Mánudagurinn 25. janúar 2021

Mánudagurinn 17. febrúar 2014

«
16. febrúar

17. febrúar 2014
»
18. febrúar
Fréttir

Franskir sjónvarps­stjórar óttast samkeppni frá Google, Apple og Netflix

For­stjórar þriggja stærstu einkareknu sjónvarpsstöðva Frakklands, TF1, Canal+ og M6 hafa farið þess á leit við ríkis­stjórnina að hún veiti þeim vernd gegn bandarískum keppinautum á borð við Google, Apple og Netflix sem búa sig undir að sækja inn á franskan markað.

Ný rússnesk her­stjórn á norðurslóðum fyrir árslok 2014

Rússnesk stjórnvöld munu koma á fót nýrri her­stjórn á norðurslóðum fyrir lok árs 2014 til að gæta hagsmuna sinna á Norður-Íshafi segir í frétt frá RIA Novosti í Moskvu mánudaginn 17. febrúar. „Nýja her­stjórnin mun ná til Norðurflotans, norðurslóða-hersveita, flughersins og loftvarnaliðs auk þess se...

Renzi reynir stjórnar­myndun á Ítalíu - lofar skjótum umbótum - hefur aldrei setið í ríkis­stjórn eða á þingi

Matteo Renzi, borgar­stjóri í Flórens og leiðtogi Lýðræðis­flokksins (mið-vinstri), hefur fengið umboð forseta Ítalíu til að mynda nýja ríkis­stjórn. Áður hafði Renzi beitt sér fyrir að Enrico Letta, flokksbróður hans, var ýtt úr forsætis­ráðherrastólnum.

ESB tekið til við að refsa Svisslendingum - taka rannsóknir og nemendaskipti í gíslingu

Framkvæmda­stjórn ESB tilkynnti sunnudaginn 16. febrúar að óhjákvæmilegt væri að gera hlé á viðræðum við Svisslendinga um þátttöku þeirra í nýrri rannsókna- og nemendaskipta­áætlun ESB þar sem svissneska ríkis­stjórnin teldi sér ekki fært að skrifa undir samning um réttindi innflytjenda frá Króatíu, ...

Leiðarar

Merkileg lýsing Thorbjörns Jaglands á stöðu mála í Evrópu

Karl Garðarsson, alþingis­maður Framsóknar­flokks, sem er jafnframt formaður Íslands­deildar Evrópu­ráðsþingsins, skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þingmaðurinn segir: "Mikil togstreita er innan Evrópu um þessar mundir. Það endurspeglaðist í ræðu Thorbjörns Jaglands, framkvæmda­stjóra Evrópu­ráðsins, á fundi ráðsins fyrir skömmu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS