Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Sunnudagurinn 20. apríl 2014

«
19. apríl

20. apríl 2014
»
21. apríl
Fréttir

Frakkland: Náinn samstarfsmaður forsetans sakaður um brot í starfi - átti safn handgerðra skópara í forsetahöllinni

Aquilino Morelle, náinn samstarfsmaður François Hollandes Frakklandsforseta, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hann hafi brotið gegn siða­reglum í fyrra starfi sínu. Þá vann hann fyrir lyfja­fyrirtæki á sama tíma og hann starfaði í félagsmála­ráðuneytinu. Þá hefur hóglífi hans og dýr lífstíll einnig vakið undrun á tímum aðhalds og niðurskurðar í oipinberum útgjöldum.

Austur-Úkraína: Blóðug átök leiða til útgöngubanns að fyrirmælum aðskilnaðarsinna - vopnahlé heldur ekki

. Aðskilnaðarsinnar, hlynntir Rússum, í borginni Slaviansk í Austur-Úkraínu gáfu borgarbúum sunnudaginn 20. apríl fyrirmæli um að halda sig innan dyra aðfaranótt mánudags 21. apríl. Þeir gripu til þessa ráðs vegna mannskæðra skotbardaga í borginni. Enn hefur ekki verið upplýst hverjir stóðu að bak...

Skotland: Ný könun bendir til að sjálfstæðis­sinnar séu að ná undirtökum

Ný könnun sem birt var í Skotlandi í morgun bendir til þess að sjálfstæðis­sinnar kunni að vera að ná undirtökunum í baráttunni vegna þjóðar­atkvæða­greiðslunnar í september um sjálfstæði Skotlands. Þessi könnun sem gerð er fyrir blaðið Scotland on Sunday bendir til að sjálfstæðis­sinnar þurfi einungis að ná fram 2 prósentustiga sveiflu á milli fylkinga til þess að verða ofan á.

Ítalía: Þak á bílafjölda ráðuneyta-útgjöld sveitar­stjórna á netið-þrengt að húsnæði

Ríkis­stjórn Matteo Renzi á Ítalíu hefur boðað það sem kallað er „kerfisbylting“ með skattalækkunum og niðurskurði á útgjöldum. Meðal boðaðra ráðstafana er að nú má ekkert ráðuneyti á Ítalíu hafa fleiri en fimm bíla með bíl­stjórum. Ennfremur verður þrengt að ráðuneytum í húsnæði og sveitar­stjórnum gert skylt að birta öll útgjöld á netinu.

Þýzkaland: Fulltrúi í framkvæmda­stjórn ESB hvetur til orkuframleiðslu úr leirsteini

Gunther Oettinger, sem sæti á í framkvæmda­stjórn ESB fyrir Þýzkaland segir í samtali við Welt am Sonntag, sunnudagsútgáfu þýzka dagblaðsins Die Welt, að hann sjái engin merki þess að gasflutningar til Þýzkalands frá Rússlandi stöðvist, þótt spenna ríki milli landanna vegna Úkraínu. Hann hvetur jafnframt þýzk stjórnvöld til orkuframleiðslu úr leirsteini.

Finnland: Verulega aukinn stuðningur við aðild að NATÓ- 34% eru nú hlynnt

Stuðningur við aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu hefur aukizt umtalsvert skv. nýrri könnun. Nú mælist stuðningur við aðild 34% en fyrir skömmu sagði Evrópu­vaktin frá annarri könnun, sem benti til að um fjórðungur Finna væri hlynntur aðild. Á móti aðild skv.

Í pottinum

Háværasta þögn í manna minnum?

Andstæðingar aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu bíða nú spenntir eftir því hvernig stjórnar­flokkarnir hyggjast afgreiða þingsályktunartillögu ríkis­stjórnar­innar sjálfrar um að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópu­sambandinu. Um það mál hefur ríkt hávær þögn að undanförnu eftir miklar sviptingar um „fundar­stjórn forseta“ fyrst eftir að tillagan kom fram.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS