Þriðjudagurinn 28. júní 2022

Fimmtudagurinn 9. janúar 2014

«
8. janúar

9. janúar 2014
»
10. janúar
Fréttir

Frakkland: Yfirréttur bannar sýningu Dieudonné í Nantes - snýr við úrskurði undirréttar að kröfu innanríkis­ráðherrans

Manuel Valls, innanríkis­ráðherra Frakklands, fékk síðdegis fimmtudaginn 9. janúar stuðning yfir-stjórnsýsluréttar, +Conseil d‘État+ við þá ákvörðun sína að banna skemmtanir Dieudonnés sem sakaður er um að boða kynnþátta- og gyðingahartur. Undirréttur í borginni Nantes hafði úrskurðað að skemmtun í b...

Gallup: Traust á forystu ESB minnkar í skuldugum ríkjum og á Norðurlöndunum

Stuðningur við forystumenn ESB hefur hrapað í aðildarríkjum sem glíma við efnahagsvanda sýnir Gallup-könnun sem skýrt var frá miðvikudaginn 8. janúar. Í Grikklandi er stuðningurinn tæp 20% miðað við 60% árið 2009 árið áður en stjórn landsins óskaði eftir neyðarláni frá ESSB-ríkjunum til bjargar efna...

Krugman: Danir og Finnar svartir sauðir Norðurlanda

Paul Krugman, Nóbelsverðlauna­hafi í hagfræði segir að Danmörk sé Spánn norðursins efnahagslega séð. Danmörk og Finnland séu hinir svörtur sauðir í efnahagsmálum Norðurlanda. Danmörk sé það sem Svíþjóð óttist að verða. Frá þessu segir í Berlingske Tidende. Krugman segir að Evrópa sé í þeirri hættu að frjósa föst í verðhjöðnun af því tagi, sem Japanir hafi lent í.

Skotland: Cameron mætir Alex Salmond ekki í sjónvarpseinvígi

David Cameron, forsætis­ráðherra Breta ætlar ekki að taka þátt í sjónvarpseinvígi með Alex Salmond, forsætis­ráðherra heima­stjórnar Skota vegna þess að hann telur sig of óvinsælan í Skotlandi. Þetta kemur fram í skozka dagblaðinu The Scotsman.

Grikkir segja frekara aðhald ekki koma til greina-finna hljómgrunn hjá öðrum aðildarríkjum

Grikkir hafa notað tækifærið nú þegar þeir hafa tekið við forsæti Evrópu­sambandsins í næstu sex mánuði til þess að krefjast þess að sú aðhaldspólitík, sem stjórnvöld í Berlín og Brussel hafa þvingað þá til að taka upp verði lögð af. Þetta kemur fram í brezka blaðinu Guardian.

ESB: Viviane Reding segir kjósendur verði að taka afstöðu með eða á móti Bandaríkjum Evrópu

Viviane Reding sem er vara­forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins segir að kjósendur í Evrópu verði að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji Bandaríki Evrópu eða ekki. Hún segir að barátta fyrir Bandaríkjum Evrópu sé bezta vopnið gegn andstæðingum ESB og efasemdarmönnum um samstarfið innan þess.

Stjórnir Grænlands og Danmerkur ætla að semja um úranmál fyrir árslok

Fyrir lok þessa árs munu stjórnvöld í Danmörku og á Grænlandi ljúka gerð samstarfsamnings vegna úranvinnslu á Grænlandi og sölu úrans á alþjóða­markaði.

Leiðarar

Boðar Bandaríki Evrópu - óttast kjósendur

Hér var á dögunum vitnað í vikublaðið The Economist sem hvatti til þess í leiðara að Evrópu­búar létu ekki glepjast af upphlaups­flokkum í anda bandarísku teboðshreyfingarinnar í komandi kosningum til ESB-þingsins. Er fylgi flokkanna meðal annars rakið til andstöðu þeirra við yfirþjóðlegt stofnanavald í Brussel, evruna og innflytjendur.

Pistlar

3. grein: Öryggismála­stefna ESB kemur til sögunnar – tengsl við stefnu ESB-ríkis­stjórnar­innar

Hér er í fimm greinum gerð grein fyrir samskiptum Íslands og ESB á sviði utanríkis­mála, þó einkum með tilliti til öryggis- og varnarmála.

Í pottinum

Löggjöf um skráningu hagsmunavarða er brýnt verkefni

Þörfin fyrir nýja löggjöf sem kveður á um að hagsmunaverðir sem vinna fyrir erlenda aðila skrái sig í opinbera skrá, þar sem þeir geri grein fyrir fyrir hverja þeir vinni blasir við og að slík löggjöf verði sett strax á því þingi, sem nú situr.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS