Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Föstudagurinn 28. mars 2014

«
27. mars

28. mars 2014
»
29. mars
Fréttir

Jens Stoltenberg ráðinn framkvæmda­stjóri NATO frá 1. október 2014

Jens Stoltenberg, fyrrverandi forsætis­ráðherra Noregs, verður framkvæmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) frá 1. október 2014. Hann tekur við embættinu af Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætis­ráðherra Dana. Skýrt var ákvörðuninni opinberlega síðdegis föstudaginn 28. mars eftir fund fastafu...

Fyrrv. forsætis­ráðherra Frakka þáði ólögmæta, opinbera eftirlauna­greiðslu

Dominique de Villepin, fyrrverandi forsætis­ráðherra Frakklands, nýtti sér á ólögmætan hátt rétt starfsmanna utanríkis­þjónustunnar til að fara á eftirlaun án þess að ná eftirlaunaaldri með því mað krækja sér í 100.000 evrur (15,6 m ISK) fyrir að koma í vinnuna í einn dag eftir 20 ára fjarvist úr utan...

Danir senda sex herþotur til Litháen

Danir hafa ákveðið að senda sex F-16 herþotur til Litháen í mai til þess að taka þátt í eftirlitsflugi þaðan. Belingske Tidende segir að um sé að ræða viðbrögð danskra stjórnvalda við framferði Rússa í Úkraínu. Ákvörðunin er tekin í samráði við utanríkis­mála­nefnd danska þingsins. Dönsku herþoturnar vinna þetta verk í samstarfi við pólskar herþotur.

Madrid: Óeirðir við háskóla-óeirðalög­regla og slökkviliðsmenn á staðnum

Síðustu rúma tvo sólarhringa hafa verið óeirðir við Complutense háskólann í Madrid. Námsmenn eru að mótmæla niðurskurði. Um 150 námsmenn sem sumir hverjir hafa sett á sig andlitsgrímur hafa stöðvað umferð á háskóla­svæðinu, en aðrir sett upp víggirðingar fyrir framan laga- og sögu­deild háskólans á meðan óeirðalög­regla hefur horft á.

Efnahagsráð Norðurskautslanda sett á stofn

Í gær var ákveðið í Yellowknife í Kanada að stofna Efnahagsráð Norðurskautslanda (Arctic Economic Council). Markmiðið er að hlú að sjálfbærni, hagvexti, umhverfisvernd og félagslegri framþróun á Norðurskautssvæðunum. Fyrstu ákvarðanir um þetta voru teknar á ráðherrafundi Norðurskautslandanna í Kirun...

Leiðarar

Tíminn vinnur gegn Rússum

Innlimun Rússa á Krímskaga, sem er fyrsti landvinningur þeirra frá lokum kalda stríðsins, lítt dulbúnar hótanir um að gera það sama í austurhluta Úkraínu, áhyggjur út af land­svæði í Moldovu, þar sem meiri hluti íbúa eru af rússnesku bergi brotinn og áhyggjur þjóða sem eiga landamæri að Rússlandi, sv...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS