« 28. febrúar |
■ 1. mars 2014 |
» 2. mars |
Efri deild rússneska þingsins, sambandsráðið, samþykkti einróma laugardaginn 1. mars beiðni frá Vladimír Pútín Rússlandsforseta um heimild til að senda herlið til Krímskaga í Úkraínu. Forsetinn sagði aðgerðina nauðsynlega til að vernda rússneskan þjóðernisminnihluta á skaganum. Þá vill sambandsráðið...
Björg Thorarensen prófessor tekur undir sjónarmið Bjarna um „pólitískan ómöguleika“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því sem „pólitískum ómöguleika“ að ríkisstjórn sem er andvíg aðild Íslands að ESB efni til þjóðaratkvæðagreiðslu og spyrji hvort hefja eigi ESB-aðildarviðræður. Björg Thorarensen, prófessor í stjórnlagafræði við HÍ og fyrrv.
Finnland: Grikkland helzta málið í kosningum til Evrópuþings?
Grikkland verður eitt helzta kosningamálið í kosningabaráttunni til Evrópuþingsins í Finnlandi ef Sannir Finnar fá einhverju um það ráðið að sögn euobserver. Timo Soini, leiðtogi flokksins hefur verið harður gagnrýnandi á þátttöku Finnlands í aðstoð við Grikkland.
ESB: Þjóðverjar og Finnar gagnrýna tilslökun vegna aðhaldsaðgerða
Fjármálaráðuneyti Þýzkalands og Finnlands hafa sent athugasemdir til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í Brussel þar sem fram kemur hörð gagnrýni á viðleitni framkvæmdastjórnarinnar til að slaka á kröfum um aðhaldsaðgerðir í einstökum evruríkjum.
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir í skýrslu sinni um stöðu viðræðna Íslands við Evrópusambandið og þróun þess að „skoðun nokkurra aðildarsamninga leiði í ljós að nýjum aðildarríkjum hefur ekki tekizt að fá varanlegar undanþágur frá hinni sameiginlegu stefnu Evrópusambandsins í fiskimálum þrátt fyrir tilraunir í þá átt.“ Síðan segir orðrétt (á bls.
Skýr meirihluti á alþingi gegn ESB-aðildarviðræðum
Eftir að Einar K. Guðfinnsson, forseti alþingis, beitti sér fyrir sáttum á þingi fimmtudaginn 27. febrúar var ákveðið að utanríkismálanefnd alþingis tæki tvær tillögur til meðferðar í nefndaviku þingsins sem hefst mánudaginn 3. mars. Annars vegar er tillaga Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðhe...
Víglundur skrifar Ragnheiði þingflokksformanni sjálfstæðismanna
+Miðvikudaginn 26. febrúar sendi Víglundur Þorsteinsson bréf til Ragnheiðar Ríkharðsdóttur formanns þingflokks sjálfstæðismanna. Þegar Víglundur hafði ekki fengið svar föstudaginn 28. febrúar fór hann þess á leit við Evrópuvaktina að bréfið birtist sem pistill á vefsíðunni. Fer bréfið hér á eftir.+ ...
Víglundur Þorsteinsson var talsmaður Þorsteins Pálssonar, þáv. formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 1991 þegar Davíð Oddsson bauð sig fram gegn Þorsteini og felldi hann.
Gullnáma fyrir stjórnmálafræðinema
Þær umræður, sem nú fara fram um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka svo og um skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands eru gullnáma fyrir stjórnmálafræðinema í háskólum landsins. Nú gefst einstakt tækifæri til að rannsaka umræður á Alþingi og staðreyndir þeirra mála, sem þar er fjallað um.