« 20. febrúar |
■ 21. febrúar 2014 |
» 22. febrúar |
Á mbl.is föstudaginn 21. febrúar er leitað álits formanna þriggja stjórnmálaflokka á tillögu ríkisstjórnarinnar um að afturkalla ESB-aðildarumsóknina. Hér er stuðst við svör þeirra á mbl.is: -Katrín Jakobsdóttir- Morgunblaðið spurði Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, um tillögu stjórnarflokkanna ...
Þingsályktunartillagan komin fram á Alþingi
Þingsályktunartillagan um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, sem samþykkt var í þingflokkum stjórnarflokkanna í dag er nú komin fram á þingi. Henni var dreift í kvöld. Hún hljóðar svo: "Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.
Þingflokkar ríkisstjórnarinnar samþykkja að ESB-viðræðum verði slitið með ályktun alþingis
Þingflokkar sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, ríkisstjórnarflokkarnir, samþykktu föstudaginn 21. febrúar að ESB-viðræðunum verði slitið með ályktun alþingis segir á ruv.is Fréttin á ruv.is er eftirfarandi: „Meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokks styður að þingsályktunartillaga verði lögð f...
ESB-málið á alþingi: Katrín Jakobsdóttir skýrir ekki pólitískan „ómöguleika“ í afstöðu VG
Katrín Jakobsdóttir, formaður vinstri-grænna (VG), líkir stöðu aðildarviðræðna við ESB með stuðningi VG án þess að flokkurinn vilji aðild að ESB við það þegar minnihlutastjórn Verkamannaflokksins í Noregi samdi við ESB en Norðmenn felldu niðurstöðuna í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Hagfræðistofnun: „Treglega“ gekk að sætta „ólík sjónarmið“
Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um Ísland og ESB er fjallað ítarlega um landbúnaðarmál.
Hagfræðistofnun: „Ekki að öllu leyti... hefðbundnar samningaviðræður“
Í skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ um stöðu viðræðna Íslands við Evrópusambandið er m.a. fjallað um í hverju þessar viðræður eru fólgnar. Þar segir: "Í aðildarviðræðum er fjallað um skilyrði fyrir aðild og hvernig Ísland muni taka upp og hrinda í framkvæmd réttarreglum sambandsins. Er því ekki að öll...
Hagfræðistofnun: „Fátt bendir til að hægt sé að fá varanlegar undanþágur“
Í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, um viðræður Íslands við Evrópusambandið, sem nú er til umræðu á Alþingi segir að „fátt bendi til að hægt sé að fá varanlegar undanþágur“ og nefnir stofnunin þar sérstaklega fjóra þætti. Orðrétt segir í skýrslunni: "Ólíklegt er að hægt sé að sækja um varanlega undanþágu frá takmörkunum varðandi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegsfyrirtækjum.
Þeir vilja ljúka aðlögun Íslands að regluverki ESB-ekki „samningaviðræðum“
Þrennt einkennir umræðurnar á Alþingi um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við ESB og þróun sambandsins.
Ásmundur Einar: ESB er „pólitískt spilavíti“
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður lýsti stöðu Evrópusambandsins vel í orðaskiptum við Steingrím J. Sigfússon á Alþingi í gær, þegar hann spurði Steingrím, hvort hann ætlaði að standa við grundvallarstefnu VG eða fara í það „pólitíska spilavíti“, sem ESB væri nú. Þetta er rétt lýsing hjá þing...