« 18. janúar |
■ 19. janúar 2014 |
» 20. janúar |
ESB áréttar kröfur um að Norðmenn afnemi ofurtolla á osti og kjöti - ekki samstaða á stórþinginu
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins krefst þess að Norðmenn afnemi ofurtolla á osti og kjöti.
Nýr flötur á ástarævintýri Frakklandsforseta: Þriggja hjóla vélhjólið ítalskt ekki franskt
François Hollande Frakklandsforseti notar þriggja hjóla vélhjól sem smíðað er hjá ítalska fyrirtækinu Piaggio þótt franska fyrirtækið Peugeot smíði einnig slík hjól í smiðju sinni í Doubs í Frakklandi.
Barack Obama Bandaríkjaforseti hét því í sjónvarpsræðu föstudaginn 17. janúar að hætt yrði að njósna um leiðtoga ESB-ríkjanna eða stunda efnahagsnjósnir, áfram yrði hins vegar haldið að safna upplýsingum um almenna borgarar í Bandaríkjunum og Evrópu. ESB-þingmenn taka orðum hans með fyrirvara. „Ég ...
Pútín: Það versta og hættulegasta fyrir stjórnmálamann að reyna að hanga á völdum
Pútín, Rússlandsforseti sagði í morgun, að það væri of snemmt að segja til um hvort hann mundi bjóða sig fram á ný til forseta, þegar kosningar fara fram á árinu 2018. Hann sagði að það versta og hættulegasta sem gæti komið fyrir stjórnmálamann væri að reyna að hanga á völdunum hvað sem það kostaði...
Spánn: Rajoy segir ómögulegt að eiga skoðanaskipti við Mas sem taki geðþóttaákvarðanir
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar segir ómögulegt að halda uppi nokkrum skoðanaskiptum við Artur Mas, forsætisráðherra heimastjórnar Katalóníu vegna þess að hann hafi tekið geðþóttaákvarðanir með því að keyra í gegn heimaþing héraðsins tillögu sem eigi að heimila þjóðaratkvæðagreiðslu í Katalóníu um sjálfstæði síðar á þessu ári.
Grikkland: Þingkosningar í október?
SYRIZA, bandalag vinstri flokka í Grikklandi hefur nú við orð að þvinga fram þingkosningar í febrúar í tengslum við kjör nýs forseta Grikklands. Yfirlýsing SYRIZA þessa efnis hefur orðið til þess að Samaras, forsætisráðherra og hans menn íhuga nú endurskipulagningu ríkisstjórnarinnar eða að verða fyrri til og tilkynna að þingkosningar fari fram síðar á þessu ári.
Vince Cable: Erlendir fjárfestar hafa áhyggjur af brottför Breta úr ESB
Vibnce Cable, viðskiptaráðherra Breta (úr Frjálslynda flokknum) segir að því er fram kemur í brezka sunnudagsblaðinu The Observer í dag að erlendir fjárfestar hafi áhyggjur af því að Bretland fari úr Evrópusambandinu og segir að sá ótti geti haldið þeim frá fjárfestingum í Bretlandi.
Bretland: Uppreisnarhópur í Íhaldsflokknum setur Cameron tímamörk
„Uppreisnarmenn“ innan þingflokks brezka Íhaldsflokksins hafa sett David Cameron sex vikna tímamörk til þess að leggja fram skýra áætlun um hvernig hann ætli að endurheimta ákvarðanatöku frá Brussel eigi að koma í veg fyrir ófarnað flokksins í kosningum til Evrópuþingsins í vor. Frá þessu segir The Sunday Telegraph í dag.
Er Hofsvallagatan eina ágreiningsmálið í borgarstjórn Reykjavíkur?
Hver eru ágreiningsefnin í borgarstjórn Reykjavíkur? Eru þau ekki til? Snúast þau bara um Hofsvallagötu? Eru engin álitamál í málefnum höfuðborgarinnar önnur en þau hvar byggja eigi næsta hótel í miðbænum? Eða getur verið að áformin um hótelbyggingar séu komin úr böndum? Að vísu er verulegur hópur fólks, sem hefur ekki efni á því að borga þá húsaleigu, sem markaðurinn krefst.