Mánudagurinn 25. janúar 2021

Föstudagurinn 31. janúar 2014

«
30. janúar

31. janúar 2014
»
1. febrúar
Fréttir

Frakklands­forseti segir ekki forgangsverkefni að fara að óskum Camerons

François Hollande Frakklands­forseti sagði á blaðamannafundi í Englandi föstudaginn 31. janúar að loknum fundi með David Cameron forsætis­ráðherra að enginn gæti vænst þess að Evrópu­sambandið „færi að fordæmi“ eins lands. Hann taldi „ekki forgangsverkefni um þessar mundir“ að verða við óskum Camerons...

Rússland: Um 25% karla falla frá fyrir 55 ára aldur - vodkadrykkja leiðir flesta til bana - sveiflast eftir stjórnmálaástandi

Niðurstöður rannsókna um dauðsföll karlmanna í Rússlandi sem birtist í læknatímaritinu Lancet sýna að 25% rússneskra karlmanna deyja áður en þeir verða 55 ára, flestir vegna áfengisneyslu. Í Bretlandi deyja 7% karla fyrir 55 ára aldur. Dánarorsakir yngri en 55 ára í Rússlandi má einkum rekja til lifrarveiki og áfengiseitrunar. Margir verða einnig fyrir slysum í slagsmálum.

Vandræðalegt sendiherrahefni í Noregi safnaði miklu fé fyrir Obama

Geroge Tsunis, verðandi sendiherra Bandaríkjanna í Noregi sem hljóp illa á sig fyrir öldunga­deild.

Svíþjóð: Öfgasinnaðir múslimar vaxandi ógn

Í nýrri skýrslu, sem unnin hefur verið á vegum sænskra stjórnvalda kemur fram, að öfgasinnaðir múslimar séu vaxandi ógn í Svíþjóð. Aðal hættan stafi frá þeim, sem hafi farið til átakasvæða og fengið þar hernaðarþjálfun. Í skýrslunni kemur fram að þessir hópar telji Svíþjóð æskilegt skotmark og þá sérstaklega einstaklingar, sem hafi gert lítið úr Islam.

Belgía: Stjórnvöld vísa 2712 borgurum ESB-ríkja úr landi

Belgísk stjórnvöld hafa skrifað 2712 borgurum í aðildarríkjum ESB bréf og vísað þeim úr landi á þeirri forsendu að þeir séu óréttlætanleg byrði fyrir velferðarkerfi landsins. Meirihluti þeirra, sem hafa fengið slíkt bréf eru frá Búlgaríu og Rúmeníu en næst í röðinni eru Spánverjar og Ítalir. Á meðal þeirra, sem fengið hafa slíkt bréf eru námsmenn og atvinnulausir.

Grikkland: Samaras hafnar hugmyndum um samstarf við SYRIZA og nýjar kosningar

Antonis Samaras, forsætis­ráðherra Grikklands vísaði því á bug í gær að hugmyndir væru um samstarf Nýja Lýðræðis­flokksins og SYRIZA, bandalags vinstri manna í ríkis­stjórn. Þetta kom fram í ræðu Samaras á fundi með þingmönnum flokks hans. Hann hafnaði einnig hugmyndum um að efna til þingkosninga nú. Samaras sagði að Grikkir hefðu staðið við skuldbindingar sínar gagnvart lánardrottnum.

Leiðarar

Eru ólík trúarbrögð helzta ástæða stríðsátaka á 21. öld?

Tony Blair, fyrrum forsætis­ráðherra Breta og leiðtogi Verkamanna­flokksins í Bretlandi á þeim tíma, skrifaði athyglisverða grein í brezka blaðið Guardian fyrir skömmu (sem sagt var frá hér á Evrópu­vaktinni), þar sem hann spáði því að gagnstætt því að styrjaldir 20. aldarinnar hefðu verið sprottnar af...

Í pottinum

Skoðanakannanir Morgunblaðsins vekja spurningar fyrir Sjálfstæðis­flokkinn í Reykjavík

Eftir því sem Morgunblaðið birtir fleiri kannanir um fylgi flokka í einstökum byggðarlögum (sem er til mikillar fyrirmyndar hjá blaðinu) vakna fleiri spurningar um laka stöðu Sjálfstæðis­flokksins í hinu gamla höfuðvígi flokksins í Reykjavík í samanburði við önnur byggðarlög.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS