Laugardagurinn 7. desember 2019

Mánudagurinn 16. desember 2013

«
15. desember

16. desember 2013
»
17. desember
Fréttir

Þjóðverjar skipta um stjórnar­mann í Seðlabanka Evrópu

Jörg Asmussen, hæstsetti þýski embættismaðurinn innan Seðlabanka Evrópu (SE), ætlar að snúa að nýju til starfa innan þýsku stjórnsýslunnar. Hann verður vara-atvinnumála­ráðherra.

IPA-styrkir: Forsætis­ráðherra hvatti ráðamenn ESB til að standa við gerða samninga - stofnanir ættu ekki að verða fyrir tjóni vegna fyrirheita í tíð fyrri ríkis­stjórnar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis­ráðherra sagði á alþingi mánudaginn 16. desember að á fundum með Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB, og José Manuel Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar ESB, sl. sumar hefði hann lýst þeirri skoðun í umræðum um IPA-styrkjana „að menn stæðu við þá samninga...

EUobserver: Ráðgjafa­fyrirtæki hafa innheimt 80 milljóna evru þóknun vegna neyðarlána - skortur á gagnsæi og hætta á hagsmunaárekstrum

Alvarez and Marsal, BlackRock, Oliver Wyman, Pimco: Þessi nöfn segja hinum almenna manni ekkert. Þetta eru ráðgjafa­fyrirtæki sem hafa gegnt lykilhlutverki innan innan evru-svæðisins þegar teknar hafa verið ákvarðanir um neyðarlán til ríkja þar.

Madrid: Ofbeldisfull mótmæli við þinghúsið vegna nýrra laga

Um 2000 mótmælendur söfnuðust saman fyrir utan þinghúsið í Madrid sl. laugardag, þar sem lög­regla mætti þeim. Þeir voru að mótmæla nýrri löggjöf, sem heimilar háar sektir vegna þátttöku í mótmælum, sem ekki er leyfi fyrir. Um 1500 lög­reglumenn tóku þátt í aðgerðum gegn mótmælendum. Mótmælendur hrópuðu: Þessi fasistar vilja þagga niður í fólkinu.

Ítalía: Átök í þremur borgum milli mótmælenda og lög­reglu

Til átaka kom á milli lög­reglu og fylgismanna nýrrar mótmælahreyfingar, bænda, vörubíl­stjóra og handverksmanna í þremur borgum á Ítalíu sl.

Frakkland: Nýtt hrossakjötshneyksli-20 handteknir

Nýtt hrossakjötshneyksli, að þessu sinni í Frakklandi, er komið upp. Lög­regla handtók i morgun 20 einstaklinga í tengslum við málið. Kjöt af nokkur hundruð hrossum, sem slátrað hafði verið vegna rannsókna var selt í kjötiðnaðarstöðvar, þótt slíkt væri óheimilt. Um 100 lög­reglumenn í Frakklandi tóku þátt í aðgerðunum í morgun. Þær fóru aðallega fram í Suður-Frakklandi.

Þýskaland: Sjö barna móðir varnarmála­ráðherra í nýrri ríkis­stjórn Merkel

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, kynnti nýja ríkis­stjórn sína í gær. Athygli vekur að hún skipaði sjö barna móður, Ursulu von der Leyen, í stöðu varnarmála­ráðherra og velta fjölmiðlar í Þýzkalandi því nú fyrir sér hvort þar sé kominn eftirmaður Merkel sem leiðtogi Kristilegra þegar þar að kemur, Wolfgang Schauble heldur áfram sem fjármála­ráðherra eins og búizt var við.

Rússar íhuga innflutningsbann á fisk frá Noregi-segja gæða­eftirlit lélegt

Stjórnvöld í Rússlandi íhuga nú að setja algert bann á innflutning á sjávar­afurðum frá Noregi og segja gæða­eftirlit lélegt. Norðmenn selji lélegan fisk til Rússlands. Þetta er niðurstaða rússneskra sér­fræðinga, sem eru nýkomnir úr heimsókn til Noregs.

Leiðarar

Fen IPA-styrkjanna verður dýpra og dýpra

Ríkis­stjórnin dregst dýpra og dýpra niður í það fen IPA-styrkja, sem hún bjó sjálf til með því að hundsa grundvallar­atriði í stefnu sinni og flýja á náðir tækifærismennsku sl. sumar, þegar hún ákvað að halda áfram að taka á móti sumum IPA-styrkjum. Eftir að Evrópu­sambandið sjálft tók af skarið er nú upplýst að Ísland ætli að „skoða réttarstöðu sína“ vegna þeirrar ákvörðunar!

Í pottinum

Hvaða vitleysu gerir ríkis­stjórnin næst?

Dellan í kringum IPA-styrkina leiðir hugann að því að það er ekki stjórnar­andstaðan, sem er að gera ríkis­stjórn og stjórnar­flokkum erfitt um vik. Það eru stjórnar­flokkarnir sjálfir, sem eru að gera vitleysur, sem koma þeim í koll. Stjórnar­andstaðan reynir svo eins og hún mögulega getur að notfæra sér þær vitleysur. Hugmyndir um skerðingu barnabóta eru skýrt dæmi um þetta.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS