« 20. janúar |
■ 21. janúar 2014 |
» 22. janúar |
Fríverslunarviðræður ESB og Bandaríkjanna: Þriggja mánaða umsagnarfrestur vegna ótta innan ESB
ESB sló þriðjudaginn 21. janúar á frest í þrjá mánuði einum þætti í fríverslunarviðræðunum við Bandaríkin. Embættismenn í Brussel hafa áhyggjur af ákvæði sem mundi heimila fyrirtækjum að stefna ríkisstjórnum fyrir almennan dómstól fyrir brot á væntanlegum samningi. Tímann á að nota til að leita umsa...
Tvíbolungur bandaríska flotans í jómfrúarferð til Evrópu
Tvíbolungur bandaríska flotans Spearhead er nú í jómfrúarferð sinni til Evrópu þar sem gerðar verða tilraunir á þessu fyrsta turbó-herskipi flotans. Talið er víst að skipið verði fljótt í förum því að USNS Spearhead getur náð allt að 80 km hraða á klukkustund. Tvíbolungnum er ætlað að flytja bandarískan liðsafla og búnað hans með hraði á sjó og upp á land.
Úkraína: Rússar vara við stjórnleysi vegna þess að átök stigmagnist
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússa, sagði þriðjudaginn 21. janúar hættu á að stjórnleysi yrði í Úkraínu ef ekki tækist að hafa hemil á andstæðingum forseta landsins og ríkisstjórn sem börðust við lögreglu á götum Kíev fram undir morgun aðra nóttina í röð. Mótmælendur kasta mólótov-kokkteilum og ...
Olli Rehn hopar í valdabaráttu meðal frjálslyndra - hgsanlega ekki í framboði til ESB-þingsins
Guy Verhofstadt, formaður þingflokks frjáslyndra á ESB-þinginu (ALDE), verður oddviti á lista ALDE í komandi ESB-kosningum og þar með frambjóðandi flokksins til að gegna forsæti í framkvæmdastjórn ESB. Olli Rehn, efnahagsmálastjóri ESB, hefur dregið í hlé í baráttunni um oddvitasæti ALDE. Sir Graha...
NATÓ: Fjárhagsvandræði vegna nýbyggingar
Þýzka tímaritið Der Spiegel segir að fjárhagsleg vandræði steðji að nýbyggingu Atlantshafsbandalagsins sem áætlað var að mundi kosta um einn milljarð evra. Hætta er talin á að verktakinn fari á hausinn.
Norðurslóðir: Fiskurinn færir sig norðar-betri aðstaða til ræktunar
Fréttakona þýzku fréttastofunnar Deutsche-Welle, sem situr ráðstefnuna um Norðurslóðir í Tromsö í Noregi skrifar grein, sem birt er á Alaska Dispatch og bendir á að í þýzkum miðlum hafi verið töluvert af fréttum um áhrif hlýnunar jarðar á fólk sem búi á Norðurslóðum.
Bretland: Nýir innflytjendur fá ekki bæði atvinnuleysisbætur og húsnæðisaðstoð
Frá aprílmánuði n.k. munu nýir innflytjendur til Bretlands frá öðrum aðildarríkjum ESB ekki geta notfært sér bæði atvinnuleysisbætur og húsnæðisaðstoð. Þessa ákvörðun tóku Iain Duncan Smith, velferðarráðherra og Theresa May, innanríkisráðherra sameiginlega. Þessar takmarkanir ná ekki til brezkra eða...
Finnland: Atvinnuleysi komið í 8,6%
Atvuinnuleysi í Finnlandi er komið í 8,6% að sögn Yle-frétytastofunnar finnsku. Í desember sl. voru 205 þúsund manns í atvinnuleit. En á opinberri skráningu voru atvinnulausir í sama mánuði 330 þúsund.
Erna Solberg í Tromsö: Íbúar Norðurslóða, þekking þeirra og hæfni mesta auðlindin
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs sagði í ræðu á ráðstefnu um málefni Norðurslóða í Tromsö í Noregi í morgun að margar ráðstefnur hefðu verið haldnar um auðlindir þessa svæðis en ekki mætti gleyma því að mesta auðlindin væri fólkið sem byggði þessi svæði, þekking þess og hæfni. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, að Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra, sitji ráðstefnuna.
Skilgreina verður ábyrgð og verkefni í norðurslóðamálum
Í síðustu viku [þriðjudaginn 14. janúar flutti Natalia Loukacheva, fyrsti Nansen-prófessorinn við Háskólann á Akureyri, opinberan fyrirlestur í Norræna húsinu um stöðu mála á norðurslóðum. Hún reisti skoðanir sínar meðal annars á ferðum sem hún hafði farið til rannsókna fyrir norðan Rússland annars ...
Húsnæðismálin komin á dagskrá þjóðfélagsumræðna með afgerandi hætti
Það er ljóst af forystugrein Morgunblaðsins í dag og grein Guðna Ágústssonar, fyrrum ráðherra á leiðaraopnu blaðsins, að húsnæðismálin eru komin á dagskrá þjóðfélagsumræðna með afgerandi hætti.