Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Mánudagurinn 3. febrúar 2014

«
2. febrúar

3. febrúar 2014
»
4. febrúar
Fréttir

Þýski utanríkis­ráðherrann hálfvolgur í stuðningi við ESB-óskir Breta

. Frank-Walter Steinmeier, utanríkis­ráðherra Þýskalands, lýsti mánudaginn 3. febrúar hálfvolgum stuðningi við vonir Breta um breytingar á sáttmálum ESB. Fyrir nokkrum dögum gerðu Frakkar ljóst að þeir hefðu ekki sérstakan áhuga á að semja við Breta um ný ESB-aðildarkjör. Steinmeier lét þessi orð f...

Frakkland: Kattarníðingur dæmdur í eins árs fangelsi

Sakadómur í Marseille í Frakklandi dæmdi mánudaginn 3. febrúar mann í eins árs fangelsi fyrir að kasta kettlingi í vegg og sýna mynd af því á netinu. Kettlingurinn, Óskar, lifði kastið en tvær lappir hans brotnuðu. Myndbandið sem nú hefur verið fjarlægt af YouTube vakti ofsareiði um allt Frakkland ...

Innanríkismála­stjóri ESB: Spillingin innan ESB er „ógnvekjandi“ - um 75% íbúa ESB-ríkja telja spillingu útbreidda í landi sínu

Spillingin innan ESB er „ógnvekjandi“ og kostar hagkerfi ESB um 120 milljarða evra á ári segir í nýrri skýrslu sem Ccelia Malmström, innanríkismála­stjóri ESB, kynnti mánudaginn 3. febrúar. Skýrsluna má lesa hér: http://ec.europa.eu/dgs/home-affairs/e-library/documents/policies/organized-crime-and-hu...

Malmö: Sprenging í dómshúsi-grunsamlegur pakki í öðru

Dómshús í Malmö var yfirgefið í morgun eftir að grunsamlegur pakki fannst þar. Fyrr um morguninn hafði orðið sprenging í öðru dómshúsi í borginni. Búið er að fjarlægja pakkann og svæði í kringum dómshúsið lokað af. Nærliggjandi skóli með 270 nemendum var einnig rýmdur.

Noregur: Glæpagengi frá Svíþjóð stunda innbrot í Osló

Glæpagengi frá úthverfum Stokkhólms og Gautaborgar hafa tekið upp á því að ferðast til Noregs og brjótast inn í hús að sögn lög­reglunnar í Osló. Í morgun voru fjórir sænskir ríkisborgarar handteknir og ákærðir fyrir fjögur innbrot í Osló á einni viku.

ESB: Norðmenn og Kanadamenn áfrýja úrskurði WTO um sölubann á selaafurðum

Bæði Noregur og Kanada hafa ákveðið að áfrýja úrskurði WTO (World Trade Organisation) frá því í nóvember, sem stóð með Evrópu­sambandinu, sem bannaði innflutning á selaafurðum frá þessum tveimur löndum á árinu 2009. Norðmenn og Kanadamenn lögðu það bann fyrir WTO og héldu því fram að seladrápið væri ...

Verðfall hluta­bréfa hélt áfram í Asíu í nótt-vaxandi þrýstingur á Seðlabanka Evrópu

Verðfall hélt áfram á á hluta­bréfum í Asíu í nótt, sem er að sögn Reuters-fréttastofunnar vísbending um að ekkert sé að slakna á neikvæðri þróun á fjármálamörkuðum þróunarríkja.

Leiðarar

Átök innan ESB um meginlínur

Hinar stóru línur í málefnum Evrópu­sambandsins og evru­svæðisins eru smátt og smátt að skýrast. Vandi evruríkjanna er að töluverðu leyti heimatilbúinn. Þegar evran var tekinn upp varð til mikið innstreymi fjármagns í jaðarríkjunum og opinberir aðilar, fyrirtæki og einstaklingar fengu aðgang að miklu lánsfé á lágum vöxtum.

Í pottinum

Rangfærslur á dv.is vegna komu Richards Norths - Mörður fullur vandlætingar

Nokkru áður en dr. Richard North kom hingað til lands frá Bretlandi að frumkvæði Evrópu­vaktarinnar hafði fyrirlestur hans í Háskóla Íslands verið kynntur hér á vefsíðunni.

Fréttablaðið: Einungis 26,2% hlynnt inngöngu í ESB

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag birtist frétt þess efnis, að „lítill áhugi“ sé á inngöngu Íslands í Evrópu­sambandið skv. skoðanakönnun, sem blaðið hafi gert um helgina. Einungis 26,2% vilji inngöngu en 48,2% séu því andvíg. Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS