Fimmtudagurinn 21. janúar 2021

Laugardagurinn 21. desember 2013

«
20. desember

21. desember 2013
»
22. desember
Fréttir

Svíþjóð:48% vilja að Karl Gústaf konungur segi af sér

Skoðanakannanir í Svíþjóð sýna nú í fyrsta sinn að tæplegur helmingur Svía vill að Karl XVI Gústaf segi af sér embætti. Alls 48% segja að konungur eigi að víkja fyrir dóttur sinni Victoriu.

Leiðtogaráð ESB vill herða aðgerðir gegn farandfólki á Miðjarðarhafi

Á fundi leiðtogaráðs ESB föstudaginn 20. desember var ákveðið að gripið skyldi til allra ráða í því skyni að hindra farandfólk í að leggja af stað í hættulega sjóferð til Evrópu. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að 366 manns týndu lífi 3. október 2013 þegar bátur þeirra sökk undan strönd ítölsku ey...

Frakkland: Neyðarkall frá stjórnendum fjölþjóðafyrirtækja vegna stjórnar­stefnu sósíalista - segja fjárfesta óttast ástandið í landinu

For­stjórar 50 erlendra fjölþjóðafyrirtækja í Frakklandi hringdu neyðarbjöllum á dögunum og sögðu að starfsumhverfið í Frakklandi væri að neyða erlenda fjárfesta til að yfirgefa landið. Þeir hvöttu ríkis­stjórn sósíalista til að taka á vandanum. Um er að ræða stjórnendur franskra deilda risafyrirtækja á borð við HP, Accenture, Microsoft og Volkswagen.

Írar særa Brussel með því að sýna ekki nægilegt þakklæti

Svo virðist sem Írar hafi sært framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins í Brussel með því að sýna ekki nægilega mikið þakklæti fyrir þá aðstoð, sem Írar hafi fengið frá Brussel. Irish Times segir frá því að ónafngreindir heimildarmenn telji óánægju í Brussel í garð Íra af þessum sökum.

Frakkland: Ríkið borgar 75% launa ungs fólks í 3 ár

Fyrirtæki í Frakklandi eru byrjuð að ráða ungt fólk til starfa í stórum stíl. Ástæðan er sú, að franska ríkið borgar 75% af launum þeirra í allt að þrjú ár. Markmiðið með þessum aðgerðum er að skapa 150 þúsund ný störf á næstu tveimur árum.

Kína: Lausafjárkreppa í aðsigi?

Í þrjá daga í röð hefur Seðlabanki Kína séð lána­stofnunum í lausafjárþröng fyrir lausafé. Financial Times segir að þetta sé tilraun stjórnvalda í Kína til að koma í veg fyrir lausafjárkreppu í landinu og minni á sambærilega stöðu, sem upp kom fyrr á þessu ári.

Bandaríkin: Hagvöxtur 4,1% á þriðja fjórðungi

Hagvöxtur í Bandaríkjunum á þriðja fjórðungi þessa árs var 4,1% sem er mesti hagvöxtur þar í landi í tvö ár að því er fram kemur í Daily Telegraph.

David Cameron: Bretar beita neitunarvaldi gegn aðild nýrra ríkja að ESB verði ekki settar takmarkanir á fólksflutninga

David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, hefur tilkynnt leiðtogum annarra aðildarríkja Evrópu­sambandsins að Bretar muni beita neitunarvaldi gegn nýjum ríkjum, sem vilja gerast aðilar að ESB ef langtíma takmarkanir verði ekki settar á mikla fólksflutninga frá Austur-Evrópu til Bretlands.

Njósnir Breta og Bandaríkjamanna vekja reiði Brusselmanna - þýskar stjórnar­byggingar undir smásjánni

Í blöðunum The Guardian, The New York Times og Der Spiegel birtust föstudaginn 20. desember meiri upplýsingar en áður um einstaklinga og stofnanir sem hafa verið undir smásjá njósna­stofnana í Bretlandi og Bandaríkjunum. Í blöðunum er skýrt frá um 1.000 skotmörkum stofnananna en í þeim hópi eru framk...

Leiðarar

ESB-samstarfið snýst um óleystan vanda - öllum til tjóns

Evrópu­sambandið lét reka á reiðanum frá vori 2013 fram yfir stjórnar­myndun í Þýskalandi. Leitast var við að rugga bátnum sem minnst á þessum tíma til að þýskir stjórnmálamenn gætu haft stjórn á eigin kosningabaráttu en neyddust ekki til að láta stjórnast af atburðum eða atvikum í öðrum löndum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS