir demókratar og jafnaðarmenn , sem ræða nú stjórnarmyndun í Þýzkalandi, fjalla nú um nýjar hugmyndir um að þróa lýðræðið og að beita þjóðaratkvæðagreiðslum í ríkara mæli en gert hefur verið í Þýzkalandi, þar á meðal að leggja allar meiri háttar ákvarðanir ESB undir þjóðaratkvæði, hvort sem um sé að ræða björgunaraðgerðir við önnur ríki, stækkun eða tilfærslu valds til Brussel.
Marine Le Pen og Geert Wilder undirbúa samstarf í kosningum til Evrópuþings
Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar kemur í dag til Hollands til fundar við Geert Wilder, leiðtoga Frelsisflokksins til þess að ræða samstarf á milli flokkanna í kosningum til Evrópuþingsins næsta vor. Deutsche-Welle bendir á að það sé ekki sízt andstaðan við ESB sem þessir tveir flokkar eigi sameiginlegt.
Varsjá: Óeirðaseggir veittust að rússneska sendiráðinu með eldsprengjum, flöskum, grjóti og rusli
Til meiri háttar átaka kom í Varsjá í Póllandi í fyrradag, mánudag, eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni, þegar óeirðaseggir, sem sagðir eru á hægri kanti stjórnmála veittust að sendiráði Rússlands í borginni m.a. með eldsprengjum. Lögreglan notaði gúmmíkúlur til þess að splundra hópi m...
Jack Straw, fyrrum innanríkisráðherra Bretlands í stjórnartíð Verkamannaflokksins segir að það hafi verið meiri háttar mistök á árinu 2004 að opna Bretland fyrir innflytjendum frá Póllandi og Ungverjalandi. Ríkisstjórn Bretlands á þeim tíma hafi talið að um 13 þúsund manns mundu flytja frá Póllandi og öðrum löndum í Austur-Evrópu til Bretlands en niðurstaðan hafi orðið um ein milljón manna.
Evrópa er í deiglu. Þar eru svo miklir undirstraumar á ferð, sem ná svo djúpt niður í grasrót samfélaganna að það er ómögulegt að spá fyrir um framtíðina og hvernig Evrópa muni líta út eftir áratug eða svo. Þetta er ekkert nýtt. Þegar horft er til sögu Evrópu í nokkur hundruð ár fer ekki á milli mála, að nágrannakritur hafa einkennt líf fólks í þessari heimsálfu í óvenju ríkum mæli.