« 11. desember |
■ 12. desember 2013 |
» 13. desember |
BBC segir frá dómi yfir Kaupþingsmönnum
BBC birtir frétt fimmtudaginn 12. desember um að fjórir fyrrverandi „bosses“ frá íslenska bankanum Kaupþingi hafi verið dæmdir í þriggja til fimm ára fangelsi. Þeir hafi verið ákærðir fyrir að leyna þeirri staðreynd að fjárfestir frá Qatar hafi keypt hlut í bankanum fyrir fé sem bankinn hafi lán...
Rússland: Hæstiréttur vill endurupptöku sakfellingar yfir tveimur Pussy Riot stúlkum
Hæstiréttur Rússland hefur gagnrýnt sakfellingu yfir tveimur sakborningum af þremur í Pussy Riot hópnum og gefið fyrirmæli um endurupptöku.
Rússar munu auka herafla sinn á norðurslóðum á árinu 2014 til að tryggja hernaðarlegt öryggi og vernda þjóðarhagsmuni sína á svæðinu. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir þetta meðal helstu forgangsverkefna ríkisstjórnar sinnar.
Pútín segir alrangt að hann beiti Úkraínumenn þrýstingi - þeir ráði sér sjálfir
Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur lýst trú á að unnt verði að finna pólitíska lausn á deilunum í Úkraínu. Hann segist ekki hafa lagt neinn þrýsting á stjórnina í Úkraínu til að knýja hana til aðildar að tollabandalagi við Rússa.
Kínversk-norræn norðurskauts-rannsóknastofnun kemur til sögunnar í Shanghai
Kínversk-norræn norðurskauts-rannsóknastofnun kom til sögunnar í Shanghai í Kína þriðjudaginn 10. desember. Að henni standa 10 rannsóknastofnanir í Kína, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svþjóð og á Íslandi. Markmiðið er að efla gagnkvæmt samstarf við norðurkautsrannsóknir. Í frétt Xinhua-fréttastofun...
Ítalía: Berlusconi segir að fangelsun hans þýddi byltingu
Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu, sagði í útvarpsviðtali í morgun að yrði hann settur í fangelsi yrði gerð bylting á Ítalíu. Hann sagði að erfitt yrði að setja sig í fangelsi. Hann muni fá meirihluta á ítalska þinginu í næstu kosningum og hann sé orðinn svo gamall að hann hræðist ekki neitt.
Frakkland: Frakkar eru svartsýnir,sundraðir og bitrir
Frakkar eru almennt svartsýnir um framtíðina, sundraðir og bitrir að því er fram kemur í tveimur skoðanakönnunum, sem birtar hafa verið í Frakklandi. Um 74% Frakka telja að Frakkland sé hnignandi veldi. Meira en þriðjungur telur að það sé þróun, sem ekki verði snúið við.
Þýzkaland: Ný ríkisstjórn á laugardag?
Í dag er síðasti dagur, sem flokksbundnir meðlimir þýzka jafnaðarmannaflokksins, SPD, geta sent inn atkvæði sín um málefnasamning Kristilegra og jafnaðarmanna. Búizt er við að niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir á laugardag. Verði samkomulagið samþykkt má búast við að ný ríkisstjórn verði kynnt sama dag að sögn Þýzkalandsútgáfu evrópska vefmiðilsins TheLocal.
Úkraína: Auðmenn snúast til fylgis við mótmælendur-Bandaríkin hóta refsiaðgerðum
Financial Times segir í morgun að í gærkvöldi hafi staða Viktors Yanukovich, forseta Úkraínu verið orðin mjög viðkvæm og vísbendingar um að ýmsir auðmenn í Úkraínu séu að taka málstað mótmælenda. Þúsundir streymdu út á götur en fyrr um daginn hafði óeirðalögregla dregið sig í hlé og hætt afskiptum af mótmælendum.
Endurskoðendur Evrópusambandsins segja að ESB eigi að hætta að greiða laun þúsunda opinberra starfsmanna Palestínu á Gaza-svæðinu sem stunda enga vinnu.
Ný sjávarútvegsstefna ESB - hvað varð um áhrif Íslendinga?
Ný sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins var samþykkt á ESB-þinginu þriðjudaginn 10, desember.
Af hverju er stjórnarandstaðan svona reið?
Af hverju ætli stjórnarandstaðan sé svona miður sín yfir því að stjórnarflokkarnir hafi horfið frá hugmyndum um lækkun barnabóta? Voru þeir ekki sjálfir andvígir því að lækka barnabætur? Hvað veldur því þá að þeir fagna ekki þeirri ákvörðun stjórnarflokkanna að falla frá þeim hugmyndum?