« 24. apríl |
■ 25. apríl 2014 |
» 26. apríl |
Frakkland: Þjóðfylkingin í forystu vegna kosninga til Evrópuþings
Ný könnun sem birt var í Frakklandi í gær sýnir að Þjóðfylking Marine Le Pen er enn í forystu í kosningabaráttunni þar í landi vegna kosninga til Evrópuþingsins, sem fram fara í maí.
Khodorkovsky: Pútín er að hefna harma á mótmælendum í Úkraínu
Rússneski auðkýfingurinn Mikhail Khodorkovsky, sem leystur var úr haldi í Rússlandi fyrir nokkrum mánuðum og nú er búsettur í Sviss segir að Pútín telji sig eiga persónulegra harma að hefna gagnvart mótmælendum í Úkraínu. Þeir hafi knúið þjófinn Yanukovych, fyrrum forseta Úkraínu í útlegð ásamt nánasta liði hans og þar með höggvið nærri Pútín sjálfum.
Svíar útbúa herþotur með langdrægum eldflaugum
Karin Enström, varnarmálaráðherra Svíþjóðar hefur skýrt frá því að Svíar muni búa Gripen herþotur sínar með langdrægum eldflaugum. Markmiðið sé að halda aftur af ríkjum, sem kunni að hafa í huga árás á Svíþjóð. Þetta þýði hernaðarlegt bolmagn, sem nái lengra og gefi færi á að ná til fjarlægari skotmarka. Ráðherrann sagði frá þessu í útvarpsviðtali í gær.
Umsvif Rússa á Norður-Atlantshafi eru að aukast
Sú var tíðin að sovézkar herflugvélar voru tíðir gestir í námunda við Ísland og sovézkir kafbátar sömuleiðis. Það mátti meira að segja sjá nútímaleg sovézk orustuskip búin eldflaugum skammt undan landi. Svo hrundu Sovétríkin og þessir óboðnu gestir sáust ekki meir. Nú er aldarfjórðungur liðinn.
Reykjavík: Fylgja frambjóðendur D-listans leiðsögn Morgunblaðsins eftir?
Það er athyglisvert að fylgjast með umfjöllun Morgunblaðsins um skipulagsmál í Reykjavík. Ekki verður betur séð en að blaðið sé að búa til kosningamál fyrir Sjálfstæðisflokkinnn í höfuðborginni enda sérþekking á þeim málum til staðar á ritstjórninni. Það verður áhugavert að fylgjast með því, hvort frambjóðendur flokksins í Reykjavík fylgja þessari leiðsögn eftir.