« 1. janúar |
■ 2. janúar 2014 |
» 3. janúar |
Ítalía: Andstaða stjórnmálamanna magnast við 3% hallareglu Maastricht-sáttmálans
Hinn nýi framkvæmdastjóri stærsta stjórnarflokksins á Ítalíu gagnrýnir harðlega regluna í Maastricht-sáttmálanum til varnar evrunni um að halli á ríkissjóði einstakra ríkja megi ekki verða meiri en 3% af vergri landsframleiðslu (VLF). Hann segir regluna „tímaskekkju“ og ekki beri að virða hana. Ma...
Magasin du Nord enn í ólgusjó vegna vandræða hjá eigandanum
Debenhams, breska stórfyrirtækið sem nú á 100% hlutafjár Magasin du Nord í Danmörku, hefur vikið Simon Herricks, fjármálastjóra sínum, fyrirvaralaust úr starfi segir á vefsíðu Jyllands-Posten fimmtudaginn 2. janúar. Þetta skapi óvissu í baklandi hinnar dönsku stórverslunar sem um tíma var í eigu Bau...
Þýskaland: Deilur milli stjórnarflokkanna um réttindi Rúmena og Búlgara
Jafnaðarmenn og kristilegir sósíalistar (CSU) í Bæjaralandi sem sitja saman í ríkisstjórn Þýskalands deila nú opinberlega um hver skuli vera réttur Búlgara og Rúmena til að ferðast og njóta réttinda innan ESB. Í Süddeutsche Zeitung, sem er fremst meðal vinstrisinnaðra dagblaða í Þýskalandi og gefi...
Ástrtölsk WikiLeaks-sendinefnd fundar með Sýrlandsstjórn - varar við íhlutun Vesturlanda
Sendinefnd frá WikiLeaks-flokki Ástralíu hefur rætt við æðstu menn Sýrlandsstjórnar í Damaskus.
Lettland: Óttast verðhækkanir vegna upptöku evru
Lettar hafa áhyggjur af því að evran, sem þeir tóku upp í gær leiði til verðhækkana að því er fram kemur í Irish Times. Einn viðmælandi blaðsins bendir á að verðhækkanir hafi orðið í öllum löndum, sem hafi tekið upp evru og líklegt sé að það sama gerist í Lettlandi. Kannanir benda til að um tveir þriðju Letta séu þessarar skoðunar.
Norðurslóðir: Hátíðarræður og dagleg úrlausnarefni
Þegar rætt er um breytingar á norðurslóðum og áhrifin á geopólítiska stöðu Íslands á þann veg sem Ólafur Ragnar Grímsson gerði í nýársávarpi sínu er skoðunin reist á loftslagsbreytingum – að nýjar aðstæður hafi skapast vegna hlýnunar jarðar og nýrra tækifæra vegna minni íss en áður. Fréttir frá suðurhveli jarðar minna á að heimskautaís er ekki endilega á undanhaldi.