Þriðjudagurinn 24. apríl 2018

Föstudagurinn 29. nóvember 2013

«
28. nóvember

29. nóvember 2013
»
30. nóvember
Fréttir

Þjóðverjar vilja aðgerðir til að refsa innflytjendum sem brjóta reglur um félagslega aðstoð - ganga ekki eins langt og Bretar

Í hinum nýja stjórnar­sáttmála Kristilega demókrata­flokksins (CDU), Kristilega sósíalista­flokksins (CSU) og Jafnaðarmanna­flokksins (SPD) í Þýskalandi eru ákvæði sem CSU vildi hafa til að takmarka rétt innflytjenda.

Atvinnuleysi dalar aðeins milli mánaða í ESB-ríkjum - enn meira en í október 2012

Atvinnuleysi minnkaði aðeins milli mánaða innan ESB í október 2013 en er meira en í október 2012. Hlutfall atvinnulausra er enn mjög hátt, 12,1% á evru-svæðinu og 10,9% í ESB-ríkjunum öllum. Það er hærra í október 2013 en í október 2012, þá var það 11,7% og 10,7%. Miðað við október 2012 hefur at...

Noregur: Ríkis­stjórnin ætlar að herða afgreiðslu hælisumsókna - lítur til Danmerkur sem fyrirmyndar

Það eru of margir sem leita verndar í Noregi án þess að hafa til þess ástæðu.

Minnkandi atvinnuleysi í Frakklandi

Atvinnuleysi minnkaði í Frakklandi í október skv. tölum, sem birtar voru í gær. Þetta er í fyrsta sinn frá því í apríl 2011, sem slíkt gerist þar í landi að sögn Financial Times.

S&P lækkar lánshæfismat Hollands

Bandaríska lánshæfismats­fyrirtækið Standard&Poor´s hefur lækkað lánshæfismat Hollands úr AAA í AA plús. Rökin fyrir þessari ákvörðun eru að sögn fyrirtækisins veikur hagvöxtur og vísbendingar um að Holland muni ekki ná þeirri stöðu, sem landið hafi haft 2008 fyrr en árið 2017 eða eftir fjögur ár.

Leiðarar

Nú er byrjað að reyna á grunnstoðir Evrópu­sambandsins

Eitt af grundvallar­atriðum í samstarfi Evrópu­sambandsríkjanna er frjáls för fólks á milli landa. Þegnar eins aðildarríkis geta flutt sig til annars aðildarríkis og notið þar sömu réttinda og þegnar viðkomandi ríkis. Augljóst er af umræðum í einstökum aðildarríkjum að nú reynir mjög á þanþol þjóðanna varðandi þetta grundvallar­atriði.

Í pottinum

Það er ofmönnun í opinberum rekstri

Fréttastofa RÚV vitnaði í gær til ummæla Elínar Bjargar Jónsdóttur, formanns BSRB sem fjallaði á vefsíðu samtakanna um uppsagnir hjá opinberum stofnunum og sagði: „Er það stefna stjórnvalda að hola stofnanir svo mikið að innan að starfsemi þeirra verði framvegis í mýflugumynd þannig að þegar fram líður sé auðveldara að réttlæta einkavæðingu þeirra eða hreinlega að leggja þær niður?“

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS