Þriðjudagurinn 26. janúar 2021

Föstudagurinn 13. desember 2013

«
12. desember

13. desember 2013
»
14. desember
Fréttir

Úkraína: Forsetinn hafnar kröfum um afsögn - stjórnar­andstaðan segir að ekkert sé hlustað á kröfur sínar - óvissan heldur áfram

Viktor Janúkóvisj, forseti Úkraínu, hefur hafnað kröfum um að hann segi af sér embætti.

ESB-dómstóll: Framkvæmda­stjórn ESB stóð rangt að leyfisveitingu vegna erfðabreyttrar kartöflu hjá BASF

Í almennri deild ESB-dómstólsins (næst æðsta dómstól ESB) hafa dómarar komist að þeirri niðurstöðu að banna beri erfðabreytta kartöflutegund sem þýska efna­fyrirtækið BASF hefur þróað. Ógilti dómstóllinn með því leyfi sem framkvæmda­stjórn ESB hafði gefið BASF til að framleiða afbrigði undir heitinu Amflora.

Úkraína: Fundur mótmælenda og forseta vekur vonir

Þrír helstu leiðtogar mótmælenda í Úkraínu, Vitali Klitsjko, Arsenij Jatsenjuk, and Oleg Tjangybok, tilkynntu föstudaginn 13. desember að þeir ætluðu að ræða við Viktor Janúkovísj Ukraínuforseta um leiðir til að greiða úr pólitískum ágreiningi í landinu. Áður en yfirlýsing leiðtoganna var gefin höfð...

Írland: Skattalækkun í kjölfar þess að neyðaraðstoð er lokið

Michael Noonan, fjármála­ráðherra Írlands boðar skattalækkanir fyrir suma þjóð­félags­hópa í kjölfar þess, að Írar eru að losna úr fangi ESB/AGS/SE í dag. Jafnframt gagnrýnir hann framgöngu fulltrúa þríeykisins á þeim tíma, sem björgunaraðstoð við Írland hefur staðið yfir. Frá þessu segir Irish Times í dag. Noonan segir að fjölgun starfa sé efst á blaði hjá ríkis­stjórninni.

Ítalía: Opinberri fjármögnun á starfi stjórnmála­flokka hætt

Enrico Letta, forsætis­ráðherra Ítalíu sagði í morgun, að stjórnar­flokkarnir hefðu ákveðið að fella niður opinbera fjármögnun á starfi stjórnmála­flokka. Letta gaf fyrirheit um þetta í apríl sl. í kjölfar hneykslismála, sem upp komu af þessum sökum.

Bretland: Strangari reglur vegna innflytjenda ganga í gildi í dag

Í dag ganga í gildi í Bretlandi nýjar reglur um greiðslu velferðabóta til innflytjenda. Lögð var áherzla á að regluverkið tæki gildi fyrir áramót vegna þess að búizt er við miklum fjölda innflytjenda frá Rúmeníu og Búlgaríu eftir áramót. Nú verða þeir sem sækja um slíkar bætur að svara um 100 spurningum, þar á meðal hvers vegna þeir hafi ekki getað fundið vinnu í heimalandi sínu.

Úkraína: Mótmælendur endurbyggja víggirðingar

Mótmælendur í Kænugarði í Úkraínu, hafa hafið endurbyggingu víggirðinga, sem þeir höfðu reist en óeirðalög­regla rifið niður. Frá þessu segir BBC í morgun. Á sama tíma hefur Arbuzov, varaforsætis­ráðherra setið fundi með Stefáni Fule, úr framkvæmda­stjórn ESB, sem hefur lofað meiri fjárhagsaðstoð við Úkraínu, ef Úkraínumenn undirriti viðskiptasamning við Evrópu­sambandið.

Talning hafin innan SPD um stjórnar­þátttöku með Merkel

Talning atkvæða er hafin innan þýska jafnaðarmanna­flokksins SPD en flokksmenn greiddu atkvæði um hvort þeir vildu að gengið yrði til stjórnar­samstarfs við kristilega undir forystu Angelu Merkel.

Herman Van Rompuy segir sjálfstæða Katalóníumenn og Skota verða að semja um ESB-aðild

Komi til þess að tekin sé ákvörðun um sjálfstæði landshluta og sagt skilið við ESB-ríki verður hið nýja ríki að sækja um aðild að Evrópu­sambandinu. Þessa skoðun hefur Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, kynnt. Samtímis áréttaði Mariano Rejoy, forsætis­ráðherra Spánar, harða andstöðu sína gegn sjálfstæði Katalóníu.

Leiðarar

Grundvallar­breyting á utanríkis­stefnu Svía

Nánast þegjandi og hljóðalaust hefur orðið athyglisverð breyting á utanríkis­stefnu Svía.

Í pottinum

Ótíðindi úr utanríkis­ráðuneyti-Ekki opnuð sendiskrifstofa í Strassborg!

Það eru óskapleg tíðindi úr utanríkis­ráðuneytinu, sem berast á síðum Morgunblaðsins í dag. Svo hart er að ráðuneytinu gengið að sennilega verður ekki opnuð sendiskrifstofa á ný í Strassborg! Getur þetta verið? Hvað er mikilvægara en að opna sendiskrifstofu á ný í Strassborg?! Og svo upplýsir Morgunblaðið að ekki verði aukin starfsemi á vegum ráðuneytisins í Brussel á næsta ári.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS