« 16. nóvember |
■ 17. nóvember 2013 |
» 18. nóvember |
Danmörk: Lars Løkke Rasmussen fellur á trúverðugleikaprófi
Greiningarfyrirtækið Wilke í Danmörku hefur gert könnun fyrir Jyllands-Posten á trúverðugleika stjórnmálaforingja.
Kanada: Sannleiksnefnd um örlög barna indíana og inúíta fær leyndarskjöl
Frá 2009 hefur sérstök nefnd, Sannleiks- og sáttanefndin, unnið að því í Kanada að kanna örlög um 150.000 barna af ættum indíána og inúíta sem tekin voru nauðug frá foreldrum sínum og sett í heimavistarskóla til að ala þau upp sem „hvít“. Nefndin átti að ljúka störfum um mitt ár 2014 en hefur nú f...
Grikkland: Ótti við vítahring hryðjuverka - vinstrisinnar lýsa hefndarmorðum á hendur sér
Áður óþekktur hópur vinstrisinna í Grikklandi sem á ensku er kallaður + The People's Struggling Revolutionary Powers+ hefur lýst ábyrgð á sínar hendur vegna skotárása og morðs á tveimur félögum í öfga-hægriflokknum Gullinni dögun. Lögreglan rannaskar réttmæti yfirlýsingar hópsins. Vinstrisinnarnir segjast hafa hefnt morðsins á rapparanum Pavlos Fyssas.
Við stjórnarskiptin í Noregi um miðjan október þegar Erna Solberg, formaður Hægriflokksins, varð forsætisráðherra, skipaði hún Vidar Helgesen, flokksbróður sinn sem Evrópuráðherra auk þess sem hann fer með stjórn innri mála í forsætisráðuneytinu hjá Solberg. ´ Á norsku er embættisskyldum Vidars Helgesens lýst á hann þann veg að hann sé +„statsråd og stabssjef ved Statsministerens kontor.
Finnland: Um 120 þúsund heimili urðu rafmagnslaus í morgun vegna ofsaveðurs
Um 120 þúsund heimili í Finnlandi eru rafmagnslaus eftir ofsaveður, sem gekk þar yfir í morgun, sunnudagsmorgun. Veðrið gekk á land í Finnlandi snemma í morgun og skildi eftir sig slóð af föllnum rafmagnslínum. Í mörgum tilvikum féllu tré á línurnar.
Samar í Svíþjóð leita til Sameinuðu þjóðanna
Samar í Norður-Svíþjóð hafa gripið til þess ráðs að leita til stofnunar á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem vinnur gegn kynþáttamisrétti til að stöðva námuvinnslu á sínum heimaslóðum. Talsmaður Sama segir í samtali við Barents Observer að Samar eigi umrætt landsvæði vegna þess að þeir hafi nýtt það svo lengi sem sögur herma.
Svíþjóð: Yfir 30 þúsund heimili rafmagnslaus eftir óveður í gærkvöldi
Um 30 þúsund heimili í Norður-Svíþjóð eru rafmagnslaus og fallinn tré loka vegum eftir ofsaveður, sem gekki yfir í gærkvöldi. Veðrið gekk yfir Jamtland, Norrbotten og Vasterbotten. Í Svíþjóðarútgáfu The Local er talin hætta á að einhver heimili verði enn rafmagnslaus á morgun, mánudag.
Frakkland: Þúsundir flutningabíla stöðvuðu umferð víðs vegar um landið í gær
Þúsundir flutningabíla lokuðu þjóðvegum um allt Frakkland í gær, laugardag, til að mótmæla umhverfisskatti, sem á að leggja á slík ökutæki. Lögreglan áætlaði að um 2000 bílar hefðu tekið þátt í aðgerðunum en þeir sem stjórnuðu þeim sögðu að um 4000 flutningabílar hefðu tekið þátt. Þeir óku hægt og lokuðu umferð inn og út úr borgum.
Rachida Dati: Evrópa hefur keyrt á vegg-leiðtogarnir eru vandamálið
Fólkið er ekki að hafna Evrópu, fólkið er að hafna „eurokrötunum“ (embættismannakerfinu), segir Rachida Dati, fyrrum dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Sarkozy í samtali við Sunday Telegraph í dag. Hún segir að það sé andúð fólks á embættismannaliðinu í Brussel, sem sé undirrót vaxandi stuðnings kjósenda við pópúlíska flokka í Evrópu og jafnvel öfgaflokka.
Prófkjör Sjálfstæðisflokks: Úrslitin koma ekki á óvart - en þau eru óvenjuleg
Það væri ofmælt að segja, að úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi á óvart vegna þess að það voru engar skýrar vísbendingar um hvernig staðan væri í hópi þeirra fjögurra, sem sóttust eftir fyrsta sæti listans. Hins vegar eru úrslitin óvenjuleg.