Sunnudagurinn 24. janúar 2021

Laugardagurinn 15. mars 2014

«
14. mars

15. mars 2014
»
16. mars
Fréttir

Noregur: Þríhliða heræfingu með Rússum á norðurslóðum aflýst

Norska varnarmála­ráðuneytið segir líklegt að þríhliða heræfingu undir nafninu Northern Eagle sem ætlunin var að yrði í maí verði aflýst.

Írskur ESB-þingmaður ræðst á Damanaki fyrir að hafa ekki refsað Íslendingum sem neiti að skrifa undir makrílsamning

Írski ESB-þingmaðurinn Pat the Cope Gallagher hvatti til þess í ræðu á ESB-þinginu að framkvæmda­stjórn ESB gripi til refsiaðgerða gegn Íslendingum fyrir „ábyrgðarlausar veiðar“ á makríl í Norðaustur-Atlantshafi.

Varnarmála­ráðherra Finna: Minni háttar atburður á Krím getur leitt til átaka

Carl Haglund, varnarmála­ráðherra Finnlands sagði í sjónvarpsviðtali í Finnlandi í morgun að úrslit þjóðar­atkvæða­greiðslunnar á Krímskaga á morgun og viðbrögð við henni muni ráða miklu um framhaldið. Það verði ekki sízt fróðlegt að sjá hversu margir taki þátt í atkvæða­greiðslunni.

Rússland: Norðurflotinn opnar á ný herstöð í 50 km fjarlægð frá Finnlandi

Hinn nýi Norðurfloti Rússlands hefur opnað á ný herstöði í Alakurtti, sem er í 50 kílómetra fjarlægð frá landamærum Finnlands og þar verða staðsettir um 3000 sér­fræðingar í fjarskiptum að því er hernaðaryfirvöld í Rússlandi hafa staðfest við Izvestia.

Leiðarar

Sérhagsmunagæsla og ESB-aðild - innantóm orð þingmanna

Í umræðum á alþingi um tillöguna um afturköllun ESB-umsóknarinnar sagði hinn eldheiti ESB-aðildarsinni Sigríður Ingibjörg Inga­dóttir, þingmaður Samfylkingar­innar: „Ég þakka hv. þingmanni fyrir mjög góða ræðu og ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið. Við erum að fjalla um peningalega hagsmuni þröngra sérhagsmunahópa.“ Hinn „hv.

Í pottinum

Hver bað Brussel um að afhenda Steingrími J. ekki rýniskýrsluna?

Í frétt hér á Evrópu­vaktinni hinn 13. marz sl. segir: „Steingrímur J. gerði sér ferð til Brussel í janúar 2012 til að fá rýniskýrsluna en var neitað um hana.“ Hér er átt við rýniskýrslu um sjávar­útvegsmál. Þeir sem til þekkja telja nánast óhugsandi að ráðherra frá umsóknarríki sé neitað um...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS