« 16. febrúar |
■ 17. febrúar 2014 |
» 18. febrúar |
Franskir sjónvarpsstjórar óttast samkeppni frá Google, Apple og Netflix
Forstjórar þriggja stærstu einkareknu sjónvarpsstöðva Frakklands, TF1, Canal+ og M6 hafa farið þess á leit við ríkisstjórnina að hún veiti þeim vernd gegn bandarískum keppinautum á borð við Google, Apple og Netflix sem búa sig undir að sækja inn á franskan markað.
Ný rússnesk herstjórn á norðurslóðum fyrir árslok 2014
Rússnesk stjórnvöld munu koma á fót nýrri herstjórn á norðurslóðum fyrir lok árs 2014 til að gæta hagsmuna sinna á Norður-Íshafi segir í frétt frá RIA Novosti í Moskvu mánudaginn 17. febrúar. „Nýja herstjórnin mun ná til Norðurflotans, norðurslóða-hersveita, flughersins og loftvarnaliðs auk þess se...
Matteo Renzi, borgarstjóri í Flórens og leiðtogi Lýðræðisflokksins (mið-vinstri), hefur fengið umboð forseta Ítalíu til að mynda nýja ríkisstjórn. Áður hafði Renzi beitt sér fyrir að Enrico Letta, flokksbróður hans, var ýtt úr forsætisráðherrastólnum.
ESB tekið til við að refsa Svisslendingum - taka rannsóknir og nemendaskipti í gíslingu
Framkvæmdastjórn ESB tilkynnti sunnudaginn 16. febrúar að óhjákvæmilegt væri að gera hlé á viðræðum við Svisslendinga um þátttöku þeirra í nýrri rannsókna- og nemendaskiptaáætlun ESB þar sem svissneska ríkisstjórnin teldi sér ekki fært að skrifa undir samning um réttindi innflytjenda frá Króatíu, ...
Merkileg lýsing Thorbjörns Jaglands á stöðu mála í Evrópu
Karl Garðarsson, alþingismaður Framsóknarflokks, sem er jafnframt formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, skrifar athyglisverða grein í Morgunblaðið í dag, sem ástæða er til að vekja athygli á. Þingmaðurinn segir: "Mikil togstreita er innan Evrópu um þessar mundir. Það endurspeglaðist í ræðu Thorbjörns Jaglands, framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, á fundi ráðsins fyrir skömmu.