« 3. janúar |
■ 4. janúar 2014 |
» 5. janúar |
Skipafélagið sem sendi fyrst allra flutningaskip norðvesturleiðina milli Kyrrahafs og Atlantshafs fyrir norðan Kanada síðsumars 2013 ætlar að senda fleiri skip þessa leið á næsta ári segir í frétt sem Bob Weber skrifaði fyrir The Canadian Press og birtist föstudaginn 3. janúar. Rætt er við Christia...
Umræður eru hafnar í Danmörku um hvernig staðið skuli að ákvæði í stjórnarsáttmála vinstristjórnar Helle Thorning-Schmidt frá 2011 um að ríkisstjórnin skuli vinna að því að gera Norður-Íshaf að kjarnorkuvopnalausu svæði.
Norðvesturleiðin: Danskt skip flutti kol frá Vancouver til Finnlands í september sl.
Í september sl. fór danskt skip með 15 þúsund tonn af kolum frá Vancouver í Kanada til Finnlands um Norðvesturleiðina. Það stytti sjóferðina um fjóra daga miðað við að fara um Panama-skurðinn og meira dýpi gerði það að verkum að danska skipið Nordic Orion frá skipafélaginu Nordic Bulk Carriers gat tekið 25% meiri farm en ella vegna meira dýpis á þessari leið.
Þýzkaland: Áhyggjur af innflytjendum frá Búlgaríu og Rúmeníu
Nú eru að koma upp í Þýzkalandi svipaðar áhyggjur af innflyjendum frá Búlgaríu og Rúmeníu og til umræðu hafa verið í Bretlandi. Það er CSU, systurflokkur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem hefur hafið þær umræður að sögn þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle.
Noregur: „Ruddalegt“ að líkja Framfaraflokknum við Þjóðfylkingu Le Pen
Brezka tímaritið The Economist hefur valdið nokkru uppnámi í Noregi með því að leggja að jöfnu Þjóðfylkingu Marine Le Pen í Frakklandi og Framfaraflokk Siv Jensen, fjármálaráðherra Noregs. Knut Heidar prófessor í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla segir þetta ruddalegan samanburð. Framfaraflokkurinn hafi hófsamari stefnu á nær öllum sviðum.
Teboði Besta flokksins að ljúka
Við upphaf kosningaárs til ESB-þingsins lýsir breska vikublaðið The Economist miklum áhyggjum yfir því sem það kallar teflokka Evrópu. Með því vísar blaðið til þess að síðan teboðssinnar hófu uppreisn innan bandaríska repúblíkanaflokksins árið 2010 hafi þeim tekist að setja allt á annan endann í bandarískum stjórnmálum.
Af hverju vill enginn tala við Össur?
Umræður um áramótaávörp og áramótagreinar forystumanna í stjórnmálum hafa allar snúizt um ræður forseta og forsætisráðherra. Forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa ekkert sagt um þessi áramót sem leitt hefur til umræðna. Þetta er ekki afleiðing af því að allir fjölmiðlar séu á bandi stjórnarflokkanna, því að svo er ekki.