« 13. nóvember |
■ 14. nóvember 2013 |
» 15. nóvember |
Enn hefur ný könnun um sögulega lítinn stuðning Frakka við forseta sinn, François Hollande, verið birt fimmtudaginn 14. nóvember. YouGov gerði hana fyrir Huffington Post í Frakklandi og sýnir hún aðeins 15% fylgi við forsetann. Segja franskir fjölmiðlar að fallið hans virðist óstöðvandi fyrir nokkru...
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, reynir nú að stofna bandalag flokka gegn Evrópusambandinu.
Framkvæmdastjórn ESB birtir nýjar reglur um kvikmyndastyrki
Framkvæmdastjórn ESB birti fimmtudaginn 14. nóvember nýjar reglur um ríkisstuðning við kvikmyndagerð. Lengi hefur verið beðið eftir ákvörðun um þetta. AFP-fréttastofan telur að nýju reglurnar séu að skapi kvikmyndaiðnaðarins sem hafi víða mikil og sterk ítök. Í reglunum er mælt fyrir um hve hár rík...
Grikkland: Milljarðar á milli stjórnvalda og þríeykis
Fjármálaráðherrar evruríkjanna koma saman til fundar í dag og verður Grikkland eitt helzta umræðuefni þeirra. Nú eru milljarðar á milli sjónarmiða grískra stjórnvalda og þríeykisins ESB/AGS/SE að því er fram kemur á euobserver. Grikkir telja sig verða að skera niður um 500 milljónir evra til viðbótar en fulltrúar lánardrottna telja að upphæðin sé 2,9 milljarðar evra.
Fyrrverandi Þýskalandsforseti fyrir rétti í spillingarmáli
Christian Wulff, fyrrverandi forseti Þýskalands, kom fimmtudaginn 14. nóvember fyrir rétt í Hannover. Hann neitar að hafa þegið fjárhagslegan greiða árið 2008 þegar hann var forsætisráðherra Neðra-Saxlands. Vinur hans, kvikmyndaframleiðandi, hefur einnig verið stefnt fyrir rétt í Hannover. Réttarhö...
Spánverjar sigla fram úr Frökkum
Í fyrsta skipti í fimm ár gengur Spánverjum efnahagslega betur en Frökkum að því er fram kemur í nýjum hagtölum, sem birtar voru í morgun og Spánarútgáfa TheLocal segir frá. Á sama tíma og samdráttur er í Frakklandi benda tölur þriðja ársfjórðungs til þess að Spánn sé að sigla út úr kreppunni.
Le Pen og Wilders boða „sögulegt“ bandalag gegn „skrímslinu“ í Brussel
Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi og Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi tilkynntu í gær um „sögulegt“ bandalag hægri flokka og búast við að sambærilegir flokkar í öðrum löndum gangi til liðs við þau í kosningum til Evrópuþingsins næsta vor.
Þýzkaland: Annað stærsta orkufyrirtækið tilkynnir miklar uppsagnir
Annað stærsta orkufyrirtæki Þýzkalands, RWE tilkynnti í morgun að það mundi fækka starfsmönnum um 6700 fram til ársins 2016 til viðbótar við fækkun um 10 þúsund starfsmenn, sem áður hafði verið tilkynnt.
Ekki hægt að borða þorsk úr Norðursjó án samvizkubits
Verndarsamtök, sem nefnast Marine Conservation Society, hvetja fólk til þess að borða ekki þorsk sem veiddur er í Norðursjó og segja að meiri stöðugleiki verði að komast í þorskstofninn þar áður en hægt sé að borða hann án samvizkubits.
Framkvæmdastjórn ESB ögrar Þjóðverjum vegna velgengni þeirra
Framkvæmdastjórn ESB hefur ákveðið að eftirlitsmenn hennar skuli fara í saumana á efnahagslífi Þýskalands. Niðurstaða hinna vísu manna í Brussel er að ekki sé allt með felldu hjá Þjóðverjum. Útflutningur þeirra og tekjur af honum séu meiri en við verði unað. Þjóðverjar hafa síðan 2007 flutt meira út en inn og þess vegna hefur viðskiptajöfnuður þeirra verið jákvæður.
Stjórnarskipti í ríkisfyrirtækjum - skjálfti innan Samfylkingar og líka í VG
Fjármálaráðherra fer með hlutabréf í ríkisfyrirtækjum. Þau eru því núna í höndum Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Hér er um að ræða Landsvirkjun, Rarik, Isavia og Íslandspóst. Nú hefur ráðherrann ákveðið að efna til hluthafafundar og kjósa nýjar stjórnir þessara stóru fyrirtækja.
Stjórnmálamenn í Evrópu hafa vaxandi áhyggjur af pópúlískum flokkum á hægri kanti
Um alla Evrópu hafa stjórnmálamenn nú vaxandi áhyggjur af uppgangi pópúlískra flokka á hægri kantinum en með því er átt við flokka, sem höfða til grasrótarinnar í samfélögunum á þjóðlegum forsendum. Þorsteinn Pálsson, fyrrum formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti þeirri skoðun fyrir skömmu, að Framsóknarflokkurinn væri á þeirri leið að verða slíkur flokkur.