« 15. desember |
■ 16. desember 2013 |
» 17. desember |
Þjóðverjar skipta um stjórnarmann í Seðlabanka Evrópu
Jörg Asmussen, hæstsetti þýski embættismaðurinn innan Seðlabanka Evrópu (SE), ætlar að snúa að nýju til starfa innan þýsku stjórnsýslunnar. Hann verður vara-atvinnumálaráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði á alþingi mánudaginn 16. desember að á fundum með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, sl. sumar hefði hann lýst þeirri skoðun í umræðum um IPA-styrkjana „að menn stæðu við þá samninga...
Alvarez and Marsal, BlackRock, Oliver Wyman, Pimco: Þessi nöfn segja hinum almenna manni ekkert. Þetta eru ráðgjafafyrirtæki sem hafa gegnt lykilhlutverki innan innan evru-svæðisins þegar teknar hafa verið ákvarðanir um neyðarlán til ríkja þar.
Madrid: Ofbeldisfull mótmæli við þinghúsið vegna nýrra laga
Um 2000 mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Madrid sl. laugardag, þar sem lögregla mætti þeim. Þeir voru að mótmæla nýrri löggjöf, sem heimilar háar sektir vegna þátttöku í mótmælum, sem ekki er leyfi fyrir. Um 1500 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðum gegn mótmælendum. Mótmælendur hrópuðu: Þessi fasistar vilja þagga niður í fólkinu.
Ítalía: Átök í þremur borgum milli mótmælenda og lögreglu
Til átaka kom á milli lögreglu og fylgismanna nýrrar mótmælahreyfingar, bænda, vörubílstjóra og handverksmanna í þremur borgum á Ítalíu sl.
Frakkland: Nýtt hrossakjötshneyksli-20 handteknir
Nýtt hrossakjötshneyksli, að þessu sinni í Frakklandi, er komið upp. Lögregla handtók i morgun 20 einstaklinga í tengslum við málið. Kjöt af nokkur hundruð hrossum, sem slátrað hafði verið vegna rannsókna var selt í kjötiðnaðarstöðvar, þótt slíkt væri óheimilt. Um 100 lögreglumenn í Frakklandi tóku þátt í aðgerðunum í morgun. Þær fóru aðallega fram í Suður-Frakklandi.
Þýskaland: Sjö barna móðir varnarmálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Merkel
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, kynnti nýja ríkisstjórn sína í gær. Athygli vekur að hún skipaði sjö barna móður, Ursulu von der Leyen, í stöðu varnarmálaráðherra og velta fjölmiðlar í Þýzkalandi því nú fyrir sér hvort þar sé kominn eftirmaður Merkel sem leiðtogi Kristilegra þegar þar að kemur, Wolfgang Schauble heldur áfram sem fjármálaráðherra eins og búizt var við.
Rússar íhuga innflutningsbann á fisk frá Noregi-segja gæðaeftirlit lélegt
Stjórnvöld í Rússlandi íhuga nú að setja algert bann á innflutning á sjávarafurðum frá Noregi og segja gæðaeftirlit lélegt. Norðmenn selji lélegan fisk til Rússlands. Þetta er niðurstaða rússneskra sérfræðinga, sem eru nýkomnir úr heimsókn til Noregs.
Fen IPA-styrkjanna verður dýpra og dýpra
Ríkisstjórnin dregst dýpra og dýpra niður í það fen IPA-styrkja, sem hún bjó sjálf til með því að hundsa grundvallaratriði í stefnu sinni og flýja á náðir tækifærismennsku sl. sumar, þegar hún ákvað að halda áfram að taka á móti sumum IPA-styrkjum. Eftir að Evrópusambandið sjálft tók af skarið er nú upplýst að Ísland ætli að „skoða réttarstöðu sína“ vegna þeirrar ákvörðunar!
Hvaða vitleysu gerir ríkisstjórnin næst?
Dellan í kringum IPA-styrkina leiðir hugann að því að það er ekki stjórnarandstaðan, sem er að gera ríkisstjórn og stjórnarflokkum erfitt um vik. Það eru stjórnarflokkarnir sjálfir, sem eru að gera vitleysur, sem koma þeim í koll. Stjórnarandstaðan reynir svo eins og hún mögulega getur að notfæra sér þær vitleysur. Hugmyndir um skerðingu barnabóta eru skýrt dæmi um þetta.