« 20. apríl |
■ 21. apríl 2014 |
» 22. apríl |
Pútín vill heimila spilahallir til ađ bjarga efnahag Krím - veitir Tatörum borgararéttindi
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur lagt fram frumvarp til laga ţar sem heimilađ er ađ reka spilahallir á Krímskaga sem hefur veriđ innlimađur í Rússland. Nú er heimilt ađ reka spilahallir á fjórum svćđum í Rússlandi. Ţau eru öll langt frá Mosvku. Krím verđur fimmta svćđiđ verđi tillaga Pútíns samţykkt. Pútín hefur kynnt átak til ađ efla efnahags- og atvinnulíf á Krímskaga.
Embćttismenn stjórnvalda í Úkraínu segja ađ leynisveitir og njósnarar á vegum stjórnvalda í Moskvu standi ađ baki ađgerđum ađskilnađarsinna í austurhluta landsins.
Bretland: Cameron sakađur um ađ stuđla ađ sundrungu samfélagsins međ stuđningi viđ kristna trú
David Cameron, forsćtisráđherra Breta, er sakađur um ađ sá sundurlyndi og ýta undir sértrúnađ ţegar hann fullyrđir ađ Bretland sé „kristiđ land“. Ţetta kemur fram í grein sem John Bingham, blađamađur um trúmál hjá The Daily Telegraph, skrifar og birtist á vefsíđu blađsins mánudaginn 21. apríl. Bl...
Spánn: Baskar vilja sjálfstćđi í áföngum
Ţjóđernissinnaflokkur Baskalands, sem er meira en 100 ára gamall vill eigiđ ríki ásamt Navarre og baskahéruđum í Frakklandi en hafnar bćđi hugmyndum Sósíalistaflokksins á Spáni um eins konar sambandsríki og ţví sjálfstćđi sem Katalóníubúar berjast fyrir. Ţetta kemur fram í spćnska dagblađinu El País.
FT: Vaxtabyrđi fimm jađarríkja evrusvćđisins eykst stöđugt
Financial Times segir ađ fimm jađarríki evrusvćđisins, Portúgal, Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn, ţurfi ađ greiđa meira en 130 milljarđa evra í vexti á ţessu ári. Ţrátt fyrir ađgerđir síđustu ára aukist vaxtakostnađur ţessara ríkja. Ţau greiđi nú um 10% af tekjum sínum í vexti á sama tíma og hin evruríkin ţrettán borgi ađ jafnađi 3,5% af sínum tekjum í vexti.
Sergei Lavrov sakar stjórnvöld í Kiev um ađ brjóta samkomulagiđ
Sergei Lavrov, utanríkisráđherra Rússlands, segir ađ stjórnvöld í Kiev hafi brotiđ samkomulagiđ sem gert var í Genf á skírdag međ ţví ađ afvopna ekki ólöglega hópa og ţá sérstaklega öfgahópa til hćgri. Hann segir ađ öfgamenn stjórni ferđinni og beri ábyrgđ á skotárásum í námunda viđ Sloviansk í austurhluta Úkraínu. Lavrov fordćmdi líka áframhaldandi mótmćli á Maidan-torgi í Kiev.
Breytt viđhorf í samskiptum ţjóđa í nágrenni okkar
Ţađ er mikil gerjun hjá nágrannaţjóđum okkar. Í fyrsta sinn frá ţví ađ ákvörđun var tekin um ađ efna til ţjóđaratkvćđagreiđslu í Skotlandi um sjálfstćđi Skotlands eru verulegar líkur á ţví ađ meirihluti Skota kunni ađ segja já. Slík ákvörđun mundi ekki bara breyta Bretlandseyjum heldur hafa víđtćkari áhrif.
Nú beinast allra augu ađ Framsókn í Reykjavík
Nú eftir páska munu allra augu beinast ađ ţví hvađ gerist í frambođsmálum Framsóknarflokksins í Reykjavík í kjölfar ţess ađ Óskar Bergsson, sem valinn hafđi veriđ til ţess ađ skipa efsta sćti listans tók ákvörđun um ađ draga sig í hlé. Sú ákvörđun snýr ekki bara ađ Framsóknarflokknum. Hún getur líka valdiđ uppnámi í röđum annarra flokka, bćđi hjá Sjálfstćđisflokknum og vinstri flokkunum.