Mánudagurinn 25. janúar 2021

Fimmtudagurinn 23. janúar 2014

«
22. janúar

23. janúar 2014
»
24. janúar
Fréttir

Hvalkjöt gert upptækt á Grüne Woche í Berlín

Þýskir tollverðir gerðu ólöglegt norskt hvalkjöt upptækt á Grüne Woche matvælasýningunni í Berlín miðvikudaginn 22. janúar. Um var að ræða þrjú kíló af hrefnukjöti á norsku sýningarborði. Hvalfriðunarsinnar og dagblaðið BZ létu yfirvöld vita af kjötinu. Sala á hvalkjöti er bönnuð í Þýskalandi. Svo...

Bandaríska sendiherraefnið á Íslandi: Áréttar gildi ratsjárstöðvanna fyrir öryggi NATO og Bandaríkjanna - segir íslensku lög­regluna hafa brotið upp fíkniefnahring með hinni bandarísku

Væntanlegur sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi sagði við utanríkis­mála­nefnd öldunga­deildar Bandaríkjanna að þrátt fyrir brottför varnarliðsins skipti Ísland miklu fyrir heildaröryggi Bandaríkjanna eins og sjá mætti af ratsjárstöðvum NATO í landinu. Þá hefði íslenska lög­reglan unnið að því með bandarískum lög­regluyfirvöldum að brjóta upp alþjóðlegan fíkniefnahring.

Vega­bréfasala Möltu­stjórnar mælist illa fyrir í Brussel - stuðningsmenn stjórnar­innar segjast ekki búa í nýlendu

Framkvæmda­stjórn ESB undirbýr málsókn á hendur ríkis­stjórn Möltu til að hnekkja ákvörðun hennar um að selja erlendum mönnum utan ESB vega­bréf og þar með ríkisborgararétt á Möltu og innan ESB/EES-svæðisins. Efasemdir eru um heimild til slíks málatilbúnaðar af hálfu ESB þar sem ákvörðun um ríkisborgararétt sé sérmál hvers aðildarríkis en ekki sameiginlegt eða yfirþjóðlegt málefni.

Úkraína: Vopnahlé fram eftir degi á meðan leitað er friðar - fylkingar gráar fyrir járnum við víggirðingar

Eldar loga í víggirðingum á milli mótmælenda og lög­reglu í Kiev fimmtudaginn 23. janúar á meðan talsmenn mótmælenda sitja að nýju fund með Viktor Janúsjenkó, forseta Úkraínu, í leit að friðsamlegri lausn á deilum sem magnast hafa á götum úti í tæpa tvo mánuði. Vopnahlé ríkir fram til klukkan 18.00 í...

Nýr sendiherra Bandaríkjanna í Noregi opinberar þekkingarleysi sitt

Nýr bandarískur sendiherra í Noregi, sem kom fyrir þing­nefnd í öldunga­deild Bandaríkjaþings, George Tsunis að nafni af grískum ættum vakti athygli fyrir þekkingarleysi á Noregi. John McCain, öldunga­deildarþingmaður spurði sendiherrann hvað hann segði um Framfara­flokkinn norska, sem nú á aðild að ríkis­stjórn landsins.

Þýzkaland: Bæjaraland samþykkir útgáfu Mein Kampf með athugasemdum

Bæjaraland, sem er sérstakt fylki í Sambandslýðveldinu Þýzkalandi á útgáfuréttinn að Mein Kamp, hinu þekkta riti Adolfs Hitlers vegna þess að hann átti lögheimili þar þegar hann dó. Útgáfurétturinn rennur út á næsta ári.

Davos hefur áhyggjur af uppgangi hægri flokka

Elítan í Davos óttast framgang hægri flokka í kosningum til Evrópu­þingsins í vor að sögn euobserver. Vefmiðillinn segir að þetta fólk telji að uppgangur hægri flokka geti leitt til þess að erfiðara verði að stjórna.

Olli Rehn: Það tekur 10 ár að leysa efnahagskreppuna á Spáni

Olli Rehn, sem sæti á í framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins og fer með efnahagsmál, segir í samtali við spænska dagblaðið El País að það muni taka 10 ár að leysa efnahagskreppuna á Spáni.

Leiðarar

Varnaðarorð frá Brussel um vaxandi atvinnuleysi, fátækt og félagslegan ójöfnuð vegna evrunnar

Frá því að íslensk stjórnvöld gripu til róttækra efnahagsráðstafana haustið 2008 með lækkun gengis samhliða þjóðnýtingu á lífvænlegum hluta bankakerfisins hafa ýmsir erlendir hag­fræðingar bent á þessa leið sjálfstæðs Evrópu­ríkis utan ESB sem vænlegri kost en þá aðferð sem beitt hefur verið innan ESB...

Í pottinum

Glundroðinn á vinstri vængnum

Það má búast við mikil hreyfing verði á fylgi flokka á vinstri væng stjórnmálanna í könnunum fram að sveitar­stjórnar­kosningum. Þar ríkir sannkallaður glundroði en ekki er ólíklegt að sá flokkanna eða framboða á vinstri kantinum sem nær beztum árangri í borgar­stjórnar­kosningum í Reykjavík í vor festi sig í sessi sem forystuafl til vinstri. Það er óbreytt staða hjá Samfylkingunni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS