« 25. apríl |
■ 26. apríl 2014 |
» 27. apríl |
Slóvakar gera gassölusamning við Úkraínumenn
Samkomulag hefur tekist milli stjórnvalda í Slóvakíu og Úkraínu um að Slóvakar selji Úkraínumönnum gas til að draga úr þörf þeirra fyrir gas frá Rússlandi.
Tveir páfar teknir í dýrlingatölu - búist við milljón manns í Róm
Jóhannes Páll páfi II. og Jóhannes páfi XXIII. verða teknir í dýrlingatölu sunnudaginn 27. apríl við hátíðlega athöfn í Róm undir forystu Frans páfa en talið er líklegt að Benedikt páfi XVI. verði einnig við athöfnina sem er einstæð í allri sögu rómversk kaþólsku kirkjunnar. Benedikt XVI. tók við em...
Aðskilnaðarsinnar úr hópi Rússavina í Úkraínu sem hafa sendimenn frá Öryggissamvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í gíslingu segja þá vera „njósnara NATO“. Stjórnvöld í Moskvu segjast ætla að gera allt í þeirra valdi til að fá þá lausa. Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, ræddi spennuásta...
Finnland: Tveir af hverjum þremur liðsforingjum vilja aðild að NATÓ
Liðsforingjar í finnska hernum hafa vaxandi áhyggjur af áformum Rússa að því er fram kemur í könnun á meðal þeirra, sem finnska dagblaðið Helsinki Sanomat hefur framkvæmt í samvinnu við starfsmannasamtök hersins.
Bretland: Nýjar og strangari reglur um veðlán geta stöðvað verðhækkun á fasteignum
Nýjar og strangari reglur vegna fasteignalána í Bretlandi, sem eru að ganga í gildi gæltu leitt til þess að verðhækkun á fasteignum þar í landi stöðvist að mati sérfræðinga, sem Daily Telegraph talar við. Gert er ráð fyrir að þúsundum lánaumsókna, sem áður hefðu verið samþykktar verði hafnað. Sumir ganga svo langt að segja að hinar nýju lánareglur geti kæft í fæðingu uppsveiflu á húsnæðismarkaði.
Frekari refsiaðgerðir gegn Rússum á mánudag-beinast að bönkum og orkufyrirtækjum
Leiðtogar G-7 ríkjanna ákváðu í morgun, laugardagsmorgun, að beita Rússa frekari refsiaðgerðum vegna Úkraínu og búizt er við að Bandaríkin skýri frá þeim þegar á mánudag. Þessar nýju refsiaðgerðir munu beinast að einstaklingum og fyrirtækjum í ákveðnum geirum atvinnulífsins í Rússlandi og þá sérstaklega bönkum og orkufyrirtækjum að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Þrjár hrakspár ESB-aðildarsinna falla dauðar
Á sínum tíma ráku ESB-aðildarsinnar mikinn hræðsluáróður vegna Icesave-samninganna. Ef Íslendingar færu ekki að einhliða kröfum Hollendinga og Breta yrðu þeir útilokaðir frá samskiptum við aðrar þjóðir, litið yrði á þá sem utangarðsmenn sem neituðu að borga skuldir sínar. Ekkert af þessu gekk eftir þegar á reyndi.