Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

Mánudagurinn 23. desember 2013

«
22. desember

23. desember 2013
»
24. desember
Fréttir

Visir.is: Óformlegt samkomulag við ESB um makríl liggur á borðinu

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins og íslensk stjórnvöld hafa náð óformlegu samkomulagi um að Ísland fái 11,9% af makríl­stofninum.

Danmörk er langdýrasta landið innan ESB - ódýrara en Sviss og Noregur

Danmörk er dýrasta landið innan ESB. Neysluvörur eru að meðaltali 41% hærri í Danmörku en öðrum ESB-löndum og verðlag á jólamat er 43% hærra í Danmörku en annars staðar innan ESB sé litið á mat- og drykkjavörur án þess að telja með áfenga drykki. Þetta kemur fram í nýrri könnun Danmarks Statistik, d...

Le Monde: Bretar einangrast sífellt meira innan ESB - sakaðir um tvöfeldni - vilja stækkun ESB en á móti frjáslri för nýrra þjóða

Blaðamenn Le Monde sem fylgjast með störfum Evrópu­sambandsins segja í blaðinu mánudaginn 23. desember að á leiðtogaráðsfundi ESB 19. og 20. desember hafi David Cameron, forsætis­ráðherra Bretlands, látið sér nægja að gera athugasemd við þýðinguna þegar rætt var um hið nýja banka­samband ESB. Blaðamenn...

Pussy Riot-félagar frjálsar - ætla að halda áfram baráttu gegn alræðisvél Pútíns

Tveimur konum úr rússnesku punk kvennahljómsveitinni Pussy Riot var sleppt úr fangelsi mánudaginn 23. desember með vísan til nýsettra laga um uppgjöf saka. Maria Aljokhina (25 ára) og Nadezhda Tolokonnikova (24 ára) sátu af sér tveggja ára dóm fyrir „skrílslæti“ eftir að þær gerðu atlögu að Vladmí...

Austurríkismenn hóta að draga Þjóðverja fyrir dómstól vegna veggjalda á útlendinga

Stjórnvöld í Austurríki hóta nú að draga Þýzkaland fyrir dómstóla til þess að koma í veg fyrir þau áform þýzkra stjórnvalda að innheimta veggjöld af útlendingum, sem aka um þýzka þjóðvegi. Austurríkismenn halda því fram, að slík skattlagning sé andstæð lögum Evrópu­sambandsins.

Ítalía: Þekktu veitingahúsi breytt í súpueldhús um jólin

Þekktu veitingahúsi á Ítalíu verður breytt í súpueldhús yfir jólin. Þetta er veitingahús í bænum Arezzo, sem varð þekkt í kvikmyndinni La vita é bella. Um fimmtíu einstaklingar, sem lifa í fátækt munu borða hádegismat þar á jóladag og verður þjónað til borðs af lög­reglumönnum og bæjarfulltrúum. Það eru góðgerðar­samtökin Caritas, sem fyrir þessu standa.

Rússland: Báðum meðlimumPussy Riot sleppt í dag

Maríu Alyokhinu, einum meðlimi Pussy Riot hljómsveitarinnar var sleppt úr haldi í morgun en hún hefur verið í fangelsi í borg sem stendur við Volgu. Gert er ráð fyrir að öðrum meðlimi hljómsveitarinnar, Nadezhda Tolokonnikovu sem verið hefur fangi á spítala í Síberíu verði sleppt síðar í dag eða á morgun. Upplýst var í hádegisfréttum RÚV að henni hefði líka verið sleppt.

Leiðarar

Er hægt að skapa frið í Evrópu?

Á næsta ári verða 100 ár liðin frá upphafi heimsstyrjaldarinnar fyrri og af því tilefni fjölgar nú fræðibókum, sem út koma um þau átök.

Í pottinum

Þögnin bezta vörnin?

Það eru engin ný tíðindi í skoðanakönnun, sem RÚV skýrði frá í gærkvöldi nema kannski að Björt Framtíð virðist ekki hafa sama meðbyr og komið hefur fram í sumum skoðanakönnunum að undanförnu. Hitt er athyglisvert að það er eins og erfið staða bæði Sjálfstæðis­flokks og Samfylkingar hreyfi ekkert við þessum flokkum. Að vísu er staða þeirra ólík.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS