« 19. desember |
■ 20. desember 2013 |
» 21. desember |
Mikhaíl Khodorkovskíj sem Vladimír Pútin náðaði óvænt fimmtudaginn 19. desember kom með þýskri einkaflugvél til Berlínar síðdegis föstudaginn 20. desember. Hans-Dietrich Genscher, fyrrverandi utanríkisráðherra, tók á móti honum á Schönefeld-flugvelli. Þýska sendiráðið í Moskvu aðstoðaði Mikhaíl Kho...
Kúba: Kaup á bílum heimiluð án opinberra afskipta - bílasala verður hins vegar í höndum ríkisins
Íbúar Kúbu fá innan tíðar heimild til að kaupa bifreið án þess að leita leyfis hjá ríkisstjórninni. Stjórnvöld munu hins vegar áframa annast sölu bifreiða. Í 50 ár hefur Kúbverjum verið bannað kaupa og flytja inn nýjar eða gamlar bifreiðar án leyfis yfirvalda.
Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti á fundi sínum í Brussel föstudaginn 20. desember að tillögur um bankasamband innan ESB skyldu ræddar við fulltrúa ESB-þingsins. Verði tillögunum hrundið í framkvæmd er aðgerðinni lýst sem mesta framsali á fullveldi til Evrópusambandsins síðan evran kom til sög...
Angela Merkel Þýskalandskanslari sagði í stefnuræðu sinni miðvikudaginn 18. desember að gera ætti bindandi samninga milli ríkisstjórna þjóða í efnahagsvanda og framkvæmdastjórnar ESB sem veitti Brusselmönnum rétt til afskipta af stjórn efnahags- og ríkisfjármála viðkomandi ríkis. Á fundi leiðtogaráð...
EPP ákveður hvernig staðið verður að vali forystuframbjóðenda í ESB-þingkosningunum
Leiðtogar mið-hægri flokka innan Evrópusambandins sem eru í + European People's Party, EPP+, þar á meðal Angela Merkel Þýskalandskanslari, ákváðu fimmtudaginn 19. desember hvernig staðið yrði að því að velja forystumann á lista flokksins í ESB-þingkosningunum í maí 2014. Sá sem skipar sætið er jafnf...
Euobserver: Anders Fogh til ESB?
Anders Fogh Rasmussen, fyrrum forsætisráðherra Dana og nú framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir toppstöðu hjá Evrópusambandinu á næsta ári, þegar ný framkvæmdastjórn ESB verður valin.
Finnland: Atvinnuleysi að komast yfir 8%
Í nóvember var atvinnuleysi í Finnlandi komið upp í 7,9% en var 7,3% á sama tíma fyrir ári. Nú er talið að 210 þúsund Finnar gangi um atvinnulausir sem er aukning um 17 þúsund frá sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi meðal karla telst nú 8,4% en 7,5% meðal kvenna.
Bandaríska lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor´s, hefur lækkað lánshæfismat Evrópusambandsins úr AAA í AA plús og rökstyður þá ákvörðun með spennu í samningum um fjárlög ríkjanna. S&P segir að lánshæfi aðildarríkjanna 28 hafi að mati fyrirtækisins minnkað. Dregið hafi úr samstöðu ríkjanna og sum þeirra kunni að neita að leggja ESB til fé með sama hætti og áður.
Rússland: Interfax segir að Khodorkovsky hafi verið leystur úr haldi
Pútín, Rússlandsforseti hefur undirritað náðun Mikhail Khodorkovsky, rússneska auðmannsins. BBC segir frá þessu í morgun, föstudagsmorgun. BBC hefur eftir Interfax-fréttastofunni að Khodorkovsky hafi nú þegar verið leystur úr haldi en hann hefur síðustu ár verið í fangelsi í Karelíu, héraði, sem liggur að landamærum Finnlands.
Áminning fyrir áhangendur evrunnar á Íslandi
Í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag kemur fram, að atvinnuleysi í Finnlandi sé nú að nálgast 8% og að því sé spáð að það fari í 8,4% á næsta ári. Finnskir blaðamenn, sem hér voru á ferð fyrir nokkrum vikum sögðu að uppsagnir væru nánast daglegt brauð í fréttum finnskra fjölmiðla.
Dylgjustjórnmálamaður vill að ráðherrar upplýsi um aðdróttanir á kostnað skattgreiðenda
Dylgjustjórnmálamaðurinn Birgitta Jónsdóttir, leiðtogi Pírata, hefur nú lagt fram spurningar fyrir nokkra ráðherra á alþingi. Þær eru allar reistar á aðdróttunum.
Stjórnarandstaðan hefur gufað upp
Það er eins og stjórnarandstaðan hafi gufað upp síðustu daga þingsins fyrir jól. Hún virðist ekkert hafa að segja, sem á einhvern hátt nær til fólksins í landinu.