Föstudagurinn 15. janúar 2021

Sunnudagurinn 2. febrúar 2014

«
1. febrúar

2. febrúar 2014
»
3. febrúar
Fréttir

Kanada: Conrad Black sviptur heiðursmerki og titli - situr enn í ensku lávarða­deildinni

Kanada­stjórn hefur svipt Conrad Black, fyrrverrandi fjölmiðla­kóng, heiðursmerkinu +Order of Canada+, Kanadaorðunni, virðulegustu orðu landsins.

Sjóslys við Grænland: 55 ár frá því að Hans Hedtoft sökk - aðeins bjarghringur fannst á Íslandi - þáttaskil í leit og björgun við Grænland

Þess er nú minnst að 55 ár eru liðin frá því að danska skipið Hans Hedtoft fórst undan Hvarfi (Kap Farvel) syðsta odda Grænlands. Ekkert fannst af skipinu nema bjarghringur.

Grikkland: Verði GD bönnuð tekur Þjóðleg Dögun við

Verði Gullin Dögun (nýfasista­flokkur) bönnuð mun Þjóðleg Dögun verða stofnuð, sagði Ilias Kassidaris, talsmaður GD á fundi með um 3000 stuðningsmönnum Gullinnar Dögunar í gær, laugardag. Fundurinn var friðsamlegur að sögn ekathimerini en til einhverra ryskinga kom á fundi vinstri manna, sem haldinn var á Syntagma-torgi í Aþenu á sama tíma.

Grikkland: Þjóðverjar undirbúa þriðja björgunarpakkann

Þýzk stjórnvöld eru að undirbúa þriðja björgunarpakkann fyrir Grikkland að því er fram kemur í þýzka tímaritinu Spiegel og gríski vefmiðillinn ekathimerini segir frá.

Mikil verðlækkun á hluta­bréfum á stærstu mörkuðum heims í janúar

Mikil lækkun varð á hluta­bréfamörkuðum í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan í janúar og er það í fyrsta sinn í fjögur ár.

Bretland: Hugveita vill takmarka rétt útlendinga utan ESB til fasteignakaupa

Brezk hugveita, Civitas, sem dagblaðið Guardian segir að sé hægri sinnuð hvetur til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir að útlendingar utan ESB geti keypt fasteignir í Bretlandi með þeim hætti sem þeir hafa gert og jafnframt að réttur þeirra til að fjárfesta í nýbyggingum verði tak­markaður.

Evru­svæðið: Verðbólga lækkar enn-ýtir undir áhyggjur um verðhjöðnun

Nýjar hagtölur á evru­svæðinu hafa ýtt undir áhyggjur af Því að verðhjöðnun sé framundan í evruríkjum.

Pistlar

Verkalýðshreyfingin í Portúgal telur aðhaldsaðgerðir og kerfisbreytingar hafa aukið á fátækt, atvinnuleysi og ójöfnuð

Sumir stjórnmálamenn innan Evrópu­sambandsins og á evru­svæðinu hafa haldið því fram, að evrukreppan væri að baki. Það hafa gjarnan verið þeir sem í áhrifastöðum hafa staðið að þeim aðgerðum, sem gripið hefur verið til vegna vandamál svo­nefndra jaðarríkja í Evrópu.

Hafa neyðaraðgerðir vegna einstakra evruríkja skilað árangri?

Í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag, sunnudag 2. febrúar 2014 er frá því sagt að stjórnvöld í Berlín undirbúi nú nýjan björgunarpakka fyrir Grikkland, þann þriðja í röðinni. Það er fjármála­ráðuneyti Wolfgangs Schauble, sem hefur forystu um það en stærð pakkans er talinn nema 10-20 milljörðum evra, sem...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS