Föstudagurinn 22. janúar 2021

Þriðjudagurinn 17. desember 2013

«
16. desember

17. desember 2013
»
18. desember
Fréttir

Rússar lofa Úkraínumönnum gulli og grænum skógum til að halda þeim frá ESB

Rússar ætla að kaupa ríkisskulda­bréf af Úkraínumönnum fyrir 15 milljarða dollara og lækka verð á gasi til þeirra um þriðjung.

Angela Merkel kanslari í þriðja sinn

Angela Merkel hóf þriðjudaginn 17. desember þriðja kjörtímabil sitt sem kanslari Þýskalands þegar tæplega þriggja mánaða stjórnar­myndunarferli lauk með því að þingmenn kristilegra (CDU/CSU) og jafnaðarmanna (SPD) í Bundestag, í neðri deild þýska þingsins, kusu hana sem kanslara. Meirihluti stjórnari...

Forsætis­ráðherra segir niðurfellingu IPA-styrkja skilaboð frá ESB um að aðildarviðræðum við Íslendinga sé lokið - ESB telji ekki stefna í aðild Íslands

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F) forsætis­ráðherra sagði á alþingi mánudaginn 16. desember að Evrópu­sambandið hefði „sent Íslendingum þau skilaboð að það líti svo á að viðræðum Íslands við Evrópu­sambandið sé lokið með ákvörðuninni sem Evrópu­sambandið tók um IPA-styrkina“. Telji sambandið að ekki sé n...

Frakkland: Nýtt samdráttarskeið framundan?

Frakkland er efnahagslega á niðurleið og nýtt samdráttarskeið gæti verið í aðsigi segir í frétt í Guardian, sem að einhverju leyti byggir á Reuter. Samdráttur á þriðja ársfjórðungi nam 0,1% og verði samdráttur líka á síðasta fjórðungi ársins er litið svo á formlega að Frakkland sé komið í efnahagslegan samdrátt. Á sama tíma er hagvöxtur í Þýzkalandi.

Úkraína: Bjóða Rússar lán og lægra gasverð í dag?

Viktor Yanukovych, forseti Úkraínu, hittir Pútín, Rússlandsforseta að máli í dag. Búizt er við að hann tryggi á þeim fundi lántöku frá Rússum til þess að forða efnahagskreppu í Úkraínu. Talið er hugsanlegt að Pútín muni einnig bjóða fram afslátt á gasverði til Úkraínu.

Leiðarar

Að glata trausti þjóðar­innar í utanríkis­málum

Ríkis­stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur ákvað að sækja um aðild að Evrópu­sambandinu og alþingi samþykkti umsóknina að lítt athuguðu máli. Nú segja æ fleiri sem stóðu með ríkis­stjórn Jóhönnu í málinu á sínum tíma að hún hefði átt að leita umboðs frá þjóðinni áður en haldið var af stað í aðildarleiðangurinn.

Í pottinum

Með pólitískan slagkraft

Sá forystumaður Samfylkingar sem mestur slagkraftur er í um þessar mundir er Katrín Júlíus­dóttir. Hún hefur sýnt það aftur og aftur frá því að Alþingi kom saman í haust að hún er öflugur pólitískur málaflutningsmaður og sækir fram. Þetta kom skýrt í ljós í umræðum á þingi í gær um álver í Helguvík. Það mun reynast stjórnar­flokkunum erfitt að standa við stóru orðin á því sviði.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS