« 9. febrúar |
■ 10. febrúar 2014 |
» 11. febrúar |
Bandaríkin: Skipan fávíss fjársafnara í sendiherraembætti í Osló vekur hneykslan
Í Bandaríkjunum tíðkast að forsetinn verðlauni þá sem leggja verulega mikið af mörkum til kosningabaráttu hans með því að skipa þá sendiherra. Skiptar skoðanir eru um hve mikið gagn þeir gera í þágu utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Frá því hefur verið sagt hér á Evrópuvaktinni að George Tsunis, fjársafnari fyrir Barack Obama, fékk sendiherraembætti í Noregi að launum.
Yfirmenn íslenskra löggæslumála í heimsókn hjá Europol
Íslendingar gerðust aðilar að lögreglusamstarfi Evrópuríkja undir merkjum Europol (European law enforcement agencey) með samningi sem ritað var undir í júní 2001. Markmið samningsins er að auka samvinnu aðildarríkja ESB, fyrir milligöngu EUROPOL, og Íslands í baráttunni gegn alþjóðlegri glæpastarfs...
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að farið verði yfir öll tengsl við Sviss eftir að 50,3% kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 9. febrúar ákváðu að tekið skyldi fyrir frjálsa för ESB-borgara til Sviss og þeir fengju þar aðeins atvinnuleyfi miðað við stöðu efnahagsmála í Sviss. Undanfa...
Grikkland: Samaras segir enga þörf á frekari björgunaraðgerðum
Antonis Samaras, forsætisráðherra Grikklands, segir enga þörf á þriðju björgunaraðgerðinni við Grikkland, sem fréttir herma að séu í undirbúningi í þýzka fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í viðtali við þýzka dagblaðið Bild. Samaras segist ekki hafa fengið neina vísbendingu frá Schauble, fjármálaráðherra Þýzkalands um að slík áætlun væri í undirbúningi.
Frakkland: Hollande í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum
Francois Hollande, forseti Frakklands kemur í opinbera heimsókn til Washington í dag.
Laurent Fabius: Svisslendingum verður refsað
Laurent Fabius, utanríkisráðherra Frakklands segir að önnur Evrópuríki muni endurskoða tengsl sín við Svissland eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna í gær, sem endurveki kvóta á innflytjendur. Hann sagði í útvarpsviðtali í morgun að svo virtist sem Svisslendingar vildu draga sig inn í sjálfa sig.
Þjóðaratkvæðagreiðslan í Sviss
Stundum setur hinn almenni borgari strik í reikninginn með afgerandi hætti. Það gerðist hér á Íslandi í Icesave-málinu og það gerðist í Sviss í gær. Fyrir nokkrum vikum bentu skoðanakannanir til þess að tillaga um að takmarka fjölda innflytjenda til Sviss yrði felld í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún var hins vegar samþykkt.