Stoltenberg sagður koma til álita sem framkvæmdastjóri NATO
Anders Fogh Rasmussen, fyrrv. forsætisráðherra Dana, lætur af embætti framkvæmdastjóra NATO á þessu ári. Leitin að eftirmanni hans er hafin og í norskum fjölmiðlum er nú rætt um að Jens Stoltenberg, fyrrv. forsætisráðherra Noregs, komi til álita. Vangaveltur manna í Noregi hníga að því að Stoltenberg muni taka boði um embættið.
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson flutti miðvikudaginn 19. mars ræðu við setningu Norðurslóðaráðstefnu í Bodö í Noregi á vegum Nordland-háskóla. Heiti hennar er Arctic Dialogue – Samræður um Norðurslóðir. Í umræðum lýsti forsetinn óánægju með gagnrýni Ingvild Næss Stub, aðstoðarutanríkisráðherr...
Rússar segja ESB-menn banna Van Rompuy að heimsækja Moskvu- bannlisti ESB lengist
Rússar brugðust illa við miðvikudaginn 19. mars þegar fréttir bárust um að Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefði aflýst för sinni til Moskvu. Rússneska utanríkisráðuneytið sagði að Van Rompuy hefði ekki fengið leyfi ráðamanna innan ESB til að kynna sér hið sanna og rétta, raunar skipti ...
Þýzkur sérfræðingur: Stefnir í kalt stríð sem getur staðið í 10 ár
Við stefnum í nýtt kalt stríð. Þetta kalda stríð getur staðið í 10 ár, segir Eberhard Schneider, þýzkur stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu í samtali við Deutsche-Welle, þýzku fréttastofuna. Hann segir að síðustu daga og vikur hafi Pútín ekki verið fær um að taka þátt í samtölum og samskiptum við Vesturlönd.
Finnskur hershöfðingi: „Þeir mundu ekki dirfast að koma hingað“
Í morgun, miðvikudagsmorgun, komu þrír sérfræðingar fram í sjónvarpi finnsku Yle-fréttasrtofunnar og ræddu áhrif atburðanna á Krímskaga á Finna. Einn af þeim var Gustav Haaglund, hershöfðingi, fyrrum yfirmaður finnska hersins. Hann sagði: "Þeir mundu ekki dirfast að koma hingað. Þeir vita að þeir mundu finna fyrir því. Við stöndum vörð um sögulegan árangur okkar.
Okkur skortir heildarsýn á stöðu okkar
Okkur Íslendinga skortir heildarsýn á stöðu okkar í samfélagi þjóðanna. Hún var skýr til loka kalda stríðsins og mótaðist af þeirri afstöðu sem við tókum til átakamála á þeim tíma.
Eitt orð útvarpsstjóra boðar nýja tíma innan húss og utan
Ríkisútvarpið tapar um einni milljón króna á dag þegar nýr útvarpsstjóri tekur við störfum. Magnús Geir Þórðarson sýndi á fyrsta fundi sínum með starfsfólki ríkisútvarpsins að hann tekur djarfar ákvarðanir. Hann ætlar meðal annars að auka jafnrétti í stjórnendahópi stofnunarinnar.