« 3. febrúar |
■ 4. febrúar 2014 |
» 5. febrúar |
Grænland: Engin áform um að hrófla við einokun Royal Arctic Line
Steen Lynge, heilbrigðis- og innviðaráðherra í Grænlandi, segir að grænlenska landstjórnin hafi á þessu stigi engin áform um að hrófla við einokun skipafélagsins Royal Arctic Line A/S (RAL) til farmflutninga við strendur Grænlands eða til og frá Grænlandi. Félagið hafi bæði rétt og skyldur gagnvart Grænlendingum.
ESB-þingið samþykkir strangar reglur gegn markaðsmisnotkun og innherjaviðskiptum
Yfirgæfandi meirihluti ESB-þingmanna (618 gegn 20) samþykkti þriðjudaginn 4. febrúar nýjar reglur um fjármálamarkaðinn þar sem sett eru hörð viðurlög við markaðsmisnotkun og innherjaviðskiptum. Þeir sem brjóta reglurnar verða ekki lengur aðeins sektaðir heldur kunna að verða dæmdir í fangelsi. Í ræ...
Kanna á spillingu innan Evrópusambandsins sjálfs segir Emily O‘Reilly , ESB-umboðsmaður (+European Ombudsman+) þriðjudaginn 4. febrúar, daginn eftir að birt var „ógnvekjandi“ skýrsla um spillingu í ESB-ríkjunum 28. „Stjórnsýsla ESB verður að standast ströngustu kröfur,“ segir ESB-umboðsmaðurinn. Hú...
Rússar, Asíuþjóðir og Miðausturlönd auka framlög til hermála
Rússar, Asíuþjóðir og Miðausturlönd halda áfram hernaðarlegri uppbyggingu á sama tíma og aðildarríki Atlantshafsbandalagsins halda áfram að draga úr framlögum til hermála.
Danmörk: Flótti frá SF-þrír áhrifamenn ganga úr flokknum á nokkrum dögum
Svo virðist sem flótti áhrifamanna úr Socialistisk Folkeparti í Danmörku sé hafinn eftir sviptingar í flokknum, sem leiddu til þess að hann hvarf úr ríkisstjórn fyrir skömmu. Nú síðast er það Ole Sohn, þingmaður SF sem hefur leitað inngöngu í þingflokk jafnaðarmanna á þeirri forsendu að hann vilji halda áfram stuðningi við ríkisstjórnina.
FT: Merkel styður Juncker sem næsta forseta framkvæmdastjórnar ESB
Jean-Claude Juncker, fyrrum forsætisráðherra Lúxemborgar nýtur stuðnings Angelu Merkel, kanslara Þýzkalands til þess að verða næsti formaður framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta kemur fram í Financial Times. Blaðið hefur heimildir fyrir því að Merkel hafi sjálf hringt í Juncker og staðfest persónulegan stuðning sinn við hann.
Þýzkaland: Vaxandi áhyggjur af kostnaði vegna innflytjenda
Þótt Þýzkaland þurfi á innflytjendum að halda hafa Þjóðverjar vaxandi áhyggjur af kostnaði vegna þeirra, segir Financial Times. Blaðið segir að Angela Merkel hafi endurspeglað þetta almanna viðhorf þegar hún hafi sagt fyrir skömmu að Þjóðverjar ættu að nýta sér kosti þess að frjáls för fólks hafi verið tryggð innan ESB en heldur ekki loka augunum fyrir því ef það frelsi sé misnotað.
Utanríkisráðherra Þýzkalands: Ukip Þrándur í Götu samstarfs Evrópuríkja
Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýzkalands segir að framgangur flokka á borð við Ukip í Bretlandi sé þröskuldur í veg fyrir því samstarfi Evrópuríkja, sem hafi tryggt frið í Evrópu í áratugi. Utanríkisráðherrann er nú í heimsókn í Bretlandi og frá þessum ummælum hans segir í Daily Telegraph.
Fálkaorða frá dr. Svani - forsendurnar falskar
Það er næsta vandræðalegt fyrir Brynjar Níelsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, að gerast gleðigjafi Dr.
Flóttamenn á ferð á vinstri kantinum?
Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með þeim flótta, sem hafinn er frá SF í Danmörku í kjölfar þess að flokkurinn sagði sig úr ríkisstjórn Helle Thorning-Schmidt. Nú hafa tveir fyrrverandi ráðherrar flokksins sagt sig úr honum og einn þingmaður. Tveir hafa leitað inngöngu í þingflokk jafnaðarmanna en einn gengið í Radikale Venstre.