« 25. desember |
■ 26. desember 2013 |
» 27. desember |
Úkraína: Krefjast afsagnar innanríkisráðherrans
Mótmælendur í Úkraínu kröfðust fimmtudaginn 26. desember afsagnar Vitalijs Zakharsjenkós innanríkisráðherra eftir að ráðist var á blaðakonuna og aðgerðasinnan Tetjönu Tsjornovil sem fannst í skurði. Hún hafði birt frásögn um spillingu á æðstu stöðum í landinu. Mótmælendur báru myndir sem sýndu afm...
. Grænlendingar krefjast nú svara af Nicolai Wammen, varnarmálaráðherra Dana, um hvort stjórnmálamenn á Grænlandi séu undir smásjá Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna (NSA) og annarra njósnastofnana. Sara Olsvig, þingmaður í Kaupmannahöfn og á þinginu í Nuuk, hefur lagt fram fyrirspurn um málið á ...
Grikkland: Fólk leggur númeraplötur af bílum inn til geymslu
Um 70 þúsund Grikkir hafa á þessu ári einu lagt númeraplötur af bílum sínum inn til geymslu og örtröð hefur verið á skrifstofum viðkomandi stofnana nú síðustu vikur fyrir áramót. Fólk segist ekki hafa efni á að greiða bifreiðagjöld sem nema nokkur hundruð evrum fyrir litla bíla en allt að 1000 evrum fyrir stærri bíla.
Grikkland: Hús hituð með eldiviði
Fjölskyldur á Grikklandi hita nú í vaxandi mæli hús sín með því að kveikja upp í eldstæðum og brenna eldivið í ofnum. Í sumu hlutum landsins er reykjarmökkvi frá húsum orðinn vandamál. Þrátt fyrir þetta neita stjórnvöld að lækka skatta á olíu til upphitunar.
Til varnar ESB-stefnu Sjálfstæðisflokksins
Í vefritinu Kjarnanum sem dagsett er 26. desember leitað álits ýmissa áhrifamanna og þeir spurðir um það sem hæst ber um áramótin. Hinn eini álitsgjafanna sem minnist á Evrópusambandið er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sem nú fer með stefnumörkun og f...
Kjarkleysi þvælist fyrir Samfylkingu og VG
Í herbúðum stjórnarandstöðuflokkanna og þá sérstaklega Samfylkingar og VG hljóta menn að sitja á rökstólum og ræða hvernig þeiri eigi að snúa við því tafli á skákborði stjórnmálanna, sem nú stendur þannig að stjórnarflokkarnir eru í sókn en stjórnarandstöðuflokkarnir á skipulagslausu undanhaldi.