Föstudagurinn 22. janúar 2021

Laugardagurinn 4. janúar 2014

«
3. janúar

4. janúar 2014
»
5. janúar
Fréttir

Áhugi á siglingum fyrir norðan Kanada vex - danskt skipa­félag vill fleiri ferðir í ár en 2013 - Kanadamenn verða að bæta sjókort og öryggi

Skipa­félagið sem sendi fyrst allra flutningaskip norðvesturleiðina milli Kyrrahafs og Atlantshafs fyrir norðan Kanada síðsumars 2013 ætlar að senda fleiri skip þessa leið á næsta ári segir í frétt sem Bob Weber skrifaði fyrir The Canadian Press og birtist föstudaginn 3. janúar. Rætt er við Christia...

Danir teknir til við að deila um kjarnorkuvopnalaust Norður-Íshaf - stjórnar­þingmaður vill að ríkis­stjórnin vinni að þessu stefnumáli sínu

Umræður eru hafnar í Danmörku um hvernig staðið skuli að ákvæði í stjórnar­sáttmála vinstri­stjórnar Helle Thorning-Schmidt frá 2011 um að ríkis­stjórnin skuli vinna að því að gera Norður-Íshaf að kjarnorkuvopnalausu svæði.

Norðvesturleiðin: Danskt skip flutti kol frá Vancouver til Finnlands í september sl.

Í september sl. fór danskt skip með 15 þúsund tonn af kolum frá Vancouver í Kanada til Finnlands um Norðvesturleiðina. Það stytti sjóferðina um fjóra daga miðað við að fara um Panama-skurðinn og meira dýpi gerði það að verkum að danska skipið Nordic Orion frá skipa­félaginu Nordic Bulk Carriers gat tekið 25% meiri farm en ella vegna meira dýpis á þessari leið.

Þýzkaland: Áhyggjur af innflytjendum frá Búlgaríu og Rúmeníu

Nú eru að koma upp í Þýzkalandi svipaðar áhyggjur af innflyjendum frá Búlgaríu og Rúmeníu og til umræðu hafa verið í Bretlandi. Það er CSU, systur­flokkur Kristilegra demókrata í Bæjaralandi, sem hefur hafið þær umræður að sögn þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle.

Noregur: „Ruddalegt“ að líkja Framfara­flokknum við Þjóðfylkingu Le Pen

Brezka tímaritið The Economist hefur valdið nokkru uppnámi í Noregi með því að leggja að jöfnu Þjóðfylkingu Marine Le Pen í Frakklandi og Framfara­flokk Siv Jensen, fjármála­ráðherra Noregs. Knut Heidar prófessor í stjórnmálafræði við Oslóarháskóla segir þetta ruddalegan samanburð. Framfara­flokkurinn hafi hófsamari stefnu á nær öllum sviðum.

Leiðarar

Teboði Besta flokksins að ljúka

Við upphaf kosningaárs til ESB-þingsins lýsir breska vikublaðið The Economist miklum áhyggjum yfir því sem það kallar teflokka Evrópu. Með því vísar blaðið til þess að síðan teboðssinnar hófu uppreisn innan bandaríska repúblíkana­flokksins árið 2010 hafi þeim tekist að setja allt á annan endann í bandarískum stjórnmálum.

Í pottinum

Af hverju vill enginn tala við Össur?

Umræður um áramótaávörp og áramótagreinar forystumanna í stjórnmálum hafa allar snúizt um ræður forseta og forsætis­ráðherra. Forystumenn stjórnar­andstöðunnar hafa ekkert sagt um þessi áramót sem leitt hefur til umræðna. Þetta er ekki afleiðing af því að allir fjölmiðlar séu á bandi stjórnar­flokkanna, því að svo er ekki.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS