« 23. nóvember |
■ 24. nóvember 2013 |
» 25. nóvember |
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti föstudaginn 22. nóvember norðurslóðastefnu sína í átta liðum. Með henni útfærir ráðuneytið stefnu sem bandaríska forsetaembættið sendi frá sér í maí 2013 um markmið Bandaríkjanna á norðurskautsvæðinu. Í stefnu ráðuneytisins er lögð áhersla á samstarf við aðrar...
Tugir þúsunda manna gengu um götur Kiev, höfuðborgar Úkraínu, sunnudaginn 24. nóvember til að mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ganga ekki frá samstarfs- og viðskiptasamningi við ESB. Fólkið veifaði fána Evrópusambandsins og fánum stjórnarandstöðunnar og hrópaði slagorð til stuðnings samstar...
Berlusconi býr sig undir brottvísun af þingi - líkir henni við valdarán vinstrisinna
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra, sakaði vinstrisinna laugardaginn 23. nóvember um tilraun til valdaráns. Hann býr sig undir að verða vísað af þingi vegna skattsvika á næstu dögum. „Næsta miðvikudag mun öldungadeildin greiða atkvæði um að reka oddvita mið-hægri manna á dyr eftir að h...
Sviss: Kjósendur hafna tillögu um þak á launabil milli hinna hæst og lægst launuðu
Svissneskir kjósendur hafa hafnað tillögu um að setja þak á hve mikið bil má vera á milli launa stjórnenda fyrirtækja og annarra starfsmanna. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni var spurt hvort ákveða ætti að stjórnendalaun mættu ekki vera meira en 12 sinnum hærri en lægstu laun.
Sviss: Þjóðaratkvæðagreiðsla um þak á hæstu laun í dag
Í dag fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla í Sviss um það hvort setja eigi hámark á hæstu laun í landinu, þannig að þau verði aldrei hærri en 12 sinnum hærri en lægstu laun í sama fyrirtæki. Nú er talið að hæstu laun geti verið um 73 sinnum lægstu laun.
Skotland yrði sjálfstætt ríki 24. marz 2016-verði sjálfstæði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu
Sjálfstæðisdagur sjálfstæðs Skotlands (ef af verður) yrði 24. marz 2016 skv. tillögum, sem Alex Salmond, forsætisráðherra heimastjórnar Skota mun kynna á næstunni að sögn The Scotsman. Verði sjálfstæði Skotlands samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í september á næsta ári yrði Skotland lýst sjálfstætt ...
Evruríkin íhuga ódýr lán til að greiða fyrir umbótum
Evruríkin íhuga nú veitingu ódýrra lána til að greiða fyrir sársaukafullum umbótum í efnahagsmálum að sögn Irish Times, sem segir að málið verði til sérstakrar umræðu á fundi háttsettra embættismanna á miðvikudaginn kemur.
Frakkland: „Rauðhúfubylting“ gegn ríkisstjórn sósíalista
Financial Times segir að „rauðhúfubylting“ sé að breiðast út í Frakklandi gegn skattastefnu ríkisstjórnar Francois Hollande. Rauðu húfurnar, sem mótmælendur skarta nú eiga sér sögu.
Og enn heyrist ekkert frá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík
Nú er liðin vika frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sem leiddi í ljós alvarlega veikleika i stöðu flokksins í höfuðborginni, sem áður var hans sterkasta vígi. Hins vegar bregður svo við að ekkert heyrist frá forystusveit flokksins í Reykjavík um viðbrögð við þeim veikleikum. Á netmiðlum má hins vegar sjá bregða fyrir röddum um „nýjan borgaraflokk“ sbr.