Miðvikudagurinn 3. mars 2021

Þriðjudagurinn 22. apríl 2014

«
21. apríl

22. apríl 2014
»
23. apríl
Fréttir

Úkraína: Stjórnmálamaður pyntaður og myrtur - skotið á eftirlitsflugvél stjórnar­innar - Biden vill uppræta spillingu

Stjórnmálamaður í Úkraínu fannst látinn eftir að hafa verið „grimmdarlega pyntaður“ sagði starfandi forseti landsins þriðjudaginn 22. apríl. Hann boðaði að vegna þessa yrði her Úkraínu skipað að uppræta aðskilnaðarsinna sem hafa gerst hústökumenn í austurhluta landsins. Oleksandr Turstjinov forseti...

Norður-Íshaf: Pútín áréttar gæslu rússneskra hagsmuna á sviði hernaðar, auðlindanýtingar og siglinga - boðar markvissa framkvæmd norðurslóða­stefnu

Rússar munu koma á fót sameiginlegu neti flotastöðva við Norður-Íshafsströnd sína sem á að þjóna háþróuðum herskipum og kafbátum. Er þetta liður í að auka varnir þjóðar­hagsmuna og landamæra á svæðinu.

Marine Le Pen hneykslast á Nigel Farage

Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi, sakaði Nigel Farage, leiðtoga UKIP, breskra sjálfstæðis­sinna, þriðjudaginn 22. apríl um hræsni eftir að hann sagðist ekki vilja sitja í sama þing­flokki og Þjóðfylkingin í ESB-þinginu vegna þess að innan hennar gætti gyðingahaturs. Með ummæl...

Mílanó: 125 ára afmælis Hitlers fagnað með veggspjöldum

Hundrað tuttugu og fimm ára afmælis Adolfs Hitlers var fagnað í Mílanó á Ítalíu í gær með veggspjöldum sem límd voru upp víða um borgina.

Donald Tusk vill orkubandalag ESB

Donald Tusk, forsætis­ráðherra Póllands vill að Evrópu­sambandið komi sér upp orkubandalagi, sem virki á þann veg, að ein stofnun kaupi gas fyrir öll aðildarríkin. Nú semur hvert ríki fyrir sig við Gazprom, rússneska orku­fyrirtækið. Forsætis­ráðherrann setur þessa tillögu fram í grein í Financial Times í dag.

Reuters: Samkomulagið um Úkraínu er að renna út í sandinn

Reuters-fréttastofan segir að samkomulagið sem gert var í Genf í síðustu viku um Úkraínu sé að renna út í sandinn. Vopnaðir aðskilnaðarsinnar í austurhluta landsins sýni engin merki þess að gefa eftir þær stjórnar­byggingar, sem þeir hafi tekið. Bandarískir og evrópskir áhrifamenn segja að þeir muni gera stjórnvöld í Moskvu ábyrg fyrir þessari niðurstöðu og grípa til frekari refsiaðgerða.

Leiðarar

ESB-aðildarsinnar, látið Sjálfstæðis­flokkinn í friði!

Fréttablaðið birtir þriðjudaginn 22. apríl forsíðufrétt undir fyrir sögninni: Fimmtungur er líklegur til að kjósa flokk Evrópu­sinna. Hún hefst á þessum orðum: „Alls 20,7 prósent telja mjög eða frekar líklget að þau myndu kjósa framboð Evrópu­sinnaðra hægrimanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablað...

Í pottinum

Það er ekki verið að kljúfa Sjálfstæðis­flokk - heldur Samfylkingu og Bjarta Framtíð!

Hvaða flokk eða flokka er verið að kljúfa með hugsanlegu framboði aðildarsinnaðra hægri manna? Ekki Sjálfstæðis­flokkinn skv. könnun sem Fréttablaðið birtir í dag heldur samfylkingar­flokkana tvo! (Svo notast sé við lýsingu Hallgríms Helgasonar, rithöfundar á Bjartri Framtíð og Samfylkingu) Þetta er rökrétt. Að lokum eru það málefnin sem ráða hjá kjósendum, þótt margir haldi annað.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS