Föstudagurinn 22. janúar 2021

Fimmtudagurinn 27. mars 2014

«
26. mars

27. mars 2014
»
28. mars
Fréttir

Fríverslunar­viðræður ESB og Bandaríkjanna: Þjóðverjar hóta að hafna samningi vegna gerðardómsákvæða

Brussel að Þjóðverjar kunni að halda að sér höndum gagnvart frí­verslunarsamningi við Bandaríkjamenn vegna hugmynda sem hefur verið hreyft um gerðardóma í ágreiningsmálum milli einstakra ríkja og fjárfesta.

Stórræða Obama í Brussel: Varðstaða um frelsi áfram nauðsynleg í keppni hugsjóna - Rússar hafa vegið gegn skipan heimsmála

Núverandi skipan heimsmála þar sem þjóðir hafa frelsi til að ákveða sjálfar framtíð sína og fara með stjórn eigin mála mun sigra sagði Barack Obama Bandaríkja­forseti í ræðu sem hann flutti að kvöldi miðvikudags 26. mars í Brussel, einu opinberu ræðunni sem hann flytur í sex daga ferð sinni til þrigg...

Svíþjóð: Varaforsætis­ráðherra vill hefja aðildarferli að Atlantshafsbandalaginu

Jan Björklund, varaforsætis­ráðherra Svíþjóðar hefur látið orð falla um stefnubreytingu í varnarmálum Svía og Deutsche-Welle segir ráðherrann telja nauðsynlegt að koma því ferli af stað að Svíþjóð gerist aðili að Atlantshafsbandalaginu. Fréttastofan, sem er þýzk segir að umræður um varnarmál hafi kviknað á ný í Svíþjóð eftir að Rússar hafi stundað heræfingar í námunda við Gotland.

Finnland: Rússneskar herþotur ollu uppnámi í austurhluta landsins í gærkvöldi

Uppnám varð í austurhluta Finnlands í gærkvöldi og hringingar komu frá mörgum byggðarlögum vegna ljósa sem sáust á himni og fólk taldi vera neyðarljós. Í ljós kom hins vegar að rússneskar herþotur voru á æfingu skammt frá landamærum Finnlands.

Leiðarar

Pútín - Úkraína - norðurslóðir

Í Bandaríkjunum sakna margir þess að Robert Gates sitji ekki í embætti varnarmála­ráðherra.

Í pottinum

Nigel Farage sigraði kappræður við varaforsætis­ráðherrann - talaði frá hjartanu - áfall fyrir atvinnu­stjórnmálamenn

Efnt var til kappræðna í LBC-sjónvarpsstöðinni í Bretlandi miðvikudagskvöldið 26. mars í tilefni af ESB-þingkosningunum í maí. Þátttakendur voru tveir Nigel Farage, leiðtogi sjálfstæðis­sinna í UKIP-flokknum, og Nick Clegg, varaforsætis­ráðherra og leiðtogi Frjálslynda flokksins. Eftir að viðræðunum...

Hvað gerist í Valhöll ef...?

Dagur B. Eggertsson og Samfylkingin styrkja stöðugt stöðu sína í aðdraganda borgar­stjórnar­kosninga í Reykjavík skv. könnun sem Morgunblaðið birtir í dag og í gær. Á sama tíma heyrist ekkert frá frambjóðendum og borgarfulltrúum Sjálfstæðis­flokksins. Þeir virðast vera horfnir af vettvangi. Meðal...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS