« 7. febrúar |
■ 8. febrúar 2014 |
» 9. febrúar |
Cameron höfðar til þjóðerniskenndar og hvetur Skota til að hafna sjálfstæði
David Cameron, forsætisráðherra Breta, hóf föstudaginn 7. febrúar formlega baráttu bresku ríkisstjórnarinnar til að hindra að Skotar slíti Sameinaða konungdæminu (United Kingdom, UK) í þjóðaratkvæðagreiðslu 18. september 2014. Í tilfinningaríkri ræðu hvatti hann Skota til að styðja aðild að konungdæ...
ESB beinir athyglinni að Georgíu og Moldovu
Forráðamenn Evrópusambandsins íhuga nú aðgerðir til þess að styrkja stöðu þeirra gagnvart Georgíu og Moldovu í framhaldi af krísunni í Úkraínu að sögn euobserver. Þær hugmyndir verða til umræðu á fundi utanríkisráðherra ESB-ríkja í Brussel á mánudag. Tillögurnar snúast um að gerð viðskiptasamninga við þessi tvö ríki verði lokið í ágúst.
Þýski stjórnlagadómstóllinn spornar gegn yfirþjóðlegu valdi
Þýski stjórnlagadómstóllinn í Karlsruhe setti verulegt strik í evru-reikninginn föstudaginn 7. febrúar þegar hann komst að þeirri niðurstöðu að áætlun Seðlabanka Evrópu um kaup skuldabréfa til að halda fjármálakerfi evrunnar á floti bryti að líkindum í bága við sáttmála ESB þótt með þröngri túlkun á...
Sölustjóri DV bíður spennt eftir afsögn Hönnu Birnu
Á vefsíðunni dv.is er Heiða B. Heiðars kynnt sem sölustjóri DV. Hún hefur verið virkur bloggari um nokkurt árabil og tók meðal annars þátt í stjórnmálastarfi innan Hreyfingarinnar undir formennsku Birgitta Jónsdóttur á sínum tíma. Birgitta berst sem kunnugt er fyrir sem mestri miðlun upplýsinga og s...
Sameiningarferli vinstri manna: Nær 100 ár að baki-önnur 100 ár framundan?
Vinstri grænir virðast ætla að beita sér fyrir „öflugri samstöðu“ á vinstri væng stjórnmálanna ef marka má fréttir af flokksráðsfundi þeirra. Það er ekki lítið verkefni, sem þeir ætla að taka sér fyrir hendur. Það gæti í ljósi fenginnar reynslu staðið yfir í næstu 100 ár vegna þess að tilraunir til þess að skapa „öfluga samstöðu“ vinstri manna eiga sér brátt 100 ára gamla sögu.