Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Fimmtudagurinn 24. apríl 2014

«
23. apríl

24. apríl 2014
»
25. apríl
Fréttir

ESB fagnar einhliða ákvörðun Íslendinga um makríl - býður aðild að samningi til fimm ára

Tilkynnt var þriðjudaginn 22. apríl að íslensk skip hefðu heimild til að veiða 147.574 lestir af makríl á vertíðinni 2014. Framkvæmda­stjórn ESB fagnaði þessari ákvörðun í tilkynningu sem birt var fimmtudaginn 24. apríl. Í tilkynningu ESB er haft eftir Helene Banner, talsmanni sjávar­útvegs­deildar fr...

Danskir nýnazistar draga að sér athygli vegna Evróvisjón

Flokkur nýnazista hefur fengið leyfi lög­reglunnar í Kaupmannahöfn til að efna til mólmælafundar í borginni laugardaginn 10. maí, sama dag og borgin verður í hátíðarskapi vegna úrslitatónleikanna í Evróvisjón-söngvakeppninni. Hér er um að ræða félaga í Dansk Nationalsocialistisk Bevægelse (DNSB) –...

Rússar virkja her sinn við landamæri Úkraínu til æfinga - Pútín segir stjórn Úkraínu verða að taka afleiðingunum - Lavrov talar um óvild Bandaríkjanna og ESB í garð Rússa

Sergei Shoigu, varnarmála­ráðherra Rússa, segir að ríkis­stjórn Rússlands hafi „neyðst til viðbragða“ eftir að sérsveitir úr her Úkraínu létu til skarar skríða gegn aðskilnaðarsinnum í Sloviansk í austurhluta Úkraínu. Gaf ráðherrann hernum fyrirmæli um að hefja að nýju æfingar við landamær Úkraínu.

Finnland: Samkomulag við NATÓ um hernaðarlega aðstoð

Finnsk stjórnvöld hafa skrifað undir minnisblað með Atlantshafsbandalaginu, þar sem fram kemur að Finnar séu tilbúnir til að taka á móti aðstoð frá erlendum hersveitum og skuldbinda sig til að halda við hernaðarlegum tækjum svo sem skipum og flugvélum. Carl Haglund, varnarmála­ráðherra Finna segir að þetta sé ekki skref í átt að því að Finnar gerist aðilar að Atlantshafsbandalaginu.

Brezkar, hollenzkar og danskar þotur fylgdust með rússnesku vélunum-ekki norskar

Ferðir tveggja TU-95 sprengjuflugvéla frá stöðvum á Kólaskaga út á Atlantshaf hafa verið í frétum en Barents Observer vekur athygli á því að Norðmenn hafi ákveðið að senda þotur ekki á loft til að fylgjast með þeim. Hins vegar sendi brezki flugherinn tvær þotur á loft svo og fylgdust hollenzkar þotur með vélunum. Hið sama gerðu Danir.

Úkraína: Aðgerðir stjórnvalda komnar á skrið í Slavyansk og Donetsk

Aðgerðir stjórnvalda í Úkraínu í austurhluta landsins virðast komnar á skrið að sögn brezka blaðsins Guardian. Úkraínskar hersveitir tóku yfir stjórn á varðstöð norður af Slavyansk, eftir að aðskilnaðarsinnar yfirgáfu staðinn.

Leiðarar

Rangfærslur ESB-aðildarsinna í umsögn til alþingis

Evrópu­blogg er vefsíða sem haldið er úti af þeim sem velta fyrir sér að stofna nýjan stjórnmála­flokk til að halda lífi í ESB-aðildarumsókninni þótt Brusselmenn hafi siglt viðræðum um hana í strand á árinu 2011 með því að neita að afhenda rýniskýrsluna um sjávar­útvegsmál.

Í pottinum

Alþingi: Annasamir átta dagar framundan

Nú líður að því að Alþingi komi saman til fundar á ný. Í fjölmiðlum hefur komið fram að átta virkir vinnudagar verði þá eftir af þinghaldi. Varla klárar utanríkis­mála­nefnd umfjöllun um þingsályktunartillögu ríkis­stjórnar­innar um að aðildarumsóknin að Evrópu­sambandinu verði dregin til baka á átta dögum? Hvað ætlar ríkis­stjórnin að gera?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS