Mánudagurinn 18. janúar 2021

Miðvikudagurinn 19. mars 2014

«
18. mars

19. mars 2014
»
20. mars
Fréttir

Stoltenberg sagður koma til álita sem framkvæmda­stjóri NATO

Anders Fogh Rasmussen, fyrrv. forsætis­ráðherra Dana, lætur af embætti framkvæmda­stjóra NATO á þessu ári. Leitin að eftirmanni hans er hafin og í norskum fjölmiðlum er nú rætt um að Jens Stoltenberg, fyrrv. forsætis­ráðherra Noregs, komi til álita. Vangaveltur manna í Noregi hníga að því að Stoltenberg muni taka boði um embættið.

Ólafur Ragnar gagnrýnir norskan aðstoðar­utanríkis­ráðherra fyrir að hallmæla Rússum á norðurslóðaráð­stefnu - taki ekki nema klukkustund að eyðileggja samstarf ríkjanna

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti miðvikudaginn 19. mars ræðu við setningu Norðurslóðaráð­stefnu í Bodö í Noregi á vegum Nordland-háskóla. Heiti hennar er Arctic Dialogue – Samræður um Norðurslóðir. Í umræðum lýsti forsetinn óánægju með gagnrýni Ingvild Næss Stub, aðstoðar­utanríkis­ráðherr...

Rússar segja ESB-menn banna Van Rompuy að heimsækja Moskvu- bannlisti ESB lengist

Rússar brugðust illa við miðvikudaginn 19. mars þegar fréttir bárust um að Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefði aflýst för sinni til Moskvu. Rússneska utanríkis­ráðuneytið sagði að Van Rompuy hefði ekki fengið leyfi ráðamanna innan ESB til að kynna sér hið sanna og rétta, raunar skipti ...

Þýzkur sér­fræðingur: Stefnir í kalt stríð sem getur staðið í 10 ár

Við stefnum í nýtt kalt stríð. Þetta kalda stríð getur staðið í 10 ár, segir Eberhard Schneider, þýzkur stjórnmála­fræðingur og sér­fræðingur í málefnum Austur-Evrópu í samtali við Deutsche-Welle, þýzku fréttastofuna. Hann segir að síðustu daga og vikur hafi Pútín ekki verið fær um að taka þátt í samtölum og samskiptum við Vesturlönd.

Finnskur hershöfðingi: „Þeir mundu ekki dirfast að koma hingað“

Í morgun, miðvikudagsmorgun, komu þrír sér­fræðingar fram í sjónvarpi finnsku Yle-fréttasrtofunnar og ræddu áhrif atburðanna á Krímskaga á Finna. Einn af þeim var Gustav Haaglund, hershöfðingi, fyrrum yfirmaður finnska hersins. Hann sagði: "Þeir mundu ekki dirfast að koma hingað. Þeir vita að þeir mundu finna fyrir því. Við stöndum vörð um sögulegan árangur okkar.

Leiðarar

Okkur skortir heildarsýn á stöðu okkar

Okkur Íslendinga skortir heildarsýn á stöðu okkar í sam­félagi þjóðanna. Hún var skýr til loka kalda stríðsins og mótaðist af þeirri afstöðu sem við tókum til átakamála á þeim tíma.

Í pottinum

Eitt orð útvarps­stjóra boðar nýja tíma innan húss og utan

Ríkisútvarpið tapar um einni milljón króna á dag þegar nýr útvarps­stjóri tekur við störfum. Magnús Geir Þórðarson sýndi á fyrsta fundi sínum með starfsfólki ríkisútvarpsins að hann tekur djarfar ákvarðanir. Hann ætlar meðal annars að auka jafnrétti í stjórnendahópi stofnunarinnar.

Um þetta þögðu þeir

Smátt og smátt eru að koma fram upplýsingar um aðildar­viðræður okkar við ESB sem hefur verið haldið vandlega leyndum til þessa. Sumt af þessu var rakið í frétt hér á Evrópu­vaktinni í gær.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS