« 12. apríl |
■ 13. apríl 2014 |
» 14. apríl |
Ríkisstjórn Úkraínu sendi sunnudaginn 13. apríl liðsafla á vettvang til að brjóta á bak aftur vopnaðan hóp Rússavina og aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins. Segja stjórnvöld að um aðgerðir gegn hryðjuverkum sé að ræða í borginni Slaviansk. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, lýsti sunn...
Finnland: Fráfarandi forsætisráðherra styður aðild að NATÓ- Utanríkisráðherrann ekki
Jyrki Katainen, fráfarandi forsætisráðherra Finnlands sagði í sjónvarpi í Finnlandi í gær, laugardag, að hann væri hlynntur aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu. Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra, hefur nú brugðizt við þeim ummælum og segir ekki þörf á aðild Finnlands að bandalaginu vegna þess að Finnar séu aðilar að Evrópusambandinu og eigi náið samstarf við Atlantshafsbandalagið.
Mótmælaaðgerðir í Róm og París í gær-80 slösuðust í Róm
Til átaka kom vegna mótmælaaðgerða í Róm í gær og um 80 manns slösuðust. Jafnframt kom til mótmælaaðgerða í París sem fóru friðsamlegar fram. Mótmælin í Róm snerust um aðhaldsaðgerðir stjórnvalda en urðu ofbeldisfull, þegar lítill hópur þátttkenda búnir hjálmum og grímum réðst að lögreglu með eggjum, steinum, appelsínum og kínverjum.